Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 11

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 11
talan 1. júní 1976, skulu laun samkvæmt samningi þess- um hækka frá 1. nóvember 1976 í hlutfalli við hækkun vísitölunnar umfram 586 stig eða umfram þá vísitölu, er reiknuð var út 1. júní 1976 að viðbættri 5,2% hækk- un, hvort sem hærra er. 3. mgr. Ef vísitala framfærslukostnaðar verður hærri en 612 stig 1. febrúar 1977 og minnst 4,4% hærri en vísitalan 1. október 1976, skulu laun samkvæmt samn- ingi þessum hækka frá 1. mars 1977 í hlutfalli við hækk- un vísitölunnar umfram 612 stig eða umfram þá vísi- tölu, er reiknuð var út 1. október 1976 að viðbættri 4,4% hækkun, hvort sem hærra er. 4. mgr. Frá og með 1. júní 1977 og síðan ársfjórð- ungslega út samningstímabilið skulu laun síðan hækka í hlutfalli við hækkun framfærsluvísitölunnar umfram 612 stig eða umfram þá vísitölu, sem reiknuð var út 1. febrúar 1977 skv. ákvæðum 3. mgr., hvort sem hærra er, til 1. maí, 1. ágúst og 1. nóvember 1977 og til 1. febrúar og 1. maí 1978. 5. mgr. Við útreikning umframhækkunar samkvæmt 1.-4. mgr. skal miða við framfærsluvísitölu reiknaða með 2 aukastöfum, að frádreginni þeirri hækkun henn- ar, er leitt hefur af hækkun á vinnulið verðlagsgrund- vallar húvöru eftir 1. febrúar 1976, vegna launahækk- ana á almennum vinnumarkaði. Gildir þetta eins þótt slík verðhækkun komi ekki fram í útsöluverði, sökum þess að hún hefur verið jöfnuð með niðurgreiðslu úr ríkissjóði að einhverju eða öllu leyti. Einnig skal draga frá þá hækkun, er kann að hafa orðið eftir 1. febrúar 1976 vegna hækkunar á útsöluverði áfengis og tóbaks. Kauplagsnefnd framkvæmir þessa útreikninga og til- kynnir aðilum þá verðlagsuppbót, er greidd skal á hverju tímabili. Skal hún reiknuð með 2 aukastöfum. 5. gr. Starfsaldur 1. mgr. Hver launaflokkur skiptist í 3 launaþrep, merkt 1., 2. og 3. 2. mgr. Föst mánaðarlaun í hverjum launaflokki og launaþrepi skulu vera eins og tilgreint er í 1. gr. þessa samnings. 3. mgr. Starfsaldurshækkun sú sem ákveðin er í launastiganum í 1. grein ákveðst eftir mánaðarfjölda í starfi, sem nemur hálfu starfi eða meira. 4. mgr. Starfsaldur skv. þessari grein telst sá tími, sem starfsmaður hefur unnið hjá ríkinu og tekið laun skv. launakerfi þess. Sé um starf í sömu starfsgrein að ræða skal einnig telja til starfsaldurs tíma, sem unnin hefur verið hjá ríkinu, þó laun hafi ekki verið sam- kvæmt launakerfi þess, svo og hjá sveitarfélögum og stofnunum, sem styrktar eru af almannafé (t. d. heil- brigðis- og menntastofnanir). 5. mgr. Með starfsaldri skv. jressari grein er átt við samfelldan starfstíma í a. m. k. hálfu starfi í þrjá mán- uði eða lengur. 11.gr. Yfirvinnukaup 1. mgr. Yfirvinna er greidd með tímakaupi. Tíma- kaup fyrir yfirvinnu í hverjum launaflokki er 1% af mánaðarlaunum miðað við það launaþrep, er viðkom- andi starfsmaður tekur laun eftir. 2. mgr. 011 vinna, sem unnin er á stórhátíðum (ný- ársdag, páskadag, hvítasunnudag, jóladag og eftir kl. 12.00 á aðfangadag jóla og gamlársdag) og á föstudag- inn langa, greiðist með tímakaupi, sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum miðað við það launaþrep, er starfs- maður tekur laun eftir. 3. mgr. Hafi maður unnið a. m. k. 6 klst. í yfirvinnu á tímabilinu kl. 19-08 og haldið áfram vinnu innan 8 klst. á föstum venjulegum vinnutíma, ber honum yfir- vinnuálag (37,5% af yfirv.tímakaupi) fyrir þann tíma án frádráttar af fastalaunum. Hafi starfsmaður ekki fengið samfellda hvíld a. m. k. 8 klst. á tímabilinu kl. 22-08 vegna útkalla, ber honum 8 klst. hvíld frá jiví út- kalli lýkur þar lil hann mætir til vinnu á ný án frádrátt- ar af föstum launum. Nú hefur starfsmaður unnið sam- fellt meira en 16 klst. að meðtöldum matar- og kaffihlé- um og skal hann þá fá minnst 8 klst. samfellda hvíld án frádráttar af fastalaunum. Fáist ekki tilskilin hvíld skv. mgr. þessari, greiðist áfram yfirvinnuálag auk fastra launa, þó komið sé fram á dagvinnutímabil eða vakt. Oll yfirvinna skal greidd eftirá í einu lagi fyrir hvern mánuð og eigi síðar en fyrsta virkan dag eftir 15. næsta mánaðar. 4. mgr. Forstöðumenn stofnana, Jr. á m. skólastjórar, eiga ekki rétt á yfirvinnugreiðslum skv. tímakaupi. Sé yfirvinna nauðsynleg vegna anna í starfi, skal heimilt að semja um mánaðarlega þóknun fyrir hana í sérsamn- ingum við viðkomandi bandalagsfélag. 13. gr. Vinnuvökur 1. mgr. Þar sem unnið er á reglubundnum vinnu- vökum, skal varðskrá, er sýnir væntanlegan vinnutíma hvers starfsmanns lögð fram mánuði áður en fyrsta „vakt“ samkvæmt skránni hefst, nema samkomulag sé við starfsmenn um skemmri frest. 2. mgr. Við samningu varðskrár skal þess gætt, að helgidagavinna skiptist sem jafnast á starfsmenn. TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.