Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 8

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 8
Tillaga frá ritstjórn Tímarits HFI A aðalfundi Hjúkrunarfélags Is- lands 1972 bar ritstjórn fram eftir- farandi tillögu: Ritstjórn Tímarits HFl fer fram á að fá ritara hverrar deildar innan fé- lagsins sem fulltrúa tímaritsins og skuli hann senda allt það efni, er fréttnæmt þykir frá viðkomandi svæði, til birtingar í tímaritinu. Tillagan var einróma samþykkt. Síðan eru liðin 4 ár, og lítið horist til tímaritsins frá riturum deildanna. Ritstjórnin fór því fram á þá breyt- ingu á tillögunni að í stað þess að ritari hverrar deildar sé fulltrúi tíma- ritsins, skuli hann vera fréttaritari. Var þetta samþykkt og óskaði rit- stjórnin eftir að viðkomandi aðilum yrði gerð grein fyrir þessu og þeir og aðrir félagar hvattir til sam- starfs. MENNTUNARMÁL O. FL. Fulltrúum hafði verið send grein- argerð varðandi hugmyndir stjórnar HFl til menntunar hjúkrunarfræð- inga og þeir beðnir að láta álit sitt í Ijós með það fyrir augum að fulltrúi félagsins í nefndinni er vinnur að endurskoðun á gildandi löggjöf um hjúkrunarnám, fengi hugmynd um hug félagsmanna. Skiluðu flestir full- trúanna skriflegu áliti og komu fram nokkuð mismunandi hugmyndir á þeim leiðum sem æskilegar þættu. Jafnframt fóru fram mjög gagnlegar umræður. Ingihjörg R. Magnúsdóttir kynnti reglugerð sem hjúkrunarráð hefur undanfarið unnið að, um veitingu sérfræðileyfa í hjúkrun. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Matthias Bjarnason, hefur þegar samþykkt reglugerðina og verður hún birt í næsta blaði. Fyrirspurn barst um hvort það væri rétt að Dansk Sygeplejerádhefði staðið straum af kostnaði við þátt- töku formanns HFl í fulltrúafundi ICN í Singapore. Formaður sagði að svo væri og gerði grein fyrir því hvernig það hefði atvikast. Danska hjúkrunarfélagið greiddi kr. 173.804, HFÍ greiddi kr. 76.830. Á aðalfundinum 1975 beindu full- trúar Reykjavikurdeildar þeirri á- skorun til stjórnar HFl að athugað yrði hvaða kostir og ókostir væru samfara úrsögn úr BSRB. Formaður Reykjavíkurdeildarinnar spurðist fyr- ir um það hvort eitthvað hefði verið gert í málinu. Ingibjörg Helgadóttir sagði að að- alástæðan fyrir því að ekkert liefði verið aðhafst í þessu máli væri sú, að stjórninni hefði þótt réttara að leggja alla áherslu á það að taka þátt í sam- starfi við BSRB og aðildarfélög þess í baráttunni fyrir fullum samnings- rétti og verkfallsrétti og talið að sam- staða í því máli væri fyrir öllu. Að lokum þakkaði formaður HFÍ Reykjavíkurdeildinni fyrir rausnar- legt framlag til Minningarsj óðs Hans Adolfs Hjartarsonar, sem er náms- og ferðasjóður félagsins, en deildin gaf kr. 100 þúsund til eflingar sjóðn- um. Formaður þakkaði einnig fráfar- andi stjórnaraðilum, þeim Nönnu Jónasdóttur og Kristbjörgu Þórðar- dóttur, ómetanleg störf og öllum þeim sem tekið höfðu þátt í fundin- um og stuðlað að því að gera hann ánægjulegan. Sérstakar þakkir fékk Jóna Val- gerður Höskuldsdóttir fyrir afhragðs fundarstjórn. Fundi slitið kl. 22.30. Þess má geta að HFl bauð full- trúum til hádegisverðar er var veitt- ur á Landspítalanum. Viljum við hér með koma á framfæri þakklæti til viðkomandi aðila. Fundurinn var einkar vel undir- búinn, en umsjón með því hafði Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifstofu- stjóri félagsins. Ingibjörg Arnadóttir. Samvinna norrænna húkrunarfræðinga Á STJÓRNARFUNDI SSN í Stokkhólmi 8. og 9. janúar s.l. voru eftirfarandi atriði tekin lil meðferðar: Boð frá Evrópudeild Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO) um að senda tvo fulltrúa á „The Second Liaison Meeting with Nursing/Mid- wifery Associations on WHO’s Eu- ropean Nursing/Midwifery Pro- gramme“, sem fer fram í Kaup- mannahöfn 21.-23. april 1976. SSN tók boðinu. Nordisk föderasjon for medisinsk undervisning (NFMU) á í samvinnu við SSN að halda fund er fjalla á um lækna- og hjúkrunarnám. Skipulagn- ing fundarins mun vera í samvinnu við Evrópudeild WHO, og fyrirhug- að er að halda hann haustið 1976. Norræn rannsóknarráðstefna SSN lýsir áhuga sínum á því að gangasl fyrir norrænni rannsóknar- ráðstefnu á sviði hjúkrunar 1977 og mun óska eftir aðstoð frá Norræna menningarsjóðnum eða ráðherra- nefnd Norðurlanda. Norska hjúkrunarfélaginu var fal- ið að koma með tillögur um verkefni fyrir ráðstefnuna, sem gert er ráð fyrir að verði haldin í Noregi. Fulltrúafundur SSN 1976 verður haldinn á fjallahótelinu Sanderstölen í Noregi 21.-24. september n.k. Viðfangsefni fundarins verður „Heilsuvernd-, hjúkrun- og félags- ráðgjöf aldraðra“. A fundinum var einnig gerð grein fyrir áframhaldandi starfi nefndar hjúkrunarfræðinga frá hjúkrunarfé- lögum þeirra landa sem eru innan Efnahagsbandalagsins. □ 46 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.