Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Qupperneq 17
því að bregðast fljótt við, ef
rafmagn bilar.
Eins og sjá má af myndun-
um, eru allmörg stjórntæki og
mælar og virðist flókið við
fyrstu sýn, en er í rauninni
fljótlært, þegar menn hafa gert
sér grein fyrir því, hvernig
vélin vinnur.
Sérstök stjórntæki eru fyrir
öndunarhraða og þrýsting. Þá
eru kranar, sem skammta loft-
magn, súrefnismagn og glað-
loft. Mælir sýnir þrýsting í önd-
unarfærum, og „spirometer"
sýnir magn það af lofti eða loft-
blöndu, sem sjúklingurinn fær
á mínútu hverri.
öryggisventill varnar því, að
allt of hár þrýstingur verði í
öndunarfærum, og hljóðmerki
heyrast, ef sjúklingurinn fer úr
sambandi við vélina.
Sérstakur úðari heldur raka
í öndunarfærum sjúklingsins.
Einnig má tengja hátíðniúðara,
ef þurfa þykir. Er það litli kass-
inn, sem sést ofan á vélinni á
mynd 1.
Mjög lítið heyrist í vélinni,
þegar hún er í gangi, og truflar
hún bví ekki aðra sjúklinga eða
starfsfólk.
Langflestir hlutar vélarinnar
eru sótthreinsaðir í sótthreins-
unarofni við 120° hita í hálf-
tíma, og er vélin tekin í sund-
ur, eins og sést á mynd 2. Nokk-
ur nákvæmnisvinna er við sam-
setningu vélarinnar eftir sótt-
hreinsun, en mjög góðar hand-
bækur fylgja. □
Efri mynd:
Engström öndunarvél.
Neöri mynd:
Öndunarvélin sundurtekin og
tilbúin til sótthreinsunar.
-----------------.----------------------------- TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 51