Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 38

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 38
Með framandi þjóðum Hún heitir fullu nafni Sól- borg Guðríður Bogadóttir og er fædd í Flatey á Breiðafirði 16. janúar 1890. Hefur dvalið lengst ævi sinnar sem hjúkrunarkona í Skotlandi, en fluttist á s.l. sumri að Háholti 11, Akra- nesi. — Blaðið Magni á Akranesi átti viðtal við Sól- borgu og birtum við þá kafla er fjalla um hjúkrunar- feril hennar. Leiðin lá til ísafjarðar I huga okkar Flateyinga var Isa- fjörður umvafinnljóma. Mig dreymdi um að komast eitthvað í burtu, sjá mig um og kynnast veröldinni. Föð- ursystir mín - Margrét Gunnlaugs- dóttir — var búsett á ísafirði. Það hefur kannske orðið til þess að leitað var þangað. Hún réði mig til starfa í Edinborgarverslun, sem þá var stærsta verslunin á ísafirði. Ég var þá 17 ára. Versluninni var skipt í tvær aðaldeildir, matardeild og vefn- aðarvörudeild. Unnið var frá kl. 8 á morgnana til 6 eða 7 á kvöldin. Sum- arfrí þekktust ekki þá. Hjúkrunarnám Mig hafði alltaf langað til að læra hjúkrun. Ég fékk þá hugmynd sem barn. I næsta húsi við jsað, sem ég hafði aðsetur í á ísafirði, bjó enskur trúboði, sem hét Nisbet og systir hans. Þau héldu þar samkomur, sem ég man nú lítið eftir, en hinu man ég vel eftir að þau auglýstu kennslu í ensku í heimahúsum. Ég fór í tíma til þeirra og var þar einn vetur. Eftir að ég var stautandi í ensk- unni, tók ég þá ákvörðun að komast til Englands og læra hjúkrun. Þetta var sumarið 1911 og ég orðin 21 árs. Ég ræddi málið við Soffíu Jóhannes- dóttur, er síðar fluttist til Reykjavík- ur og rak verslun í Austurstræti. Hún þekkti Oddnýju Sen frá Breiðaból- stað á Álftanesi, sem þá var á kontor hjá Garðari Gíslasyni stórkaupmanni í Leith í Skotlandi. Soffía skrifaði nú Oddnýju Sen og bað hana að taka á móti mér og aðstoða mig eftir því sem með þyrfti í hinu framandi landi. Ég tók mér far með Sterling eða Skálholti, á 2. farrými, það var ódýr- i 60 ár ast, hins vegar var ég sæmilega fjáð, eftir veru mína á ísafirði. Við fórum norður fyrir og lögðum seinast upp frá Seyðisfirði. Þangað sendi Soffía mér kveðjuskeyti. Það þótti mér mjög vingjarnlegt af henni, en ])etta bar vott um tryggð hennar og um- hyggjusemi fyrir mér. Ferðin út tók 3-4 daga. Ég var mjög veik allan tímann og mátti ekki mat sjá. Ég kúgaðist nótt sem dag. Þegar kom til Leith tók Oddný Sen á móti mér, eins og ráðgert hafði ver- ið. Ég byrjaði strax á enskunáminu. Oddný setti auglýsingu í hlað fyrir mig. Þar bauðst íslensk stúlka til þess að vinna á heimili, gegn því að fá tilsögn í ensku. Aðeins ein kona gaf sig fram. Þetta var ekkja, sem átti eina dóttur, er var heitbundin lækni. Á þessu ágæta heimili, var ég í 8 mánuði og líkaði mjög vel við fjölskylduna. Mæðgurnar hjálpuðu mér að skrifa til sjúkrahúss ekki langt frá, þar sem ég óskaði eftir því að kom- ast að sem nemandi í hjúkrun. Þessu var vel tekið og hóf ég námið 2. mars 1912. Þar var ég í 2 ár. Því næst fór ég á Rogal sjúkrahúsið í Sunderland. Þar var ég í 3 ár og lauk þar námi 1917. Mér fannst gott að vera íslend- ingur í Skotlandi á þeim árum. Með mér voru tvær norskar stúlkur. Næstu tvö árin vann ég á barnaspítala, þar sem voru um 60 börn. Það var mjög ánægjulegt starf. Heim fór ég svo vorið 1919 og var í Flatey um sum- arið. Um haustið fór ég til Danmerk- 72 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.