Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 22

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 22
Nám innan Háskóla Islands Nám í tengslum við Háskóla Islands Meistarapróf í hjúkrunarfræði Framhaldsnám Viðbótarnám í sérgrein til B.S. prófs B.S. próf 11/2-2 ár ll/2-2 ára Þriggja ára Þriggja ára Fjögurra nám frá nám frá ára nám viðurkenndum viðurkenndum hjúkrunarskóla hjúkrunarskóla og kröfur Háskóla íslands um aðfaranám (stúdentspróf, jafngilt nám eða erlend próf). Tillögur um skipulagningu framhaldsnáms fyrir hjúkrunarfrœðinga innan og í tengslum við námsbraut í hjúkrunarfrœði við Háskóla Islands. Ógerlegt er að bera saman af nokkurri nákvæmni námsefni þessara tveggja námsleiða. Námsbrautin í hjúkrunarfræði er í mótun og breyt- ist því námsefnið frá ári til árs. Reglugerð hjúkrunarskólanna er frá 1966. Verið er að breyta námsefni og kennsluaðferðum. Þó má vera ljóst að í námsbrautinni er meiri áhersla lögð á undirstöðugreinar á fyrsta námsári, svo sem lífræna- og líffræðilega efnafræði og örveru- fræði. Einnig er kafað dýpra í greinum svo sem líffæra- og lífeðlis- fræði og fósturfræði. Félagsfræðin er meiri, en sálar- og siðfræði skipar snöggtum lægri sess. Tölfræði og skýrslugerð kemur inn á þriðja ári námsbrautarinnar og rannsóknir á sviði hjúkrunar á fjórða ári. I báðum námsleiðum er kennd kennslufræði og stjórnun á síðasta námsári. Hjúkrunargreinar eru þær sömu. Verklegt nám hefst á fyrsta námsári í hjúkrunarskólanum, en á öðru ári í námsbrautinni. Þessi samanburður er á engan hátt tæmandi. Stefnt er að því að nemendur í hjúkrunarfræði við Háskóla Islands hafi öðlast sér- fræðiréttindi til heilsuverndarhjúkr- unar að námi loknu. Tel ég æskilegt að í framtíðinni verði nemendum gefinn kostur á fleiri sérsviðum svo sem geðhjúkrun, Ijósmóðurfræði, hjúkrun aldraðra eða almennri lyf- læknis- og handlæknishjúkrun. Námsbraut í hjúkrunarfræði legg- ur í byrjun námsins áherslu á að veita nemendum þekkingu á þroska og þörfum hins heilbrigða einstak- lings í þjóðfélaginu, sem undirstöðu- atriði og til skilningsauka fyrir nám í sjúkdómafræði og hjúkrun. Óæskilegt má teljast að mikill munur sé á grunnnámi innan stéttar- innar. Ber því að vinna markvisst að samræmingu þess. Nemendur í Hjúkrunarnemafélagi Islands og Félagi hjúkrunarfræði- nema við Háskóla íslands vinna nú að þessu marki.2 Nefnd skipuð af menntamálaráðuneytinu vinnur að endurskoðun hjúkrunarmenntunar á íslandi. Hvaða leið ber að fara lil samræm- ingar námsins án þess að það sé á kostnað þess staðals sem er á náminu í Háskóla Islands og þess fjölda hjúkrunarfræðinga, sem nauðsynleg- ur er til að mæta þörfum þjóðfélags- ins? Þar sem skortur á hjúkrunarfræð- ingum er í landinu, virðisl leiðin ekki vera sú að fækka þeim, heldur að endurskipuleggja Hjúkrunarskóla Islands þannig að hann verði í fram- tíðinni hjúkrunarháskóli og mæta á þann hátt þeirri þróun innan þjóð- félagsins sem stefnir að auknum menntunarkröfum. HEIMILDARRIT: 1. Alþingistíðindi, umræður, 18. hefti, bls. 3412-3413, 1974-75. 2. Tímarit Hjúkrunarfélags Islands, Breið- holtsundrin, 51. árg., 2.-3. tölublað, bls. 81, 1975. Varnir lífs og eigna Framhald aj bls. 55. ræða. En staðreynd er, að sjúkra- hússfólk hefur stigið stórt og gagn- merkt skref í áttina til betri undir- búnings gegn vá, en mörg skref eru þó eftir til að mynda eins góðan við- búnað og nauðsynlegt er. En engin manna verk ná fullkomn- un á einum degi, og með sama síg- andi átakinu færumst við stöðugt nær því takmarki, að vera sem hæf- ust til að mæta vandanum, þegar neyðin kallar. Að lokum ætla ég að rekja hér í skipuriti framkvæmd skipulagðrar meðferðar fjöldaslysa, til fróðleiks fyrir þá lesendur blaðsins, er ekki hafa enn átt þess kost að kynnast slíkri uppbyggingu af eigin raun. □ 60 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.