Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 48

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 48
Fréttir og tilkynningar Hjúkrunarfræðingar Munið að tilkynna til skrifstofu HFI breyt- ingar á heimili og vinnustað. Félagsfundur Hjúkrunarfélag Islands hélt alniennan fé- lagsfund í Glæsibæ þriðjudaginn 23. mars síðastliðinn. Ingibjörg Helgadóttir form. HFI setti fundinn og bauð sérstaklega velkominn gest fundarins, Harald Steinþórsson frá BSRB. A dagskrá voru samningsréttarmál opin- berra starfsmanna og hafði Haraldur urn þau framsögu. I ræðu Haraldar kom fram, að í haust hefði BSRB hafið I>aráttuna fyrir verkfalis- rétti með fundahöldum um land allt. A fundum þessum fór fram skoðanakönnun um vilja félagsmanna í þessu efni og á fundi HFI í okt. s.l. sýndi skoðanakönn- unin að yfirgnæfandi meirihluti fundar- manna var samþykkur verkfallsrétti. Því næst gerði Haraldur grein fyrir viðræðum milli fulltrúa BSRB og ríkisins um samn- ingsréttarmálið. Kom þar fram að fulltrúar beggja aðila töldu að náðst hefði sam- komulag um mörg veigamikil atriði, en þó var enn ágreiningur um gildistíma kjara- samnings. A lokastigi málsins setti ríkis- stjórnin fram nýtt skilyrði varðandi ævi- ráðningu, sem BSRB-fulltrúar töldu óað- gengilegt, en um þetta atriði hafði áður verið húið að ná samkomulagi. Haraldur taldi augljóst að með þessu hefði ríkis- stjórnin viljað stöðva frekari samningavið- ræður um verkfallsréttarmálið. Nokkrar umræður urðu að lokinni fram- sögu Haralds Steinþórssonar. Kristín Ola- dóttir kvað nauðsynlegt að halda mjög vel á málum, þar sem hjúkrunarfræðingar væru einn mesti öryggishópur þjóðfélags- ins. Kristín taldi óhagkvæmt fyrir hjúkr- unarfræðinga að semja með svo mörgum ólíkum starfshópum sem hefðu mjög mis- munandi hagsmuna að gæta. Auður Guðjónsdóttir ræddi um kaup- mátt launa og taldi nauðsynlegt að um verulegar kjarabætur yrði að ræða. Hjúkr- unarfræðingar væru laklega launaðir miðað við áhyrgðarmikil störf. Soffía Sigurjónsdóttir sagði að fyrst hjúkrunarfræðingar hefðu svo mikla á- hyrgð í starfi eins og raun bæri vitni, ætti að vera óliætt að trúa þeim fyrir verkfalls- rétti. Stjórn HFI har fram eftirfarandi álykt- un og var hún samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Undanfarna mánuði hafa farið fram við- ræður milli Bandalags starfsmanna ríkis og bæja og fulltrúa ríkisstjórnarinnar um samningsréttarmál opinberra starfsmanna. Viðræðurnar hafa nú stöðvast vegna þess að ríkisstjórnin hefur á lokastigi málsins sett óaðgengileg skilyrði, m. a. um atriði, sem viðræðunefndir beggja aðila töldu að þegar hefði náðst samkomulag um - og her að átelja slík vinnubrögð. BSRB liefur lýst því yfir, að ekki verði framar unað úrskurði gerðardóma sem lokastigi í kjaradeilum og í því skini dreg- ið fulltrúa sína út úr Kjaradómi og Kjara- nefnd. Félagar í Hjúkrunarfélagi Islands líta því svo á að ekki sé unnt að gera kjara- samninga á grundvelli samningsréttarlag- anna frá 1973. Fundurinn er sammála um að reynt skuli til þrautar að ná samkomulagi við ríkis- valdið um ný samningsréttarlög og verk- fallsrétt, svo og nýjan kjarasamning. Takist það ekki, telur fundurinn að op- inberir starfsmenn eigi ekki annarra kosta völ en að grípa til félagslegra aðgerða til að knýja fram samninga sem þeir geti unað við. Hjúkrunarfélag Islands mun fyrir sitt leyti jafnan hafa forgöngu um að lífi og heilsu fólks verði aldrei stefnt í hættu í verkfallsaðgerðum. Fundinn sóttu 113 félagar og var honum slitið kl. 23.30. I.Á. Lokað vegna sumarleyfa Skrifstofa Hjúkrunarfélags Islands verður lokuð vegna sumarleyfa frá 28. júní til 17. júlí. Bandalag kvenna í Rvík þakkar varðskipsmönnum Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykjavík var haldinn að Hótel Sögu 8. og 9. fehrúar. I Bandalaginu eru 29 aðildarfélög með 12 þúsund félagsmönnum. Þingið starfaði í tvo daga. Guðjón Pet- ersen forstjóri Almannavarna ríkisins flutti erindi á þinginu um almannavarnir Reykjavíkurborgar. Margar nefndir innan handalagsins skiluðu ályktunum, sem síð- ar verða sendar til birtingar. I lok fundarins var eftirfarandi yfirlýs- ing samþykkt samróma: „Aðalfundur Bandalags kvenna í Reykja- vík vítir harðlega það ofbeldi, sem breski flotinn hefur frammi í íslenskri landhelgi, þar sem hann ekki vílar fyrir sér að ráðast gegn varðskipum okkar við skyldustörf sín, sem fyrst og fremst eru þau að vernda lífshagsmuni þjóðarinnar, það er fiskimið- in og friðuðu svæðin, auk þjónustu og björgunarstarfa. Fundurinn vottar skip- herrum og öðrum varðskipsmönnum þakk- læti sitt og aðdáun fyrir hugrekki og ár- vekni í starfi." Stjórnina skipa: Unnur Agústsdóttir formaður, Halldóra Eggertsdóttir varafor- maður og ritari og Margrét Þórðardóttir féhirðir. - Varastjórn skipa: Sigríður Ingi- marsdóttir, Sigþrúður Guðjónsdóttir og Guðrún S. Jónsdóttir. - Endurskoðendur: Þórunn Valdimarsdóttir og Lóa Kristjáns- dóttir. Fulltrúar Hjúkrunarfélags Islands á fundinum voru: Ingibjörg Helgadóttir, for- maður HFl, Guðmundína Guttormsdóttir, María Pétursdóttir og Gerða Asrún Jóns- dóttir. 82 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.