Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 43

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 43
Raddir hjúkrunarnema T Miklar sviptingar hafa verið innan H.N.F.l. síðustu mánuði. Virðist fé- lagsáhugi nema fara vaxandi. Aðal- fundur félagsins var haldinn 19. febr. s.l., var mjög vel mætt og æsingur mikill. Byrjað var að kjósa um menntunarmálin, en áður hafði verið haldinn kynningarfundur um þau mál innan félagsins. Urðu úrslit þannig, að 96 voru fylgjandi grunn- námi í hjúkrun í háskóa, en 16 voru á móti. Hjúkrunarnemar telja, að ef allt grunnnám í hjúkrun fari á há- skólastig, sé fengin trygging fyrir betri hjúkrunarmenntun í landinu og aðeins þannig geti hjúkrunarstéttin staðið undir þeim auknu kröfum sem gerðar eru til heilbrigðisstétta í dag. Þessi fundur stóð í rúmar 3 klst. og endaði þannig að allt fór í háa- loft og lýstu nokkrir nemar yfir van- trausti á löggildi fundarins. Varð úr að fundurinn var allur lýstur ólög- legur, höfðu ýmis ákvæði í lögum félagsins verið brotin í æsingnum. Var því ákveðið að halda annan að- alfund svo fljótt sem auðið væri og var það gert 15. mars. Sá fundur var öllu rólegri en sá fyrri og gekk allt snurðulaust fyrir sig. Kosið var í stjórn og hinar ýmsu nefndir. I stjórn voru kosnir: Formaður: Ása St. Atladóttir. Varaformaður: Guðrún Erla Gunn- arsdóttir. Gjaldkeri: Steinunn Þorsteinsdóttir. Ritari: Anna Guðný Ingadóttir. Varagjaldkeri: María Gunnarsdóttir. Vararitari: Sveinbjörg Einarsdóttir. Fulltr. kjaranefndar: Margrét Þor- varðardóttir. Fulltr. í skólanefnd: Björg Guð- mundsdóttir. Hinar ýmsu nefndir skýrðu frá störfum sínum og bar þar hæst hinn mikli áfangi samstarfsnefndar, ein- kunnarseðillinn nýi. Samstarfsnefnd H.S.I. er skipuð fulltrúum frá nemendum og kennur- um. Hún hefur starfað s.l. 2 ár að breytingum á verklegum einkunna- seðli og hefur haft sem fyrirmynd erlenda einkunnaseðla ásamt eigin hyggjuviti. Þessi nýi seðill er mun ýtarlegri en sá gamli og gefur betri mynd af hæfni nemenda í verklegum atriðum ef hann er notaður rétt. Aftur var kosið um menntunar- málin og urðu úrslit þannig að 58 voru fylgjandi grunnnámi í hjúkrun í háskóla en 11 voru á móti. Bjartar vonir eru um að nemar séu að vakna til vitundar um að H.N.F.I. sé nauðsynlegt félag og geti látið ýmislegt gott af sér leiða ef vel er unnið og samstarfið er gott. Á fundinum var líka ákveðið að skipa 5 manna nefnd til að endur- skoða lög H.N.F.L og skal nefndin skila álili á hausti komanda. Nemafélagið stefnir að því að hjúkrunarnám verði bætt, hjúkrunar- nemar hafa nógu lengi verið misnot- aðir sem ódýr vinnukraftur. Auðvit- að læra allir af því að vinna, en þó þyrfti meiri tíma til að fylgjast með ýmsu sérstöku sem upp kemur á deildinni. Þess vegna fóru nemar fram á í mars 1975, að fá 2 daga í viku utan vinnuskýrslu en með mæt- ingarskyldu á deild. Þá hefðu nem- arnir frjálsar hendur um hvernig þeir eyddu þessum dögum. Þeir gætu t. d. fylgt einum sjúkling eftir, horft á aðgerð og röntgenrannsóknir og gert síðan hjúkrunarjournal og áætl- un. Einnig gæti skólinn gefið nemun- um verkefni til að leysa, þetta gæfi ótal möguleika. En ekki hefur þessi tillaga nemanna enn náð fram að ganga, hún situr föst í Skólanefnd H.S.I. vegna þess að enginn vill greiða nemum laun þessa 2 daga. Skólanefnd er mjög hlynnt þessari tillögu en það strandar allt á pen- ingum eins og svo oft vill verða. Líklega verður ekki hægt að bæta verklegt nám að ráði fyrr en hjúkr- unarnemar hætta að taka við launum og þiggja námslán í staðinn. Hefur mikið verið um þetta rætt innan fé- lagsins, en ekki hefur verið gengið í málið vegna þeirra umróta sem hafa verið í launamálum nemenda í land- inu að undanförnu. Framh. á bls. 80. 77 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.