Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 31

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.05.1976, Blaðsíða 31
til bygginga í Víöinesi, og tekið á leigu húsnæði í Há- túni 10 fyrir hjúkrunardeild. Þá tel ég að lög um dvalarheimil fyrir aldraða, sem tiltóku ákveðinn styrk ríkisins til bygginga dvalarheim- ila aldraðra hafi haft nokkurn bakhjarl í þessari könn- un. Þá tel ég, að við ákvarðanir í sambandi við bygging- ar heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa á Vestfjörðum, hafi fullt tillit verið tekið til þeirrar vistunarrýmisþarfar sem könnunin leiddi í ljós, og við áætlanir um viðbygg- ingar við sjúkrahúsin á Blönduósi og Sauðárkróki hef- ur einnig verið höfð full hliðsjón af þessari könnun. Annars staðar hefur þetta hins vegar ekki verið gert, eins og til dæmis við nýbyggingu sjúkrahússins á Sel- fossi, sem raunar var búið að hanna þegar þessi könnun var gerð. Það sjúkrahús þyrfti að vera mun stærra en það er áætlað, ef þeim staðli sem gert er ráð fyrir í þessari könnun ætti að vera náð. Hvað snertir áframhaldandi byggingar sjúkrastofn- ana í Reykjavík, þá tel ég, að það sé þrennt sem hér er brýnast: 1. Að koma upp auknu vistunarrými fyrir geðsjúklinga. 2. Að auka þjónustustofnanir sjúkrahúsanna allra og auka við þau göngudeildarþjónustu. 3. Að koma upp auknu hjúkrunarrými til þess að bæta aðstöðu þeirra hjúkrunarsjúklinga sem nú eru á dvalarheimilum fyrir aldraða og rýmka til á þeim stofnunum. 4. Að koma upp fleiri dvalarstofnunum fyrir aldraða og auka aðstoð við þá í heimahúsum. Með þetta í huga hefur verið ákveðin bygging þjón- ustuálmu við Borgarspítalann og bygging bráðabirgða- húsa til að bæta úr rannsóknarstofuþjónustu á Land- spítala. Það er mjög brýnt, að koma upp göngudeildar- aðstöðu við Landspítala og Landakotsspítala og vanda- mál hjúkrunarvistunar og aldraðra verða ekki leyst nema með nýbyggingum. Segja má, að ég hafi í þessu spjalli fremur rætt um hvað ætti að gera, heldur en það hvernig haga ætti skipulagningu þess sem ætti að gera. Það heyrist mjög oft, að verulegt, og sumir segja fullkomið stjórnleysi ríki í skipulagsmálum sjúkrahús- anna. Ég er ekki þeirrar skoðunar að svo sé. Ég tel, að skipulagning sjúkrahúsanna, eins og hún er í dag, sé betri en flest annað í þessu þjóðfélagi, og ef við eigum að benda á einhverjar hliðstæður, þá verður að jafna þessum stóriðnaði við útgerð og frystihúsarekstur. Hitt er svo annað mál, að það má vafalaust gera betur. En þótt skipulagningin sé góð, þá er ofskipulagn- ing hættuleg, því hún leiðir venjulega til þess, að fram- tak og áhugi minnkar og niðurstaðan verður neikvæð. Erlendis hefur víðast niðurstaðan orðið sú, að sjúkrahúsrekstur ætti að vera í sem mestum mæli í ábyrgð þeirra sveitarfélaga, sem sjúkrahúsin þjóna. Ég held, að það væri mjög eðlilegt, að það yrði athugað gaumgæfilega, hvort reksturstilhögun af því tagi mundi ekki henta mjög vel hér á landi, þannig að öll sú þjónusta, sem ég hef nefnt hér heimabyggðar- þjónustu, yrði í ábyrgð þeirra sveitarfélaga, sem við- komandi sjúkrahús þjóna og að sveitarfélögin yrðu gerð sameiginlega ábyrg fyrir rekstri sjúkrahúsanna. Um möndulþjónustuna og höfuðborgarþjónustuna geta verið skiptar skoðanir. Það er mín skoðun, að möndulþjónustan eigi að vera rekin af ríki og því sveit- arfélagi, þar sem hún fer fram sameiginlega. Þannig ætti sjúkrahúsið á Akureyri að verða sameign og rekið sameiginlega af ríkinu og Akureyrarbæ og sjúkrahúsin á Reykjavíkursvæðinu að vera rekin sameiginlega af ríkinu og Reykjavíkurborg. Með þessu fyrirkomulagi tel ég að mætti fyrirbyggja megingallana á því kerfi, sem nú er, þ. e. a. s. að koma megi í framkvæmd þeirri starfsskiptingu, sem er alger- lega nauðsynleg annars vegar, og hins vegar komist aðalgreiðsluaðilinn í sjúkrahúskerfinu, þ. e. a. s. ríkið, í nánari snertingu við reksturinn í heild. Nú í haust var skipuð nefnd til að endurskoða lög um heilbrigðisþjónustu. Það er gert ráð fyrir því, að til- lögur til breytinga við núgildandi lög komi fram á haustþingi. I lokin langar mig til að ræða rekstur sjúkrahúsanna stuttlega. Árið 1967 var núgildandi daggjaldakerfi tekið upp og gert ráð fyrir, að með því yrði fjármálastjórn sjúkrahúsanna borgið. Þetta hefur ekki reynst svo, daggjöld hafa yfirleitt verið of lág til þess að sjúkrahúsin gætu þróast eðli- legað einkum hefur skort á viðhald og að tækjabún- aður yrði endurnýjaður. Eg hef reynt að velta fyrir mér nýju kerfi og komist að þeirri niðurstöðu, að fjárhagsáætlanir óháðar legu- dagafjölda gæfu sjúkrahússtjórnendum meira frjáls- ræði og jafnframt meiri ábyrgð. Eg varpa hér fram þeirri spurningu, hvort menn vilji breyta, og þá hvernig. □ TÍMARIT HJÚKRUNARFÉLAGS ÍSLANDS 65
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.