Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 3

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Page 3
SAMSTADAN STYRKIR - SUNDR UNGIN VEIKIR Eftirfarandi ávarp flutti for- maöur HFÍ, Maria Pétursdóttir, á fékigsfundi 20. marz s.l. Sú hvöt lífvera að vilja halda sig í hópi er nefnd félagshvöt. Það að eiga félag við einhvern er að vera í nánum tengslum við hann. Félagsmaður er sam- herji, og félag er skipulagður hópur manna eða samherja. Nýlega kom fram í ritstjórn- arpistli Epione, sænska hluta tímarits finnsku hjúkrunar- stéttarinnar, sú skoðun, að hjúkrunarkonur haldi sérstak- lega vel saman í sínum hópi eða félagi. Innan heildarsamtaka stéttarinnar þarlendis eru 95% starfandi hjúkrunarkonur. I öðrum stéttum, þar sem konur eru í meirihluta, er aftur á móti félagsþátttakan nær 50% en 100%. Hjúkrunarfélag er kjara- mála- og hagsmunasamtök, en einnig faglegt stéttarsamband, og þar af leiðandi telja hjúkrun- arkonur, sem ekki eru starfandi um sinn við hjúkrunarstörf, sér það hagkvæmt að vera í stéttar- félaginu til að halda óslitnum tengslum við fagið. Stéttarsamtök finnskra hjúkrunarkvenna eru fjölmenn- asta stéttasambandið innan heilbrigðisþjónustunnar í Finn- landi. Það er sterkt afl í þjóð- félaginu, vegna góðrar sam- stöðu stéttarinnar. „Á tímum endurskoðunar og endurbóta á ýmsum sviðum, er varða heilbrigðismál og hjúkr- unarstörf, viljum við, að hlust- að sé á mál okkar, og þeim mun frekar er hlustað á hjúkrunar- konur, því samstilltari sem stéttarsamtök þeirra eru“, seg- ir í fyrrnefndum pistli. Það er ekki hægt að segja, að samstaða hjúkrunarkvenna á Norðurlönd- um sé eða hafi verið alltaf jafn- heilsteypt, en þó er það þannig, að í hverju landi er aðeins eitt hjúkrunarfélag, þar sem kjörin félagsstjórn hefur meginpart- inn af stéttinni bak við sig og þess vegna umboð, sem gagn er að. Þótt stundum hafi verið skiptar skoðanir og málefna- legur ágreiningur innan þessara hjúkrunarfélaga á Norðurlönd- um, en það er oft æskilegur afl- gjafi, þá hefur raunin orðið sú, að þeir, sem hafa verið kjörnir til stjórnunar hverju sinni, hafa haft umboð til þess að tala í nafni stéttarinnar í samskipt- um við stjórnvöld og ráðamenn. Aldrei hefur mér orðið betur ljóst, hversu mikils virði heild- arsamstaða er, en þegar ég sat fund fulltrúa hjúkrunarfélaga frá aðildarlöndum Efnahags- bandalagsins s.l. febr. og komst að þeirri niðurstöðu, að í ýms- um löndum eru mörg hjúkrun- arfélög, sem hafa ekkert sam- starf sín á milli, en keppa hvert við annað og veikja hvert ann- að, og veikja þá sérstaklega heildaráhrif stéttarinnar innan þjóðfélagsins. í harðri baráttu stétta og starfshópa er oft nógu erfitt að knýja fram hagsmunaatriði hjúkrunarstéttarinnar, þó að samstaðan sé góð. Rétt er að geta þess, að full- trúar á þessum nefndarfundi í París voru frá Ítalíu, Lúxem- búrg, Þýzkalandi, Frakklandi, Belgíu og Hollandi og frá þeim 4 löndum, sem sækja nú um að- ild að Efnahagsbandalaginu, þ. e. a. s. írlandi, Bretlandi, Nor- egi og Danmörku, einn frá hverju landi, en auk þess voru 3 áheyrnarfulltrúar, einn frá Alþjóðasambandi hjúkrunar- kvenna, einn frá Vestur-Evr- ópusambandi hjúkrunarkvenna, og ég var þar fyrir Norður- landasamvinnu hjúkrunar- kvenna. Það kom greinilega fram á þessum fundi, að þótt lækna- skortur væri víða í Evrópu, kom ráðamönnum ekki til hug- ar að lækka háskólakröfur við samningu reglugerðar varðandi menntun og starfsskilyrði lækna í Efnahagsbandalagslöndunum, og kom ekki til greina að gera minni kröfur til læknisþekking- ar og hæfni en nú væri gert. En þegar farið var að semja drög að reglugerð um gagnkvæm réttindi h j úkrunarkvenna í þessum sömu löndum, voru rök- in fyrir því, að ekki þyrfti að gera miklar kröfur um bóklegt og verklegt undirstöðunám hjúkrunarkvenna, þau, að h j úkrunarkvennaskortur vær i mikill og stigmunur töluverður í löndunum núna í sambandi við grunnnám o. fl.

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.