Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Page 42

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.03.1976, Page 42
t. d. til aö hindra sýkingu með hemolytiskum strep- tokokkum hjá fólki sem hefur fengið gigtsótt og til að koma í veg fyrir endurteknar nýrnasýkingar hjá börn- um og fullorðnum með galla á þvagvegum. Talið er rétt að gefa benzyl penicillin á undan aðgerð eða aflimun á ischemiskum útlimum til að forðast clostridiasýkingu. Sé varnandi meðferð ákveðin á undan aðgerð er höfuðatriði að miða lyfið við þann sýkil sem mestar líkur eru á að geti komið í aðgerðarstaðinn. Lyfið má ekki gefa fyrr en rétt áður en aðgerðin hefst svo að ekki sé búið að ala upp sýkil með mótstöðu gegn við- komandi lyfi þegar hún fer fram. Óhyggilegt er yfirleitt talið að nota hreiðvirk sýklalyf til varnandi meðferðar. J. Sýklalyf fyrir börn, þungaðar konur og gamalt fólk 1. Börn Skammtur sýklalyfs er yfirleitt miðaður við þunga, þ. e. ákveðið magn lyfs á kíló líkamsþyngdar á sólar- hring. Sérstaka aðgæslu þarf við skammtastærð sýklalyfja hjá fyrirburðurn og nýfœddum börnum þar eð hvorki lifur þeirra né nýru hafa náð fullri hæfni til að brjóta niður og skilja út lyf. Þess vegna er hætta á að magn lyfja í blóði þeirra verði of hátt nema skammtar séu því lægri. Chloramphenicol er þeim sérlega hættulegt þar eð skortur á glucuronyl-transferasa í lifur veldur því að lyfið hleðst upp í hlóði og getur valdið lífshættulegu ástandi (Grey syndrome). Sulfalyf, einkum þau langvirku, eru þeim einnig hættuleg þar eð nýrnaútskilnaður er hægur og er þá hætta á að lyfin bindist albumeni í plasma í svo miklu magni að bilirubin komist ekki að á þessum binding- um og magn þess hækki þá svo í blóði að heilaskemmd- ir verði (Kernicterus). Langvirh sulfalyf eru lengur hundin í plasma en stuttvirk. Þau valda öðrum sulfalyfjum fremur lífs- hættulegu formi af ofnæmi (Steven Johnson syndrome) sem virðist algengara hjá börnum en fullorðnum. Er því ráðið frá að nota langvirk sulfalyf fyrir börn al- mennt. Tetracyldin sest í bein og tennur í vexti og getur bæði dregið úr beinvexti og tannvexti, litað tennur (gular eða hrúnar) svo að til lýta sé og valdið veiklun í upp- byggingu tanna þannig að þær molni af minna tilefni en venjulegar tennur. Þessi aukaverkun er mismikil eftir tegundum tetracyklinlyfja og magni því sem barn- ið fær en yfirleitt er ráðið jrá að nota allar tetracyhlin- tegundir þar til fullorðinstennur eru vaxnar. 2. Þungaðar konur Allar lyfjagjafir ber að forðast eftir megni á með- göngutíma, einkum á fyrstu 3 mánuðunum, en þá er mest hætta á fósturskemmdum af völdum lyfja. Þurfi að gefa þungaðri konu sýklalyf er penicillinflokkurinn sennilega hættuminnstur. Tetracyklin sest í bein í myndun og tannkím fósturs og veldur sams konar breytingum og sé það gefið börnum. Er því ráðið frá að gefa þunguðum konum tetracyklin. Nitrofurantoin er einnig talið geta gefið litabreyt- ingu á tönnum harns ef það er gefið móður á með- göngutíma. Sulfa-trimethoprim er ráðið frá að gefa þunguðum konum þó að vitað sé um allmargar konur sem fengið hafa þetta lyf á meðgöngutíma, fóstri að skaðlausu að því er virðist. 3. Gamalt fólk Utskilnaður nýrna minnkar hægt og hægt með aldr- inum þó að ekki sé um sérstaka nýrnarsjúkdóma að ræða og þarf að taka tillit til þess við áætlun lyfja- skammta. Gamalt fólk er viðkvæmara fyrir aukaverkunum sumra sýklalyfja en aðrir, einkum á þetta við um streptomycin, kanamycin og gentamycin. 36 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.