Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 4

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 4
Fulltrúafundur Hjúkrunarfélags Islands Fulltrúafundur Hjúkrunarfélags Is- lands 1976 var haldinn í Domus Medica 2. apríl s.l. og hófst kl. 9.30 f.h. Fulltrúar voru 56, frá stjórn, svæðis- og sérgreinadeildum, trúnað- arráði, tímaritinu og Hjúkrunar- nemafélagi íslands. Ingibjörg Helgadóttir formaður setti fundinn, bauð fulltrúa velkomna og fagnaði sérstaklega stofnun nýrr- ar deildar innan HFl, Norðurlands- deildar, er stofnuð var 13. mars s.l. Formaður minntist látinna félaga, þeirra: Helenu Hallgrímsdóttur, d. 9. maí, 1975. Margrétar Einarsdóttur, d. 31. maí 1975. Guðríðar Jónsdóllur, d.20. júlí 1975. Oddnýjar Guðmundsdóttur, d. I. des- ember 1975. Ragnheiðar Konráðsdóttur, d. 20. febrúar 1976. Risu fulltrúar úr sætum í virðing- arskyni við hina látnu félaga. Formaður skýrði frá samningum milli BSRB og fjármálaráðherra, en samkomulag náðist eftir langa og stranga samningafundi 1. apríl s.l. Einnig fjallaði formaður um mennt- unarmál stéttarinnar og hugmyndir stjórnarinnar á æskilegum menntun- arleiðum hjúkrunarfræðinga. Fluttar voru skýrslur um störf stjórnar, deilda og nefnda og endur- skoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar. Skýrslur og reikningar félagsins birtast í næsta blaði. Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifstofu- stjóri og gjaldkeri félagsins upplýsti m. a. að fjárhagsstaða félagsins í árslok væri mjög góð eða 2.173.953 tekjuafgangur. Að Heimilissjóður HFl á og rekur húsnæðið í Þing- holtsstræti 30, og er skráður fyrir helmingi andvirðis minna sumar- hússins í Munaðarnesi og HFÍ fyrir helmingi stærra hússins á móti BSRB. Að launaður starfskraftur fé- lagsins er: Formaður 33% af 26. launafl. Ritstjóri 50% af 22 launafl. Skrifstofustj. 66% af 24. launafl. Skrifst.stúlka 50% af 18. launafl. Leiddi þetta m. a. til umræðna og tillögu er heimilaði að greiða for- manni full laun. I lögum félagsins segir að fulltrúafundur skuli ákveða laun formanns. Stjórn HFl ræður og ákveður laun annarra starfsmanna. Frá tillögunni er skýrt í kaflanum um samþykktir. STJÓRNARKJÖR Ur stjórn gengu að þessu sinni Nanna Jónasdóttir og Rögnvaldur Stefánsson, hvorugt þeirra gaf kost á sér til endurkjörs. Ur varastjórn áttu að ganga þær Kristbjörg Þórðardótt- ir, sem gaf ekki kost á sér til endur- kjörs og Unnur Rósa Viggósdóttir, sem gaf kost á sér til endurkjörs. Kjósa átti um sæti 2. varaformanns og meðstjórnanda, en þar sem Olína Torfadóttir dró framboð sitt til baka, vegna væntanlegs brottflutnings af landinu, voru frambjóðendur í báð- um tilfellum sjálfkjörnir. Anna Sig- urlaug Stefánsdóttir 2. varaformaður og Fanney Friðbjörnsdóttir með- stjórnandi. I varastjórn voru kjörn- ar þær Pálína I. Tómasdóttir og Unn- ur Rósa Viggósdóttir. Stjórn HFI skipa nú: Ingibjörg Helgadóttir formaður, Sigurveig Sigurðardóttir 1. varafor- maður, Anna S. Stefánsdóttir 2. varaform., Sigríður Einvarðsdóttir, Fanney Friðbjörnsdóttir, Björg Olafsdóttir. Varamenn: Þuríður Backman, Sigrún Hulda Jónsdóttir, Aslaug Björnsdótlir, María Gísladóttir, Helga Snæbjörnsdóttir, Pálína I. Tómasdóttir, Unnur Rósa Viggósdóttir. NEFNDARKOSNINGAR Fulltrúafundur SSN: Ingibjörg Helgadóttir formaður HFÍ, Gunnhildur Sigurðardóttir, Sólvangi, Hafnarfirði, María Pétursdóttir, í stjórn SSN, Nanna Jónasdóttir, Kleppsspítala, Rannveig Þórólfsdóttir, Hrafnistu. Varamenn: Unnur Gígja Baldvinsdóttir, Vest- mannaeyjum, Sigurborg Einarsdóttir, Eskifirði, Sesselja Gunnarsdóttir, Grensásdeild Borgarspítalans, 42 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.