Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 14

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 14
arferil. Sorgin fylgir og er nauðsyn- leg við missi hvort sem það er við dauða, missi sjálfsvirðingar eða fyrra útlits og starfshæfni. Sorgin kemur fyrr eða seinna og er gjarnan skipt í þrjú stig. 1. Vantrú - afneitun, sem fylgir fljótlega missinum. Þessu stigi fylgja oft tjáskiptavandamál. 2. Sjálft sorgarferlið, sjúklingurinn viðurkennir missinn. Oft lýsir þetta stig sér með þunglyndi hjá brunasjúklingi. 3. Sáttfýsi, sjúklingurinn tekst á við vandamálið.3'13 Þetta er oft sá sjúklingur sem kem- ur til aðgerðar á skurðstofu og hjúkrunarfræðingum þar er nauð- synlegt að setja sig inn í heildar- mynd ástandsins til að geta sinnt sjúklingnum sem einstaklingi og sem hjúkrunarfræðingar, og til að skilja mikilvægi þess að vel takist til með þá meðferð sem þeir eru þátt- takendur í. Mjög mikilvægt er að sjúklingurinn nái að hvílast vel nóttina fyrir að- gerð og ekki má spara svefnlyf svo að það megi verða. Lyfjaforgjöf fyrir aðgerð á að draga úr kvíða og verkjum sjúklings áður en hann kemur á skurðstofu og ætti að gef- ast um það bil einni klukkustund fyrir aðgerð svo að tilætlaðri verk- un sé náð. Sjúklingurinn þarf að koma til skurðstofu eins afslappað- ur og hægt er.6 A skurðstofu er hópvinna og eins og fyrr hefur verið nefnt færi best á því að það væri sami hópurinn sem sinnti sjúklingi hverju sinni. f þess- um hópi eru skurð- og svæfingar- læknar, svæfingahjúkrunarfræðing- ur, skurðhjúkrunarfræðingur sem er í kring og annar sem stendur í aðgerð, auk þess er oft aðstoðar- læknir skurðlæknis. Til að aðgerð taki sem stystan tíma þarf hver ein- staklingur í hópnum að þekkja hlutverk sitt og geta gengið hiklaust til starfa. Því þurfa hjúkrunarfræð- ingar að vera búnir að afla sér upp- lýsinga um hvað gera skuli með góðum fyrirvara, svo að allt sem til þarf sé til reiðu. Hjúkrunarfræðing- ur sem er í kring á stofu þarf að aðstoða samstarfsfólk, hún sér fyrir öruggu umhverfi, viðheldur sýk- ingavörnum í samvinnu við aðra, sér um lýsingu, tengir rafmagns- áhöld og fylgist með því sem fram fer í aðgerð. Tekur við sýnum og sér um að þau séu rétt merkt og meðhöndluð. Hjúkrunarfræðingur sem stendur í aðgerð er samábyrgur þeim sem er í kring hvað viðkemur því að rétt áhöld séu til staðar og þau séu í lagi, en auk þess ber hún ábyrgð á því að viðhalda dauð- hreinsun áhalda og líns, réttri með- höndlun þeirra og dúkun sjúklings. Það er sameiginlegt hlutverk allra þeirra sem á skurðstofu vinna að hugsa um vellíðan sjúklingsins, sinna honum og sjá til þess að sem best fari um hann.13 Við brunaaðgerðir skal alltaf fara eftir gildandi reglum um „óhrein- ar“ aðgerðir, og því reyna að hafa ekki annað á stofu en það sem nauðsynlegt er. Erfitt er að tiltaka ákveðin áhöld sem alltaf eru notuð við meðferð bruna, en eftirfarandi eru grunnverkfæri sem oft eru not- uð og þurfa alltaf að vera tiltæk og í lagi, bið eftir verkfærum þýðir óþarfa lenging á aðgerð og svæf- ingu. Verkfæri: Bakki með „plastik" verkfærum og lítil hnífsblöð. „Brown dermatone“, blað og para- fín. Skálar og nýrnabakkar fyrir þvott, sýni og bitverkfæri. „Diathermi". Ef til vill sog. Lín og umbúðir: Venjulegur taupakki. Sloppar eða sloppafat þar sem það á við. Dúklök. Þvottagrisjur. Hanskar. Vaselíngrisjur, sáragrisjur, bómull, bindi, plástur. Skóhlífar. Vökvar: Hibiscrub til þvottar. Saltvatn. Á stofu: Bakborð, þvottaborð, „Mayo“- standur. Það sem þarf sjúklingi til þæg- inda.612 Áður en sjúklingur kemur á skurð- stofu þarf að vera búið að hita vel upp, því brunasjúklingur hefur skerta möguleika á að halda á sér hita. Við komu á hjúkrunarfræð- ingur eða læknir að taka á móti sjúklingi, heilsa honum og ávarpa með nafni. Aldrei skal skilja bruna- sjúkling eftir einan. Reyna þarf að láta fara vel um sjúkling á skurðar- borði, ganga hljóðlega um og skapa eins rólegt umhverfi og hægt er. Brunasjúklingur kemur aftur og aftur á skurðstofu, en þar með er ekki hægt að slá því föstu að hann yfirvinni kvíðann því samfara.6 Almenn viðgengst hér sú reglá að sjúklingur sé svæfður áður en und- irbúningur hans fyrir aðgerðina hefst, þ.e. að teknar séu umbúðir af, þvegið og dúkað. Hins vegar getur þurft í einstaka tilfellum þeg- ar ástand sjúklings er mjög lélegt að framkvæma sem mest af undirbún- ingi fyrir aðgerð að sjúklingi vak- andi, til þess að stytta sem mest svæfingu. Þá er mikilvægt að gott samstarf náist við sjúklinginn. Byrjað er á húðhreinsun og þá fyrst á því svæði þar sem taka á húð til flutnings á sár. Húðin er þvegin og sótthreinsuð í u. þ. b. 5 mínútur með Hibiscrub og það síðan skolað af með saltvatni. Þvegið er nokkuð stærra svæði en nota á. Þá eru sár þvegin og skoluð vel. Dúkað er upp á sérstakt borð fyrir þvott og því haldið alveg aðskildu frá öðrum áhöldum. Að afloknum þvotti er skurðsvæði dúkað af. Sá sem dúkar 12 HJÚKRUN ' - 61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.