Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 16

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 16
MATTHILDUR Ó!7\FSDÓTTIR VALFELLS, öldrunarhjúkrunarfræðingur SÁRSAUKI Vangaveltur um eðli sársauka eru sjálfsagt jafngamlar manninum. Fyrstu skráðar íhuganir, er fjalla um sársauka og varðveist hafa, er að finna hjá Fornegyptum svo og, að sjálfsögðu, í Biblíunni. Skráðar keriningar um eðli sársauka, sem varðveist hafa er ef til vill fyrst að finna hjá Grikkjum. „Aristóteles t. d. áleit sársauka mjög sterka geðs- hrœringu (powerful emotion).“'2 Þegar vísindi fóru að þróast á Vesturlöndum, urðu kenningar um sársauka vísindalegri og menn fóru að skilja hlutverk tauga. Upp- götvun svefn- og deyfilyfja á síðustu öld var stærsta sporið í baráttu mannsins gegn sársauka, enda þótt mönnum þá væri ekki fullljóst hvernig þau virkuðu. Hér mun reynt að rekja nokkuð nútíma kenningar um sársauka og meðferð hans. Þess ber að gæta, að efnið er svo víðtækt, að hér verður að stikla á stóru. Ekki gefst tækifæri til þess að ræða með- höndlun sársauka eða hlutverk hjúkrunarfrœðingsins eins rækilega og œskilegt væri. Hvor þessara þátta gæti verið efni í heila bók. því markmiði væri æskilegast að sömu hjúkrunarfræðingar sinntu hverjum einstaklingi. HEIMILDASKRÁ 1. Acres, Cathleen og Kraft. Edward R. Skin transplantation. Amerícan Journal of Nursing, 1466-1467, ágúst 1981. 2. Artz, Curtis P. og Yarbrough. Dabney R. Management of the Burned Patient, The Upjohn Company, Michigan, 1979. 3. Clarke. A. Murray. Thermal injuries: The care of the whole child. The Journal of Trauma, 823-829, vol. 20, No. 10, 1980. 4. Cronberg, Stig. Infektioner. 284. Almqvist & Wiksell Förlag AB. Stock- holm, 1981. 5. Curreri. William og Luterman, Arnold. Nutritional support of the burned patient. The Surgical Clinics of North America, W. B. Saunders Company, Philadelphia, desember 1978. 6. Feller, Irving og Archambeault, Claudella. Nursing the Burned Patient. Ch. I. II. VI. Institute for Burn Medi- cine, Michigan. 1973. 7. Haburchak. David R. og Pruitt. Basil A. Use of systemic antibiotics in the burned patient, The Surgical Clinics of North America, W. B. Saunders Company, Philadelphia. desember. 1978. 8. Lilja Óskarsdóttir. Hjúkrun brunasjúk- linga. Tímarit Hjúkrunarfélags íslands, 8-11, I. tbl. 1976. 9. Marvin, Janet A. og Einfeldt, Leslie E. Infection control for the burn patient, Nursing Clinics of North America, W. B. Saunders Company, Phila- delphia, desember 1980. 10. Nyström, Bertil. Disinfection of surgical instruments, Journal of Hospital In- fection 2, 363-368, 1981. 11. Rando, Joseph T. Fluid and electrolyte management of the adult surgical patient, AANA, 49-54, vol. 50. 1982. 12. Rhodes, Marie J., Gruendemann, Barbara J. og Ballinger, Walter F. Alexander’s Care of the Patient in Surgery. 103-104, 594-595, The C. V. Mosby Company, St. Louis, 1978. 13. West, Donald og Shuck, Jerry. Emotional problems of the severely burned patient. The Surgical Clinics of North America, W. B. Saunders Company, Philadelphia, desember 1978. 14. Woolridge, Maribeth og Surveyer, Judith A. Skin grafting for full-thick- ness burn injury. American Journal of Nursing, 2000-2004, nóvember 1980. Skilgreining sársauka Sársauka er mjög erfitt að skil- greina á hlutlægan hátt. Hann er til- finning sem ekki er hægt að deila með öðrum. Sársauka verður hver og einn einstaklingur að kynnast af eigin reynslu. Endanlega er það heili hvers og eins, sem skynjar og túlkar hversu mikinn og hverskonar sársauka einstaklingurinn finnur við tilteknar aðstæður. Þetta má heimfæra undir hugtakið um skyn- þröskuld, þ. e. hversu sterk áreitni þarf að vera til að menn skynji hana sem sársauka. Niðurstöður Blay- locks sýndu hærri skynþröskuld fyr- ir sársauka hjá fólki af norðurevr- ópskum uppruna heldur en hjá fólki af mörgum öðrum þjóðern- um.p-bls 271 Tveir einstaklingar virðast geta fundið mismikið til við sömu að- stæður. Keats (1956) ræðir um at- huganir sem benda til mismunandi sársaukaskynjunar sjúklinga við mjög svipaðar skurðaðgerðir.6, bls 23 Sami einstaklingur virðist einnig finna mismikið til við samskonar líkamlegan skaða, sem hann verður fyrir við mismunandi ytri aðstæður. Montaigne (uppi á 17. öld) lýsir þessu þannig: „Við finnum meiri sársauka undan hníf skurðlækrtisins en 10 höggum sverðs í hita orust- unnar.“'-bls-277 Beecher (1956) veitti því athygli, að hermenn þörfnuðust minni deyfilyfja gegn sársauka af ákveðn- um áverka heldur en óbreyttir borgarar gegn samskonar skaða, er þeir urðu fyrir, í ró og næði.6, bls 23 Ein almennasta skilgreining á sárs- auka er sú að hann sé „sú tilfinning, sem viðkomandi einstaklingur segir vera sársauka, þegar hann finnur til hans“.25-bls-26 Önnur skilgreining (samanber Sternbach 1968) er, að sársauki sé sú tilfinning, sem við finnum, þegar líkamsvefir eru að skaðast eða hafa orðið fyrir skaða.3-bls-524 Líffrœðilegt gildi sársaukatilfinningar Þar sem sársauki er mjög neikvæð tilfinning fyrir lífveruna sem fyrir 14 HJÚKRUN 1 -2Ás - 61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.