Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 40

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Blaðsíða 40
VINNUVÖKUÁLA G 1 BARNSB URÐARFRÍI Ár 1972, föstudaginn 3. marz, var á bæjarþingi Reykjavíkur í málinu nr. 2674/1971, Kristín Þorsteinsdóttir gegn fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs, kveðinn upp svohljóðaandi d ó m u r : Mál þetta, sem dómtekið var fimmtudaginn 2. marz, hefur Kristín Þorsteinsdóttir, deildar- hj úkrunarkona, H j allabrekku 15, Kópavogi, höfðað fyrir bæj- arþinginu með stefnu birtri hinn 20. apríl 1971 á hendur fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs til greiðslu á vangoldnu vökuvinnuálagi, samtals að fjár- hæð kr. 5.171,50, ásamt 7% árs- vöxtum frá 9. marz 1969 til greiðsludags, auk málskostn- aðar samkv. gjaldskrá L.M.F.l. Stefnandi hefur látið sækja þing og gert þá kröfu, að kröf- um sóknaraðila verði hrundið. Sáttaumleitanir hafa engan árangur borið. Atvik máls þessa eru þau, að stefnandi réðst sem hjúkrunar- kona að Kleppsspítalanum í Reykjavík í júní 1966. Hún er nú deildarhjúkrunarkona. Sem slík tók hún í fyrstu laun sam- kvæmt 17. launaflokki kjara- samninga opinberra stai’fs- manna, en eftir 1. janúar 1971 tekur hún laun samkvæmt 19. launaflokki. Stefnandi hefur unnið á vinnuvökum og fær því 33% álag á þann hluta launa, sem greiddur er fyrir unnin störf á þeim tíma, sem fellur utan venjulegs dagvinnutíma, svo sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 10. gr. kjaradóms frá 30. nóvember 1967, sbr. nú 12. gr. kjarasamninga opinberra starfsmanna frá 19. desember 1970. Stefnandi fékk barnsburð- arfrí tímabilið 9. 12. 1968 — 9. 3. 1969. í barnsburðarfríinu fékk hún greidd hin föstu mánaðarlaun, sem hún á lög- varðan rétt til skv. 11. gr. reglu- gerðar nr. 87/1954 um orlof og veikindaforföll starfsmanna ríkisins. Hins vegar fékk hún ekki greitt vökuvinnuálag það, sem hún telur sig annars hafa fengið. Álagstímar hjúkrunar- konu þeirrar, sem leysti stefn- anda af í barnsburðarfríinu, voru 163,5 klst. og er hver klst. reiknuð á kr. 31.63. Samtals gerir þetta kr. 5.171,50, sem er stefnufjárhæðin í máli þessu. Stefnandi kveður ágreining- inn í máli þessu vera einvörð- ungu sprottinn af því, hvaða skilning beri að leggja í hug- takið: „Full laun“, skv. 11. gr. reglugerðar nr. 87/1954 um or- lof og veikindaforföll starfs- manna ríkisins. Stefnandi telur, að skilja beri þetta hugtak á þann veg, þegar um vinnuvöku- fólk er að ræða, eins og hana, að það taki ekki einvörðungu til þessara svokölluðu föstu mán- aðarlauna heldur einnig til vökuvinnuálagsins. Til rök- stuðnings fyrir þessum skiln- ingi bendir sóknaraðili á dóm Hæstaréttar í málinu: Jón ís- feld Guðmundsson gegn fjár- málaráðherra f. h. ríkissjóðs í dómasafni Hæstaréttar 1966, bls. 266. Þá vekur hún athygli á því, að sjúkraliðar og hjúkrunar- konur hjá Reykjavíkurborg haldi vökuvinnuálaginu í barns- burðarfríum. Varnaraðili hefur synjað stefnanda um kröfu hennar. Kveðst hann vera sammála sókn- araðila um þá skoðun, að greiða eigi „full laun“ til konu í barns- burðarleyfi. Hins vegar telur hann það ljóst, að verkstjórn- andi hafi það í hendi sér, að þau „fullu laun“ verði þau sömu og „föst laun“. Vísar varnaraðili í þessu sam- bandi til kjaradóms frá 30. nóv. 1967 um vinnutilhögun vakta- vinnu. f 9. gr. kjaradóms segir svo: „Þar sem unnið er á reglu- bundnum vinnuvökum, skal varðskrá, er sýni vinnutíma hvers starfsmanns, samin fyrir- fram fyrir a. m. k. einn mánuð í senn.“ Nú sé það svo, að for- föll af völdum barnsburðar verði séð með nokkurra mánaða fyrirvara, gagnstætt því, sem yfirleitt gildi um veikindafor- föll. Hafi verkstjórnandi því í hendi sér með nokkurra mánaða fyrirvara, hvernig hann semur varðskrá þá þrjá mánuði, sem barnsburðarleyfið stendur yf- ir. Sem hagsmunagæzlumaður stofnunar myndi verkstjórn- andi að sjálfsögðu skrá konu, sem er í barnsburðarleyfi, í dag- vinnu, teldi hann slíka skrán- ingu hafa áhrif til takmörkun- ar útgjalda stofnunarinnar. Stefnandi hefur komið fyrir dóm. Hún kvaðst sjálf skipu- leggja vinnutilhögun hjúkrun- arkvenna á sinni deild. Hún sagði, að á þeim tíma, sem um ræðir í málinu, hafi þær aðeins verið tvær, hún og önnur til, sem hafi unnið 75% af fullri vinnu. Hún segir, að áður en hún fór í fríið, hafi hún tekið sumarfrí sitt. Það hafi byrjað um mánaðamótin október-nóv- ember og staðið þar til barns- burðarfríið hófst. Hún taldi erf- itt að skipuleggja vinnutilhögun lengur en fjórar vikur í einu. 70 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.