Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Side 41

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Side 41
Nitrofuratoin, Nalidixinsýra, Cephaloridin (ef gefa þarf frusemid eða etakrinsýrur með), Chloramphenicol og Trimetroprim-sulfamethoxazol. F. Verkunarháttur Sýklalyfjum má skipta í 2 flokka eftir því hvort þau geta drepið sýkil eða einungis heft vöxt hans: 1. Sýkladrepandi (bacteriocid): Penicillin, allar teg- undir, Cephalosporin, Kanamycin, Gentamycin, Polymixin, Colistin, Trimethoprim-sulfamethoxazol, Fucidin. Sé magn þessara lyfja í blóði lágt, getur verkunin orðið einungis sýklaheftandi. 2. Sýklaheftandi (bacteriostatisk): Öll hin, þó geta sum verið sýkladrepandi gegn einstökum sýklum ef magn þeirra er mjög mikið t. d. erythromycin. Við sumar tegundir sýkingar er æskilegt eða óhjá- kvæmilegt að nota sýkladrepandi lyf. Dæmi: Hjarta- þelsbólga, meiri háttar sýking í blóði, beinasýking, nýrnasýking, sýkingar í fólki með hvítblæði, lymphoma eða útbreitt krabbamein og fólki á sterum, í geislun eða á öðrum immunosuppressiv lyfjum, sýkingar í nýfædd- um börnum og hjá mjög gömlum einstaklingum. Sýklaheftandi og sýkladrepandi lyf notuð samtímis geta hæglega dregið hvert úr verkunum annars, imdan- tekning er þó penicillin -j- sulfa. Best er að nota ein- ungis eitt sýklalyf í einu og þá með sem þrengsta verk- un miðað við yfirstandandi sýkingu. Segja má að því breiðari sem verkunarsvið þess lyfs eða lyfja er sem sjúklingur fær og því langvinnari sem notkunin er því meiri hætta er á að öllum eðlilegum hakteríugróðri líkamans verði útrýmt og þá taki sér hólfestu sýklar með aukna lyfjamótstöðu eða sveppir. G. Gjöf fleiri en eins sýklalyfs samtímis í ýmsum tilvikum er réttlætanlegt og nauðsynlegt að gefa fleiri en eitt sýklalyf samtímis: 1. Til að ná með samverkun sýkladrepandi verkun (Trimeth./sulfa). 2. Um er að ræða fleiri en einn sýkil með mismunandi næmi. 3. Til að tefja fyrir að lyfjamótstaða myndist (óhjá- kvæmilegt við m. tuberc.). 4. Lyfið sem við á hefur hættulegar aukaverkanir í háum skömmtum og eru þá notaðir lægri skammtar af því en öðru lyfi bætt við sem hefur minni auka- verkanir. 5. I byrjun meðferðar á svæsinni, óþekktri sýkingu. H. Orsakir árangurslausrar meðferðar Sýklalyf þurfa vissan tíma til að ná verkun sem kem- ur kliniskt í ljós, oftast a. m. k. 1-2 sólarhringa. Ber að öðru jöfnu að varast að skipta of ört um lyf þar eð meðferð getur þá oröið alveg gagnslaus. Nái meðferð ekki tilætluðum árangri ber að athuga: Hvort sjúklingur hafa tekið lyfið. Hvort hann hafi tekið það í réttum skömmtum. Hvort lyfið hafi ekki frásogast vel, t. d. vegna uppkasta, niðurgangs, máltíða eða sjúklegs ástands meltingar- vegar. Hvort lyfið hafi ekki komist að hinum sýkta stað t. d. lokaðri ígerð. Hvort sýni hafi verið skakkt tekið eða næmispróf ekki rétt. Hvort lyfið hafi eyðilagst í líkamanum vegna áhrifa sýkla (penicillinasi). Hvort sýrustig þvags sé hæfilegt miðað við viðkomandi lyf (mandelamin, streptomycin). Hvort 2 lyf gefin samtímis séu að draga úr verkunum hvors annars. Hvort um sýkingu af ónæmum sýklum (t. d. veirum) sé að ræða eða hita af öðrum orsökum en sýkingum. Hvort sýklar hafi vaxið upp með mótstöðu gegn við- komandi lyfi eða sýklagróður líkamans hafi raskast svo að það hafi leitt til sýkingar (superinfektion). I. Varnandi meðferð Notkun sýklalyfja til að koma í veg fyrir hugsanleg- ar sýkingar á lítinn rétt á sér og er nú í flestum tilvik- um fordæmd þar eð hún getur raskað eðlilegum sýkla- gróðri líkamans og gefið fótfestu sýklum með mót- stöðu gegn þeim lyfjum sem verið er að nota. I vissum tilvikum á slík meðferð þó rétt á sér s. s. á undan aðgeröum hjá fólki með hjartalokugalla. Nota skal lyfið í sem stystan tíma. Eigi t. d. að framkvæma tanndrátt eða tannaðgerð hjá slíkum sjúklingi skal gefa honum benzylpenicillin 1 mill. ein. % klst. fyrir aðgerðina og halda svo áfram með fenoxmethyl penic- illintöflur næstu 2-3 daga. Sé sjúklingur ofnæmur fyrir penicillini eða hafi hann fengið það dagana á undan, skal gefa honum inj. cephaloridin 500 mg þó klst. fyrir aðgerð eða erythromycin í stórum skömmtum. Við að- geröir á þvagvegum og innyflum er ráðlagt að gefa þessum sjúklingum inj. ampicillin fyrir aðgerö og halda síðan áfram með sama lyf per os í stuttan tíma. Sumir telja rétt að nota ampicillin á sama hátt við fæöingar hjá konum með hj artalokugalla. Langvinn varnandi meðferð er stundum nauðsynleg TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 35

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.