Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Síða 10

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Síða 10
Hjúkrun brunasjúklíngs Lilja Óskarsdóttir hjúkrun- arfræðingur þýddi og tók saman eftirfarandi grein um hjúkrun brunasjúklings. Orsök Orsakir fyrir bruna geta verið margs konar, t. d. eldur, gufa, sjóð- andi vatn, heilir hlutir, rafmagn, geislabruni (sól, röntgen) eða kem- isk efni (sýra, lútur). Meira en helmingur brunasjúklinga er börn undir skólaaldri. Hjá fólki 15-60 ára eru vinnuslys algengust, en hjá eldri en 60 ára eru slys í heimahús- um algengust. Stig bruna I. stigs bruni er vægastur. Hann nær aðeins til yfirhúSarinnar, epi- dermis. Nokkur dauSi á frumum get- ur átt sér staS, fitu-, hár- og svita- kirtlar geta skaddast. Einkenni: roSi, hjúgur og sviSi. Lítil ígerSarhætta (infectionshætta). Grær án sérstakr- ar meSferSar á skömmum tíma. II. stigs bruni skiptist í djúpan og grunnan. A. Grunnur bruni: yfirhúS lyftist frá leSurhúS og blöSrur myndast. Einkenni annars þau sömu og viS I. stigs bruna. Grær á 2-3 vikum. Ör- myndun ekki sérstakt vandamál. B. Djúpur bruni: grær á 3-8 vik- um og töluverS ör myndast. Sýking (infection) í djúpum II. stigs bruna getur orsakaS sama ástand í vef og III. stigs bruni. III. stigs bruni. Öll lög húSarinn- ar skaddast eSa eySileggjast og þarf ávallt að flytja og græSa skinn (transplantation). — Grær ekki á skemmri tíma en 6-12 vikum. Ef um smábletti er aS ræSa, t. d. rafmagns- bruna er bletturinn yfirleitt skorinn burtu strax (debrideraSur), síSan er flutt skinn á og grætt (transplanter- aS). Grær á 12-14 dögum, ef sýk- ing (infection) verSur ekki. III. stigs bruni getur veriS mjög mikiS vandamál bæSi frá starfrænu (functionel) og fegurSarsjónarmiSi (cosmetisku) séS. Undirbúningur móttökunnar Stofan: - Hún þarf aS vera eins- manns og helst meS einangrunaraS- stöSu. Æskilegt er aS vifta sé í her- berginu, því þurrt loft á góSri hreyf- ingu er taliS mjög gott. Allir aukahlutir eru fjarlægSir úr stofunni og séS um aS allt sé hreint og aS hlýtt sé í stofunni (18—21°C). Rúmið þarf aS vera meS góSum botni og dýnan þarf aS vera stinn og góS. Rafmagnsdýna (loftdýna) er nauSsynleg þar sem þessir sjúkling- ar I'ggj3 svo þungt og lengi aS mikil hætta er á legusárum. Allir koddar, sem nota þarf, þurfa aS vera meS plasti utanum til hlífSar. Æskilegt er aS búa rúmiS upp meS einnota sótthreinsuSum (steril- um) lökum og koddaverum. Ef þaS er ekki hægt skal nota sótthreinsuS (steril) lök (taulök). E. t. v. er not- aSur sótthreinsaSur (steril) „bruna- svampur“ eSa metalin næst sárun- 8 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.