Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 36

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 36
NÁMSKEIÐ FYRIR DEILDAR' HJÚKR UNAR' KONUR FræSsluviálanefnd Hjúkrunarfélags íslands gekkst fyrir því, dS haldid var námskei'ö fyrir deitdar- ' hjúkrunarkonur dagana 31. janúar—18 febrúar 1972 aö Hótel Loftleiöum. Er þetta annaö námskeiö sinnar teg- undar, en hiö fyrra var haldiö aö Hallveigarstööum dagana 19. apríl — 8. maí 1971. Af þessu tilefni hringdi ritstjórnin til nokkurra þátttakenda og átti viö þá stutt spjall. Elsa Kemp, aðstoðarforstöðu- kona, Vífilsstöðum. Álítur þú, aö slíkt námskeiö sem þetta sé mikill ávinningur fyrir stéttina? Já, það tel ég-. Þarna voru kynntar ýmsar stofnanir, og var það mjög jákvætt, t. d. má nefna Félagsmálastofnunina og Tryggingastofnunina. Að nám- skeiðinu loknu höfum við meiri möguleika á að kynna þessar stofnanir fyrir sjúklingum og svara fyrirspurnum þeirra. Einnig fannst mér mjög fræð- andi að heimsækja sjúkrahúsin, t. d. Kleppsspítalann. Þangað hafði ég ekki komið, síðan ég var nemi, og þar hafa orðið geysilegar breytingar til hins betra. Námstímarnir um stjórn- un almennt og stjórnun sjúkra- deilda voru mjög fræðandi og eiga eflaust eftir að koma að góðu haldi. Kom námskeiöiö þér á óvart? Það voru nokkrar hjúkrunar- konur héðan, sem sótt höfðu fyrra námskeiðið, og voru þær búnar að kynna þetta fyrir okk- ur, þannig að ég get ekki sagt, að námskeiðið hafi komið mér á óvart. Er eitthvaö, sem þú vildir gagnrýna? Mér fannst allt námsefnið, sem tekið var fyrir, koma að miklu gagni, og hefði ekkert af því mátt missa sig. Mundir þú sækja hliöstætt námskeiö, ef kostur væri á? Já, mjög gjarnan, ef ég hefði tækifæri til. Hvaö er þér efst í huga aö námskeiöinu loknu? Mér er efst í huga, hversu mikil undirbúningsvinna liggur að baki, og álít þetta gífurlega mikið framtak af hálfu þeirra, sem að námskeiðinu stóðu, og að sjálfsögðu er ég mjög þakk- lát fyrir að hafa haft tækifæri til þátttöku. Lilja Harðardóttir, yfirhjúkr- unarkona, Slysavarðstofu Borg- arspítalans. Telur þú, aö slík námskeiö eigi aö halda reglulega? Já, a. m. k. einu sinni á ári, og þá væri æskilegt að gefa fleiri en deildarhjúkrunarkon- um kost á að sækja námskeiðin. Þetta er mjög góður undirbún- ingur fyrir þær, sem síðar taka að sér störf deildarhjúkrunar- kvenna. Þessi tvö námskeið, sem haldin hafa verið, hafa ljóslega sýnt áhuga hjúkrunar- kvenna á slíkri fræðslu. Kom námskeiöiö þér á óvart? Já, mér fannst námskeiðið vera yfirgripsmeira en ég bjóst 66 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.