Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Side 9
Ingibjörg R. Magnúsdóttir
NÁM HEILBRIGÐISSTÉTTA
Ingibjörg R. Magnúsdóttir, deildarstjóri í heil-
brigðis- og tryggingamálaráSuneytinu, kynnir
hér nýja reglugerð um nám sjúkraliða.
Haustið 1965 fengu þrjú sjúkrahús leyfi heil-
brigðisyfirvalda til að halda námskeið í sjúkra-
hjálp. Það voru Fjórðungssjúkrahúsið á Akur-
eyri, St. Jósefsspítali að Landakoti og Klepps-
spítalinn. Nokkru síðar bættust Borgarspítalinn
og Landspítalinn í hópinn og haustið 1966
Sjúkrahús Akraness.
Reglugerð um sjúkrahjálp var gefin út af
dóms- og kirkjumálaráðuneytinu í nóv. 1965.
Þar var kveðið á um tilgang námsins, inntöku-
skilyrði, próf og einkunnagjöf, kostnað við nám-
skeið, laun nemenda og fleira. Námstími var
ákveðinn 8 mánuðir, námið var fyrst og fremst
verklegt, en bóknám um 80—100 stundir.
Á þessum árum hafa verið haldin 31 nám-
skeið og brautskráðir 359 sjúkraliðar alls. Það
skiptist þannig niður á sjúkrahúsin:
Rorgarspítalinn Námskeið 6 Sjúkro.liðar brautskr. 66
Fj órðungss j úkrahúsið á Akureyri 6 80
Kleppsspítalinn 5 36
Landakotsspítalinn 6 80
Landspítalinn 5 68
Sj úkrahús Akraness 3 29
Alls 31 359
í desember s.l. gaf heilbrigðis- og trygginga-
oiálaráðuneytið út nýja reglugerð um nám og
störf sjúkraliða. Þær breytingar, sem gerðar
v°i'u, eru þær, að námið er lengt úr 8 mánuðum
UPP í 1 ár og bóknám verður nú um 208 stundir
ulls. Nýjum námsgreinum var bætt við, svo sem
sálarfræði og sjúkdómafræði, og aðrar auknar.
Hin nýja reglugerð var send sjúkrahúsum og
hjúkrunarheimilum, en þó þykir mér rétt að
birta hana hér í heild.
Stj.tíð. B, nr. 254/1971.
Reglugerð um nám og störf sjúkraliða
I. KAFLI
Markmið og stjórn sjúkraliðaskóla.
1. gr.
Samkvæmt reglugerð þessari og með leyfi
ráðherra er deildaskiptum sjúkrahúsum heimilt
að starfrækja sjúkraliðaskóla.
2. gr.
Hlutverk skólans er að kenna fólki einföld
hjúkrunarstörf, er það síðan vinnur undir
stjórn hjúkrunarkvenna.
3. gr.
Forstöðukona sjúkrahússins er skólastjóri
skólans og ber ábyrgð á honum gagnvart heil-
brigðisráðuneytinu.
II. KAFLI
Inntökuskilyrði.
4. gr.
Inntökuskilyrði skólans eru:
1. Umsækjandi skal vera fulh-a 18 ára.
2. Umsækjandi skal hafa lokið lokaprófi skyldu-
námsins.
3. Umsækjandi skal vera heilsugóður andlega
og líkamlega.
5. gr.
Umsóknir um skólavist skal senda foi’stöðu-
konu.
Umsókn skal fylgja:
1. Staðfest afrit af prófskírteini.
2. Læknisvottorð.
3. Sakavottorð.
4. Meðmæli (vinnuveitanda eða skólastjóra).
III. KAFLI
Námstími og námsefni
6. gi’.
Námstími skólans skal vera 1 ár, þar með
talið sumarleyfi.
Námið er bæði bóklegt og verklegt. í byrjun
TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 43