Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 3

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 3
SAMSTADAN STYRKIR - SUNDR UNGIN VEIKIR Eftirfarandi ávarp flutti for- maöur HFÍ, Maria Pétursdóttir, á fékigsfundi 20. marz s.l. Sú hvöt lífvera að vilja halda sig í hópi er nefnd félagshvöt. Það að eiga félag við einhvern er að vera í nánum tengslum við hann. Félagsmaður er sam- herji, og félag er skipulagður hópur manna eða samherja. Nýlega kom fram í ritstjórn- arpistli Epione, sænska hluta tímarits finnsku hjúkrunar- stéttarinnar, sú skoðun, að hjúkrunarkonur haldi sérstak- lega vel saman í sínum hópi eða félagi. Innan heildarsamtaka stéttarinnar þarlendis eru 95% starfandi hjúkrunarkonur. I öðrum stéttum, þar sem konur eru í meirihluta, er aftur á móti félagsþátttakan nær 50% en 100%. Hjúkrunarfélag er kjara- mála- og hagsmunasamtök, en einnig faglegt stéttarsamband, og þar af leiðandi telja hjúkrun- arkonur, sem ekki eru starfandi um sinn við hjúkrunarstörf, sér það hagkvæmt að vera í stéttar- félaginu til að halda óslitnum tengslum við fagið. Stéttarsamtök finnskra hjúkrunarkvenna eru fjölmenn- asta stéttasambandið innan heilbrigðisþjónustunnar í Finn- landi. Það er sterkt afl í þjóð- félaginu, vegna góðrar sam- stöðu stéttarinnar. „Á tímum endurskoðunar og endurbóta á ýmsum sviðum, er varða heilbrigðismál og hjúkr- unarstörf, viljum við, að hlust- að sé á mál okkar, og þeim mun frekar er hlustað á hjúkrunar- konur, því samstilltari sem stéttarsamtök þeirra eru“, seg- ir í fyrrnefndum pistli. Það er ekki hægt að segja, að samstaða hjúkrunarkvenna á Norðurlönd- um sé eða hafi verið alltaf jafn- heilsteypt, en þó er það þannig, að í hverju landi er aðeins eitt hjúkrunarfélag, þar sem kjörin félagsstjórn hefur meginpart- inn af stéttinni bak við sig og þess vegna umboð, sem gagn er að. Þótt stundum hafi verið skiptar skoðanir og málefna- legur ágreiningur innan þessara hjúkrunarfélaga á Norðurlönd- um, en það er oft æskilegur afl- gjafi, þá hefur raunin orðið sú, að þeir, sem hafa verið kjörnir til stjórnunar hverju sinni, hafa haft umboð til þess að tala í nafni stéttarinnar í samskipt- um við stjórnvöld og ráðamenn. Aldrei hefur mér orðið betur ljóst, hversu mikils virði heild- arsamstaða er, en þegar ég sat fund fulltrúa hjúkrunarfélaga frá aðildarlöndum Efnahags- bandalagsins s.l. febr. og komst að þeirri niðurstöðu, að í ýms- um löndum eru mörg hjúkrun- arfélög, sem hafa ekkert sam- starf sín á milli, en keppa hvert við annað og veikja hvert ann- að, og veikja þá sérstaklega heildaráhrif stéttarinnar innan þjóðfélagsins. í harðri baráttu stétta og starfshópa er oft nógu erfitt að knýja fram hagsmunaatriði hjúkrunarstéttarinnar, þó að samstaðan sé góð. Rétt er að geta þess, að full- trúar á þessum nefndarfundi í París voru frá Ítalíu, Lúxem- búrg, Þýzkalandi, Frakklandi, Belgíu og Hollandi og frá þeim 4 löndum, sem sækja nú um að- ild að Efnahagsbandalaginu, þ. e. a. s. írlandi, Bretlandi, Nor- egi og Danmörku, einn frá hverju landi, en auk þess voru 3 áheyrnarfulltrúar, einn frá Alþjóðasambandi hjúkrunar- kvenna, einn frá Vestur-Evr- ópusambandi hjúkrunarkvenna, og ég var þar fyrir Norður- landasamvinnu hjúkrunar- kvenna. Það kom greinilega fram á þessum fundi, að þótt lækna- skortur væri víða í Evrópu, kom ráðamönnum ekki til hug- ar að lækka háskólakröfur við samningu reglugerðar varðandi menntun og starfsskilyrði lækna í Efnahagsbandalagslöndunum, og kom ekki til greina að gera minni kröfur til læknisþekking- ar og hæfni en nú væri gert. En þegar farið var að semja drög að reglugerð um gagnkvæm réttindi h j úkrunarkvenna í þessum sömu löndum, voru rök- in fyrir því, að ekki þyrfti að gera miklar kröfur um bóklegt og verklegt undirstöðunám hjúkrunarkvenna, þau, að h j úkrunarkvennaskortur vær i mikill og stigmunur töluverður í löndunum núna í sambandi við grunnnám o. fl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.