Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Qupperneq 45

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.07.1972, Qupperneq 45
FRÉTTIR og TILKYMR Hjúskapartilkynnlngar. Rannveig S. Ólafsdóttir og Árni Sören- sen. Sigríður Snæbjörnsdóttir og Sigurður Guðinundsson. Guðrún Ólafsdóttir og Sigurjón Ey- steinsson. Ólafía Pálsdóttir og Arnar H. Guð- jónsson. Erna B. Sigurðardóttir og Helgi Hjálrn- arsson. Ágústa Jónsdóttir og Þórliallur Þor- valdsson. Erna G. Sigurjónsdóttir og Gunnar L. Björnsson. Dórothea Sigurjónsdóttir og Hilniar Karlsson. Erla Friðriksdóttir og Halldór Jónas- son. Alniemiur fólagsfundur HFI var haldinn mánudaginn 20. marz s. I. í Súlnasal Hótel Sögu. Fundarefni: 1. Nýir félagar teknir inn. 2. Kosning fulltrúa á þing SSN. 3. Uniræður uin samstarf hjúkrunar- kvenna og neina á deildunuin. Lilja Óskarsdóttir stjórnaði umræðunum. 34 nýútskrifaðar hjúkrunarkonur voru tekiiar inn í HFI. Forinaður ávarpaði hina nýju félaga og bauð þá velkomna. Síðan fór frani kosning fulltrúa á þing SSN. Kosnir voru söinu fulltrúar og sátu á s. I. þingi. Því næst fóru frani umræður uni samstarf hjúkrunarkvenna og nema. Þátttakendur í uniræðunum voru fyrir liönd hjúkrunarkvenna: Lilja Óskars- dóttir deildarhjúkrunarkona, Landspítal- anuin, og Sigríður Júlíusdóttir, lijúkr- unarkona, Landspítalanuni. Fyrir hönd lijúkrunarnenia: H. Jóhanna Steinþórs- dóttir, nýútskrifuð hjúkrunarkona, Mar- grét Gunnarsdóttir hjúkrunarneini, Björg Ólafsdóttir hjúkrunarnenii, Ólína Torfa- dóttir hjúkrunarnemi og Helga Einars- dóttir lijúkrunarnemi. Yniislegt har á góma í uniræðum þess- um og virtist ýmsu áhótavant í sam- starfinu. Margvíslegar fyrirspurnir komu frá nemunum, sem dæmi má nefna: Hvernig getur hjúkrunarkonan hreytt störfuin sínum, til að nemandiun fái seni mest út úr námi sínu og starfi á deildum? Heldur voru hjúkrunarkonur tregar við að koma upp og svara fyrir- spurnum. Þeim til afsökunar má kannski segja, að auðveldara sé að draga gall- ana og það, sem miður fer, frain í dags- ljósið, en erfiðara að koma ineð hald- góð ráð til úrbóta, enda varð raunin sú, að lítið kom af góðum ráðum frá nemunum. Móttaka neinans á deild og einkunnaseðillinn voru rædd m. a. Gerði Sigríður Eiríksdóttir hjúkrunarkona það að tillögu sinni, að skipuð yrði þriggja manna nefnd til að endurskoða ein- kunnaseðilinn. Uinræðurnar urðu allfjörugar undir lokin, og urðu niargir nemar til að taka til máls. Einstaka sýndi viðleitni við að nefna það, sem þær gátu verið ánægðar með, eins og góða tíma og til- sögn á suniuni deildum. Vonum við, að einhver megi hafa gagn af umræðum þessum, en auðséð var, að efnið liefði mátt ræða töluvert lengur en tímiiin leyfði á þessum fundi. Al|ijói>a lijúkrunarkveimadagurimi. Hinn 12. inaí 1972 eru liðin 152 ár frá fæðingu Florence Niglitingale. Hjúkr- unarfélög í niörgum löndum lialda þenn- an dag hátíðlegan til minningar um Florence Nightingale, sem lagði grund- völlinn að nútíniahjúkrun, og einnig lialda þau liann hátíðlegan til minningar um brautryðjendur lijúkrunarstéttarinnar í heimalöndum sínuin. Arið 1965 samþykkti framkvæmda- stjórn ICN, að 12. maí skyldi vera al- þjóðlegur hjúkrunarkvennadagur. I tilefni þessa dags liefur ICN lagt fram tillögu um efni, sem hin ýmsu hjúkrunarfélög geta síðan haft sem uppi- stöðu í dagskrá á alþjóða lijúkruuar- kvennadaginn í viðkomandi landi. AHaldagskrárefni þetta ár mun fjalla um hlutverk hjúkrunarkonunnar í stefnu- niótun og áætlunargerð innan heilbrigðis- þjóiiustunnar. GRÍSK HJÚKR UNARKONA HEIMSÆKIR ÍSLAND Gríska hjúkrunarkonan Vasiliki Georg- opoulou jrá Larissa kom hingaS til lands 26. marz. Hún var á vegum Al- þjóðalieilhrigðismálastofnunarinnar og dvaldist hér eina viku til að kynna sér ýmsa þætti hcilbrigðismála hér á landi. Heimsótti hún Reykjalund, Heilsu- verndarstöð Reykjavikur, Hjúkrunar- skóla íslands, Leitarstöð Krahbameinsfé- lags Islands, Rannsóknarstöð Hjarta- verndar, Landspítalann og Borgarspítal- ann. Hingað kom hún frá Englandi og fór liéðan sömu erinda til Noregs og Finnlands. Vasiliki Georgopoulou er yfirhjúkrun- arkona heilsuverndarstöðvar Larissa, en undir hennar stjórn starfa 20 heilsu- veriidarhjúkrunarkonur. Hún lauk hjúkrunarnámi árið 1960 við hjúkrunarskólann, sem Evangelismos- spítalinn í Aþenu rekur, en það er ann- ar hezti hjúkrunarskóli Grikklands. Hinn er skólinn, sem Rauði kross Grikklands starfrækir, en alls eru 9 hjúkrunarskólar í Grikklandi. Allir eru þeir þriggja ára skólar, en til viðbótar er krafizt eins árs starfstíma, áður en nemendur fá full réttindi sem hjúkrunarkonur. At- hyglisvert er, að í Grikklandi er krafizt undirhúningsmenntunar, er samsvarar stúdentsprófi liér. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 75

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.