Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Síða 4

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Síða 4
Fulltrúafundur Hjúkrunarfélags Islands Fulltrúafundur Hjúkrunarfélags Is- lands 1976 var haldinn í Domus Medica 2. apríl s.l. og hófst kl. 9.30 f.h. Fulltrúar voru 56, frá stjórn, svæðis- og sérgreinadeildum, trúnað- arráði, tímaritinu og Hjúkrunar- nemafélagi íslands. Ingibjörg Helgadóttir formaður setti fundinn, bauð fulltrúa velkomna og fagnaði sérstaklega stofnun nýrr- ar deildar innan HFl, Norðurlands- deildar, er stofnuð var 13. mars s.l. Formaður minntist látinna félaga, þeirra: Helenu Hallgrímsdóttur, d. 9. maí, 1975. Margrétar Einarsdóttur, d. 31. maí 1975. Guðríðar Jónsdóllur, d.20. júlí 1975. Oddnýjar Guðmundsdóttur, d. I. des- ember 1975. Ragnheiðar Konráðsdóttur, d. 20. febrúar 1976. Risu fulltrúar úr sætum í virðing- arskyni við hina látnu félaga. Formaður skýrði frá samningum milli BSRB og fjármálaráðherra, en samkomulag náðist eftir langa og stranga samningafundi 1. apríl s.l. Einnig fjallaði formaður um mennt- unarmál stéttarinnar og hugmyndir stjórnarinnar á æskilegum menntun- arleiðum hjúkrunarfræðinga. Fluttar voru skýrslur um störf stjórnar, deilda og nefnda og endur- skoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar. Skýrslur og reikningar félagsins birtast í næsta blaði. Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifstofu- stjóri og gjaldkeri félagsins upplýsti m. a. að fjárhagsstaða félagsins í árslok væri mjög góð eða 2.173.953 tekjuafgangur. Að Heimilissjóður HFl á og rekur húsnæðið í Þing- holtsstræti 30, og er skráður fyrir helmingi andvirðis minna sumar- hússins í Munaðarnesi og HFÍ fyrir helmingi stærra hússins á móti BSRB. Að launaður starfskraftur fé- lagsins er: Formaður 33% af 26. launafl. Ritstjóri 50% af 22 launafl. Skrifstofustj. 66% af 24. launafl. Skrifst.stúlka 50% af 18. launafl. Leiddi þetta m. a. til umræðna og tillögu er heimilaði að greiða for- manni full laun. I lögum félagsins segir að fulltrúafundur skuli ákveða laun formanns. Stjórn HFl ræður og ákveður laun annarra starfsmanna. Frá tillögunni er skýrt í kaflanum um samþykktir. STJÓRNARKJÖR Ur stjórn gengu að þessu sinni Nanna Jónasdóttir og Rögnvaldur Stefánsson, hvorugt þeirra gaf kost á sér til endurkjörs. Ur varastjórn áttu að ganga þær Kristbjörg Þórðardótt- ir, sem gaf ekki kost á sér til endur- kjörs og Unnur Rósa Viggósdóttir, sem gaf kost á sér til endurkjörs. Kjósa átti um sæti 2. varaformanns og meðstjórnanda, en þar sem Olína Torfadóttir dró framboð sitt til baka, vegna væntanlegs brottflutnings af landinu, voru frambjóðendur í báð- um tilfellum sjálfkjörnir. Anna Sig- urlaug Stefánsdóttir 2. varaformaður og Fanney Friðbjörnsdóttir með- stjórnandi. I varastjórn voru kjörn- ar þær Pálína I. Tómasdóttir og Unn- ur Rósa Viggósdóttir. Stjórn HFI skipa nú: Ingibjörg Helgadóttir formaður, Sigurveig Sigurðardóttir 1. varafor- maður, Anna S. Stefánsdóttir 2. varaform., Sigríður Einvarðsdóttir, Fanney Friðbjörnsdóttir, Björg Olafsdóttir. Varamenn: Þuríður Backman, Sigrún Hulda Jónsdóttir, Aslaug Björnsdótlir, María Gísladóttir, Helga Snæbjörnsdóttir, Pálína I. Tómasdóttir, Unnur Rósa Viggósdóttir. NEFNDARKOSNINGAR Fulltrúafundur SSN: Ingibjörg Helgadóttir formaður HFÍ, Gunnhildur Sigurðardóttir, Sólvangi, Hafnarfirði, María Pétursdóttir, í stjórn SSN, Nanna Jónasdóttir, Kleppsspítala, Rannveig Þórólfsdóttir, Hrafnistu. Varamenn: Unnur Gígja Baldvinsdóttir, Vest- mannaeyjum, Sigurborg Einarsdóttir, Eskifirði, Sesselja Gunnarsdóttir, Grensásdeild Borgarspítalans, 42 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.