Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Page 8

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Page 8
Tillaga frá ritstjórn Tímarits HFI A aðalfundi Hjúkrunarfélags Is- lands 1972 bar ritstjórn fram eftir- farandi tillögu: Ritstjórn Tímarits HFl fer fram á að fá ritara hverrar deildar innan fé- lagsins sem fulltrúa tímaritsins og skuli hann senda allt það efni, er fréttnæmt þykir frá viðkomandi svæði, til birtingar í tímaritinu. Tillagan var einróma samþykkt. Síðan eru liðin 4 ár, og lítið horist til tímaritsins frá riturum deildanna. Ritstjórnin fór því fram á þá breyt- ingu á tillögunni að í stað þess að ritari hverrar deildar sé fulltrúi tíma- ritsins, skuli hann vera fréttaritari. Var þetta samþykkt og óskaði rit- stjórnin eftir að viðkomandi aðilum yrði gerð grein fyrir þessu og þeir og aðrir félagar hvattir til sam- starfs. MENNTUNARMÁL O. FL. Fulltrúum hafði verið send grein- argerð varðandi hugmyndir stjórnar HFl til menntunar hjúkrunarfræð- inga og þeir beðnir að láta álit sitt í Ijós með það fyrir augum að fulltrúi félagsins í nefndinni er vinnur að endurskoðun á gildandi löggjöf um hjúkrunarnám, fengi hugmynd um hug félagsmanna. Skiluðu flestir full- trúanna skriflegu áliti og komu fram nokkuð mismunandi hugmyndir á þeim leiðum sem æskilegar þættu. Jafnframt fóru fram mjög gagnlegar umræður. Ingihjörg R. Magnúsdóttir kynnti reglugerð sem hjúkrunarráð hefur undanfarið unnið að, um veitingu sérfræðileyfa í hjúkrun. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Matthias Bjarnason, hefur þegar samþykkt reglugerðina og verður hún birt í næsta blaði. Fyrirspurn barst um hvort það væri rétt að Dansk Sygeplejerádhefði staðið straum af kostnaði við þátt- töku formanns HFl í fulltrúafundi ICN í Singapore. Formaður sagði að svo væri og gerði grein fyrir því hvernig það hefði atvikast. Danska hjúkrunarfélagið greiddi kr. 173.804, HFÍ greiddi kr. 76.830. Á aðalfundinum 1975 beindu full- trúar Reykjavikurdeildar þeirri á- skorun til stjórnar HFl að athugað yrði hvaða kostir og ókostir væru samfara úrsögn úr BSRB. Formaður Reykjavíkurdeildarinnar spurðist fyr- ir um það hvort eitthvað hefði verið gert í málinu. Ingibjörg Helgadóttir sagði að að- alástæðan fyrir því að ekkert liefði verið aðhafst í þessu máli væri sú, að stjórninni hefði þótt réttara að leggja alla áherslu á það að taka þátt í sam- starfi við BSRB og aðildarfélög þess í baráttunni fyrir fullum samnings- rétti og verkfallsrétti og talið að sam- staða í því máli væri fyrir öllu. Að lokum þakkaði formaður HFÍ Reykjavíkurdeildinni fyrir rausnar- legt framlag til Minningarsj óðs Hans Adolfs Hjartarsonar, sem er náms- og ferðasjóður félagsins, en deildin gaf kr. 100 þúsund til eflingar sjóðn- um. Formaður þakkaði einnig fráfar- andi stjórnaraðilum, þeim Nönnu Jónasdóttur og Kristbjörgu Þórðar- dóttur, ómetanleg störf og öllum þeim sem tekið höfðu þátt í fundin- um og stuðlað að því að gera hann ánægjulegan. Sérstakar þakkir fékk Jóna Val- gerður Höskuldsdóttir fyrir afhragðs fundarstjórn. Fundi slitið kl. 22.30. Þess má geta að HFl bauð full- trúum til hádegisverðar er var veitt- ur á Landspítalanum. Viljum við hér með koma á framfæri þakklæti til viðkomandi aðila. Fundurinn var einkar vel undir- búinn, en umsjón með því hafði Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifstofu- stjóri félagsins. Ingibjörg Arnadóttir. Samvinna norrænna húkrunarfræðinga Á STJÓRNARFUNDI SSN í Stokkhólmi 8. og 9. janúar s.l. voru eftirfarandi atriði tekin lil meðferðar: Boð frá Evrópudeild Alþjóðaheil- brigðisstofnunarinnar (WHO) um að senda tvo fulltrúa á „The Second Liaison Meeting with Nursing/Mid- wifery Associations on WHO’s Eu- ropean Nursing/Midwifery Pro- gramme“, sem fer fram í Kaup- mannahöfn 21.-23. april 1976. SSN tók boðinu. Nordisk föderasjon for medisinsk undervisning (NFMU) á í samvinnu við SSN að halda fund er fjalla á um lækna- og hjúkrunarnám. Skipulagn- ing fundarins mun vera í samvinnu við Evrópudeild WHO, og fyrirhug- að er að halda hann haustið 1976. Norræn rannsóknarráðstefna SSN lýsir áhuga sínum á því að gangasl fyrir norrænni rannsóknar- ráðstefnu á sviði hjúkrunar 1977 og mun óska eftir aðstoð frá Norræna menningarsjóðnum eða ráðherra- nefnd Norðurlanda. Norska hjúkrunarfélaginu var fal- ið að koma með tillögur um verkefni fyrir ráðstefnuna, sem gert er ráð fyrir að verði haldin í Noregi. Fulltrúafundur SSN 1976 verður haldinn á fjallahótelinu Sanderstölen í Noregi 21.-24. september n.k. Viðfangsefni fundarins verður „Heilsuvernd-, hjúkrun- og félags- ráðgjöf aldraðra“. A fundinum var einnig gerð grein fyrir áframhaldandi starfi nefndar hjúkrunarfræðinga frá hjúkrunarfé- lögum þeirra landa sem eru innan Efnahagsbandalagsins. □ 46 TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.