Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Qupperneq 5

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Qupperneq 5
þátt í rannsóknum og, í samvinnu við heilbrigðisyfirvöld, aðstoða samfé- lagið til þess að bæta lífs- og starfs- skilyrði einstaklinganna. Einnig var gerð samþykkt um hlut- deild hjúkrunarfræðingsins í með- ferð á pólitískum föngum og afbrota- föngum, þar sem sérstök áhersla er lögð á það, að skyldur hans séu fyrst og fremst við skjólstæðing hans og að honum heri að taka til þeirra ráða sem við eiga, verði hann þess á- skynja að fangar séu beittir ómann- úðlegri meðferð. Fulltrúafundurinn samþykkti að hækka árgjöld til ICN en þau hafa verið óbreytt s. 1. 13 ár. Hækka þau úr 1.50 í 2.20 svissn. fr. á hvern fé- laga. Akveðið var aS höfuðviðfangsefni ICN þingsins í Tokyo árið 1977 yrði: „New Horizons for Nursing“. Einnig var ákveðið að veita hjúkr- unarnemum aðstöðu til þess að halda fund í Tokyo í sambandi við þingið. Ákveðið var að næsti fulltrúa- fundur ICN árið 1979 yrði haldinn í Nairobi í Kenya og að þing ICN 1981 yrði í Kansas City, Missouri í Bandaríkjunum. Eg læt þessa upptalningu nægja hér, en get þó ekki látið hjá líða, svona í lokin, aS minnast á það, að mikill einhugur og samvinnuvilji var ríkjandi á þessum fundi, sem var afar lærdómsríkur og fundarstjórn forseta samtakanna, Dorothy Corne- lius, var aS allra mati alveg einstök. tímarit hjúkrunarfélags íslands 3

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.