Lystræninginn - 01.03.1977, Qupperneq 38

Lystræninginn - 01.03.1977, Qupperneq 38
væri sannarlega fallegt af honum. Okkur þótti öllum svo vænt um hann. Hann var einsog einn af fjölskyldunni. Klara: Kannski stendur hann einn góöan veðurdag á stofugólfinu með útbreiddan faðminn. Gústaf: Já - hver veit. Verndarinn okkar. Rósa: Að hugsa sér ef hann væri nú kom- innj Hvað ég mundi fagna honumí Ég mundi fagna honum heitt og innilega. Benedikt: Hann er kominn. Résa: Kominn? Benedikt: Já. Hann er kominn. (stendur upp) Hann stendur á stofugélfinu. - Sérðu hann ekki? - Sérðu hann ekki? (breiðir út faðminn) - Hann bíður eftir að þú fagnir honum. - Hann bíður með útbreiddan faðminn. Résa: Er þetta hann? Benedikt: .Það er hann. Hann er kominn til að sjá þig. Résa: Getur það verið? Benedikt: Þekkirðu hann ekki. - Þekkirðu hann ekki aftur? Rðsa: Ég get ekki trúað þvi. Benedikt: Sérðu ekki fögnuðinn? - Sérðu ekki eftirvæntinguna? — Sérðu ekki útbreiddan faðminn? Rðsa: Þetta ert þú? Benedikt: Þetta er ég. Résa: Og þú ert kominn? Benedikt: Ég er kominn. - Eg er kominn aftur. Rðsa: Nú þekki ég þig. - Nú þekki ég þig aftur. Benedikt: Ég vissi það. Ég vissi að þú mundir þekkja mig. Rósa: Þú ert breyttur. .Benedikt: Það er langt siðan ég fér. Résa: Ég hélt þú kæmir ekki. Benedikt: Ég hef verið lengi á leiðinni. Résa: En nú ert þú kominn. Benedikt: Nú er ég kom- inn. - Lofaðu mér að faðma þig. - Komdu. (þau faðmast) Résa: ó ástin mín, ég er svo hamingjusöm. Ég er svo óumræðilega hamingjusöm. Ég hélt að við mundum aldrei sjást aftur. Benedikt: Ástin min. Hvað ég hef þráð þig. Rósa: Þú hefur þá hugs- að til min. ÞÚ hefur ekki verið búinn að gleyma mér. Benedikt: Ég hef hugsað til þ.in hverja stund - hverja einustu stund. Rósa: Og þú ætlar aldrei að fara.frá mér aftur? Benedikt: Aldrei. Rósa: Og við verð\im alltaf saman? Benedikt: Alltaf. Rósa: Og allt verður gott? Benedikt: Allt verður fullkomið. - Við munum byrja nýtt lif. Framtiðin blasir við okkur. - Sérðu? Rósa: Já, ég sé. Ég sé inni framtiðina. Benedikt: Það ris nýtt land. Rósa: Ég sé landið risa. - Sólin er að koma upp. - Það slær roða á fjöllin. - Hvilikt undra land. Benedikt: Þetta er landið okkar. Rósa: Það er einsog draumur. Benedikt: Við leggjum af stað. - Við hefjumst upp. - Við svifum. - Finnurðu? Rósa: Ég finn. — Ég finn hvernig við svifum. Benedikt: Við svifum á skýjunum. Rósa: Öll veröld- in ljómar. Benedikt: Dönsum — dönsum. (þau dansa) Dönsum á skýjunum. (þau dansa) Heyrirðu tónana? Rósa: Ég heyri. Benedikt: Þeir koma að ofan. Rósa: Þetta eru guðlegir tónar. Benedikt: Dönsum - dönsum. (þau dansa um sviðið) Úr sýningu Ungmennafélags Reykdæla á Skirn. 38

x

Lystræninginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.