Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Qupperneq 40

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Qupperneq 40
VINNUVÖKUÁLA G 1 BARNSB URÐARFRÍI Ár 1972, föstudaginn 3. marz, var á bæjarþingi Reykjavíkur í málinu nr. 2674/1971, Kristín Þorsteinsdóttir gegn fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs, kveðinn upp svohljóðaandi d ó m u r : Mál þetta, sem dómtekið var fimmtudaginn 2. marz, hefur Kristín Þorsteinsdóttir, deildar- hj úkrunarkona, H j allabrekku 15, Kópavogi, höfðað fyrir bæj- arþinginu með stefnu birtri hinn 20. apríl 1971 á hendur fjármálaráðherra f. h. ríkis- sjóðs til greiðslu á vangoldnu vökuvinnuálagi, samtals að fjár- hæð kr. 5.171,50, ásamt 7% árs- vöxtum frá 9. marz 1969 til greiðsludags, auk málskostn- aðar samkv. gjaldskrá L.M.F.l. Stefnandi hefur látið sækja þing og gert þá kröfu, að kröf- um sóknaraðila verði hrundið. Sáttaumleitanir hafa engan árangur borið. Atvik máls þessa eru þau, að stefnandi réðst sem hjúkrunar- kona að Kleppsspítalanum í Reykjavík í júní 1966. Hún er nú deildarhjúkrunarkona. Sem slík tók hún í fyrstu laun sam- kvæmt 17. launaflokki kjara- samninga opinberra stai’fs- manna, en eftir 1. janúar 1971 tekur hún laun samkvæmt 19. launaflokki. Stefnandi hefur unnið á vinnuvökum og fær því 33% álag á þann hluta launa, sem greiddur er fyrir unnin störf á þeim tíma, sem fellur utan venjulegs dagvinnutíma, svo sem mælt er fyrir um í 2. mgr. 10. gr. kjaradóms frá 30. nóvember 1967, sbr. nú 12. gr. kjarasamninga opinberra starfsmanna frá 19. desember 1970. Stefnandi fékk barnsburð- arfrí tímabilið 9. 12. 1968 — 9. 3. 1969. í barnsburðarfríinu fékk hún greidd hin föstu mánaðarlaun, sem hún á lög- varðan rétt til skv. 11. gr. reglu- gerðar nr. 87/1954 um orlof og veikindaforföll starfsmanna ríkisins. Hins vegar fékk hún ekki greitt vökuvinnuálag það, sem hún telur sig annars hafa fengið. Álagstímar hjúkrunar- konu þeirrar, sem leysti stefn- anda af í barnsburðarfríinu, voru 163,5 klst. og er hver klst. reiknuð á kr. 31.63. Samtals gerir þetta kr. 5.171,50, sem er stefnufjárhæðin í máli þessu. Stefnandi kveður ágreining- inn í máli þessu vera einvörð- ungu sprottinn af því, hvaða skilning beri að leggja í hug- takið: „Full laun“, skv. 11. gr. reglugerðar nr. 87/1954 um or- lof og veikindaforföll starfs- manna ríkisins. Stefnandi telur, að skilja beri þetta hugtak á þann veg, þegar um vinnuvöku- fólk er að ræða, eins og hana, að það taki ekki einvörðungu til þessara svokölluðu föstu mán- aðarlauna heldur einnig til vökuvinnuálagsins. Til rök- stuðnings fyrir þessum skiln- ingi bendir sóknaraðili á dóm Hæstaréttar í málinu: Jón ís- feld Guðmundsson gegn fjár- málaráðherra f. h. ríkissjóðs í dómasafni Hæstaréttar 1966, bls. 266. Þá vekur hún athygli á því, að sjúkraliðar og hjúkrunar- konur hjá Reykjavíkurborg haldi vökuvinnuálaginu í barns- burðarfríum. Varnaraðili hefur synjað stefnanda um kröfu hennar. Kveðst hann vera sammála sókn- araðila um þá skoðun, að greiða eigi „full laun“ til konu í barns- burðarleyfi. Hins vegar telur hann það ljóst, að verkstjórn- andi hafi það í hendi sér, að þau „fullu laun“ verði þau sömu og „föst laun“. Vísar varnaraðili í þessu sam- bandi til kjaradóms frá 30. nóv. 1967 um vinnutilhögun vakta- vinnu. f 9. gr. kjaradóms segir svo: „Þar sem unnið er á reglu- bundnum vinnuvökum, skal varðskrá, er sýni vinnutíma hvers starfsmanns, samin fyrir- fram fyrir a. m. k. einn mánuð í senn.“ Nú sé það svo, að for- föll af völdum barnsburðar verði séð með nokkurra mánaða fyrirvara, gagnstætt því, sem yfirleitt gildi um veikindafor- föll. Hafi verkstjórnandi því í hendi sér með nokkurra mánaða fyrirvara, hvernig hann semur varðskrá þá þrjá mánuði, sem barnsburðarleyfið stendur yf- ir. Sem hagsmunagæzlumaður stofnunar myndi verkstjórn- andi að sjálfsögðu skrá konu, sem er í barnsburðarleyfi, í dag- vinnu, teldi hann slíka skrán- ingu hafa áhrif til takmörkun- ar útgjalda stofnunarinnar. Stefnandi hefur komið fyrir dóm. Hún kvaðst sjálf skipu- leggja vinnutilhögun hjúkrun- arkvenna á sinni deild. Hún sagði, að á þeim tíma, sem um ræðir í málinu, hafi þær aðeins verið tvær, hún og önnur til, sem hafi unnið 75% af fullri vinnu. Hún segir, að áður en hún fór í fríið, hafi hún tekið sumarfrí sitt. Það hafi byrjað um mánaðamótin október-nóv- ember og staðið þar til barns- burðarfríið hófst. Hún taldi erf- itt að skipuleggja vinnutilhögun lengur en fjórar vikur í einu. 70 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.