Lystræninginn - 01.03.1977, Page 39

Lystræninginn - 01.03.1977, Page 39
SKÁLDSÖGUR SÁLMURINN UM BLÓM- IÐ eftir Þórberg Þórðarson. Sagan um Litlu manneskjuna, Sobbeggi afa og Mömmu- göggu, meistáraverk Þórbergs frá sjötta áratugnum, loksins komið í nýrri útgáfu. KERLINGARSLÓÐIR eftir Lineyju Jóhannesdóttur. Aðalpersónan er barn ungl- ingsstúlku sem flyst frá einum ættingja til annars i því rót- leysi nútíma Reykjavíkurlífs sem höfundur er svo einkar skyggn á. Hér er fjallað um vandamál sem ekki hafa fyrr verið tekin til meðferðar í ís- lenskum bókmenntum. LJÓÐ JAPÖNSK LJÓÐ FRÁ LIÐNUM ÖLDUM í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Þessi bók er enn ein sönnun snilldar Helga Hálfdánarson- ar sem skálds og þýðanda. Útkoma hennar er öllum ijóðaunnendum mikið fagn- aðarefni. Gullfalleg bók yst sem innst. Tryggvi Emilsson ÆVIMINNINGAR FÁTÆKT FÓLK eftir Tryggva Emilsson. Útkoma þessarar bókar sætir einna mest- um tíðindum á þessum vetri. Einstæð öreigafrásögn frá Akureyri og Eyjafjarðardölum á fyrstu áratugum þess- arar aldar. Frásagnargáfa höfundar er einstæð og bókin fulltrúi hins besta í alþýðlegri, ís- lenskri frásagnarlist. -------- ' SAGNFRÆÐI GALDRAR OG BRENNUDÓMAR eftir Siglaug Brynleifsson. Hér segir frá óhugnanlegustu 'vitfirringu sem yfir landið hefur gengið og var einkum bundin við Vestfirði. Rakinn er uppruni og saga galdrafársins á Íslandi frá fyrstu galdrabrennunni til hinnar síðustu. Þetta er sérstæð bók, mjög forvitnilegt sagn- fræðirit og skemmtilegt aflestrar. i f BrX mlSlli;. - Ljónshjarta -f- Astrid LindgrerT: ÆVINTÝRI BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA eftir Astrid Lindgren. Sagan um bræðurna Jónatan og Snúð Ljónshjarta og ævintýri þeirra i furðu- landinu Nangijala. Fögur, uggvænleg og áhrifamikil frásögn um gott og illt — og um leið full af töfrum og skáldskap. Þetta er ævintýri sem á ríkulegt erindi, bæði við börn og fullorðna. MÁ L OG MENNING H E I M S K R I N G L A

x

Lystræninginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lystræninginn
https://timarit.is/publication/1228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.