Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 15

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 15
ætti að klæðast tvennum hönskum og fjarlægja ytri hanska að aflokinni dúkun til að fyrirbyggja mengun verkfæra og þess svæðis sem taka á húð af.6 Aður en flutningur húðar getur átt sér stað hefur sjúklingur oft gengið í gegnum nokkrar svæfingar vegna hreinsana og umbúðaskipta á brunasárum. því ekki er hægt að flytja húð fyrr en sár eru nokkurn veginn hrein. Ef brunasjúklingur þarf að fara í mjög margar svæfing- ar með stuttu millibili og einkum ef um er að ræða börn eða gamal- menni, er stundum gripið til þess ráðs að svæfa á Ketalar, en það er létt svæfing sem fólk er fljótt að jafna sig eftir. Hins vegar veldur þessi tegund svæfingar því að hljóð í umhverfi magnast í eyrum sjúk- lings og hann jafnvel rangtúlkar. Þegar þessi svæfingaraðferð er not- uð er því sérstaklega mikilvægt að hljótt sé á stofu, einkum þegar sjúk- lingur er að vakna. Sjúklingur sem fengið hefur mikil brunasár er alltaf í hættu samfara svæfingu. í kaflanum um mat var talað um fylgikvilla brunasára og eiga þeir hver um sig þátt í að gera svæfingu áhættusama. Því skyldi allt gert til að aðgerð geti gengið sem best, þannig að svæfing þurfi ekki að lengjast.6 Sýkingavörn Við brunaskaða á húð hverfur vörn húðarinnar fyrir bakteríum. Jafn- framt minnkar sýkingamótstaða líkamans. Streptokokkar eru fyrstir til að ná sér upp. Eftir fjóra til fimm daga koma staphylokokkar og nokkru síðar gramneikvæðar þarmabakteríur, svo sem klebsiella, E-coli og pseudomonas.4,7 Sýklalyfjameðferð nægir ekki til að halda yfirborði sára bakteríulaus- um, heldur er fyrst og fremst til að fyrirbyggja blóðeitrun. Dauður vef- ur býður upp á góð vaxtarskilyrði fyrir bakteríur. Blóðflæði er ekki til vefjarins og þar með ná sýklalyf í æð og varnarkerfi líkamans ekki þangað. í meðferð er um tvennt að ræða, hreinsun brunasára með að- gerð og breiðverkandi sýklalyf.7 Sýkingavörn hefst strax við komu sjúklings á spítala og er framhaldið þar til búið er að græða húð á sár sjúklings. Sjúklingurinn er í ein- angrun bæði til að verja hann fyrir umhverfinu og til að fyrirbyggja dreifingu baktería frá hinum sýkta bruna. í byrjun er um að ræða bakteríur á húð sjúklingsins sjálfs sem ná sér upp vegna skertra varna Iíkamans, og bakteríur úr því um- hverfi þar sem slysið átti sér stað. Síðar koma til bakteríur úr spítala- umhverfinu. Fylgjast þarf stöðugt með sýkingum og þróun þeirra með ræktunum.6 Fyrst eftir brunaskaða er sárið í raun hreint eða dauðhreinsað, en á nokkrum klukkustundum á sér stað mikil fjölgun á þeim bakteríum sem fyrr voru nefndar.2 Tilgangur sýkla- drepandi krema er að minnka þennan vöxt í og við brunasár svo að líkaminn geti betur staðist þessa sýkingu. Krem ráða við flestar sýk- ingar á yfirborði sársins. Hæfileiki kremsins til að ná til dauðra vefja er hins vegar óvissari og því verður að nema burt dauðan vef eins rækilega og hægt er til að fyrirbyggja að bakteríur komist undan sýkladrep- andi meðferð og valdi blóðeitrun.9 Þar sem brunasár verða fljótt menguð, þá þarf að framfylgja stíft settum reglum á skurðstofu varð- andi meðhöndlun sýktra tilfella. Kannanir hafa sýnt að bakteríu- fjöldi á áhöldum eftir hreinsun brunasára er afgerandi meiri heldur en eftir aðrar „óhreinar“ aðgerð- ir.10 Það ber því að forðast alla snertingu með berum höndum á nokkru því sem kemst í snertingu við brunasár, og tau ætti allt að fara í poka sem fara beint í þvottavélar og eyðast þar í heitu vatni, þannig að komið sé í veg fyrir að handfjatla þurfi tau eftir að það fer frá skurð- deild. Áhöld fara í bleyti í sótt- hreinsandi vökva, mislengi eftir því um hvaða vökva er að ræða, en eru síðan dauðhreinsuð í ,,autoklava“. Æskilegt er að nota einnota áhöld eftir því sem hægt er, svo sem sog- slöngur og stúta sem erfitt er að hreinsa. Meðan á aðgerð stendur á umferð á stofu að vera sem minnst. Loftræsting þarf að vera góð og æskilegt er að hægt sé að hafa við- komandi skurðstofu lokaða um nokkurn tíma eftir að aðgerð lýkur. Grisjum er hent. Hjúkrunarfræð- ingur sem er í kring er í slopp og notar hanska er hún tekur á því sem komist hefur í snertingu við sjúk- linginn. Starfsfólk fer úr sloppum, hönskum, skóhlífum og tekur ofan maska og húfu áður en það fer út af stofu, og það er sett í sérstaka poka til varnar mengun. Stofa er þvegin sérstaklega eftir aðgerð með sótt- hreinsandi vökva og allt sem inni á stofunni er, og þvegið er upp um veggi. Síðan skal Ioka stofu í eina klukkustund eða þann tíma sem það tekur loftræstingakerfið á við- komandi stað að skipta algjörlega um loft í stofunni.12 Lokaorð Þegar ég ákvað að leggja út í þetta verkefni, þá var mér ljóst að það væri mjög yfirgripsmikið og ýmsu mundi þurfa að sleppa. Brunasjúk- lingar og meðferð þeirra er mis- munandi og ræðst af mörgum þátt- um sem meðal annars voru nefndir í köflunum hér á undan. Þetta fólk er oft ákaflega illa farið bæði and- lega og líkamlega, og hjúkrun þess mjög krefjandi. Þetta eru þeir sjúk- lingar sem við sem vinnum á skurð- stofum fylgjumst hvað best með þar eð þeir koma aftur og aftur með stuttu millibili. Það væri því ekki nema sjálfsagt að við sem hjúkrun- arfræðingar settum okkur almennt inn í meðferð þessara einstaklinga og hefðum það að markmiði að veita þeim einstaklingsbundna hjúkrun á skurðstofu. Til þess að ná HJÚKRUN X '2A$ - 61. árgangur 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.