Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 25

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 25
næmust líffæra okkar, gefur fyrstu samskiptamöguleikana og er besta hlíf okkar. Næst heilanum er húðin mikilvægasta líffæri okkar og sú skynjun sem hvað mest er bundin við húðina er snertingin. Þegar barnið snertir heitt. hrjúft eða kalt, kippist það við af sársauka, svarar symboliskt til orðanna heitt, kalt, hrjúft. Ef veikt barn lendir á hjúkr- unarfræðingi eða sjúkraliða, sem er kaldur og hrjúfur, gæti það orðið til þess að barnið forðaðist næsta hjúkrunarfræðing eða sjúkraliða vegna þess að það tengir hann við sársauka. Snertingin er svo mikilvæg fyrir þroska mannsins, að börn þroskast ekki án snertingar. Algjör vöntun veldur andlegu og líkamlegu niður- broti, sem getur leitt til dauða. Hjá börnum sem fá of litla snertingu, getur það valdið árásarhneigð og skemmdarfýsn, þegar barnið stálp- ast. Mikilvægi snertingar er ekki hægt að ofmeta. Umönnunarsnert- ing er bráðnauðsynleg í meðferðar- umhverfi. Það er lífsnauðsyn að hjúkrunarfólk skilji kraft snerting- arinnar í samskiptum og þroski með sér tilfinningu fyrir því. Saron Róberts, hjúkrunarfræðing- ur, skrifar um nauðsyn snertingar fyrir fullorðna sjúklinga á spítala og segir meðal annars: Nú á tímum eru spítalar tæknivæddir. maskínan drottnandi og sjúklingum vikið til hliðar. Sjúklingur skynjar oft til- finningalega vanrækslu vegna tækninnar. Stundum gerir vélin eða maskínan störfin auðveld, en ef hjúkrunarfólk fer að reiða sig meira á mælitækin en skynjun sína og dómgreind, er hætta á ferðum. Sum •sjúkdómseinkenni verða einnig best greind með snertingu, eins og stækkuð lifur, Iítill eða óreglulegur púls o. s. frv. Snertisamskipti tilheyra innri til- finningaheimi mannsins jafnt og þeim ytri. Sjúklingur sem ekki getur talað sjálfur eða tjáð sig á annan hátt, skynjar þýða snertingu sem umönnun. Því miður hafa margir blandaða óörugga tilfinn- ingu gagnvart snertingu. Sumir hafa bernsku ,,tabu“ gagnvart snertingu öðrum finnst það árás inn í land- helgi sína eða þeir verða vandræða- legir og finnst þeir lítillækkaðir. Ef við skiljum okkar eigin tilfinningar og viðbrögð, hjáipar það okkur til að skilja viðbrögð sjúklinga við snertingu. Þó að orð fylgi oft snertingu, er hún oft áhrifameiri án orða, snerting án orða ber innilegustu merkingu um samúð. Dæmi: Ung kona fæddi sitt fyrsta barn andvana. Hjúkrunar- fræðingurinn skildi vel og hafði djúpa tilfinningu fyrir að hin unga móðir þyrfti að fá útrás fyrir sorg sína og hlustaði með næmi á kvein- stafi hennar, um leið og hún hélt í hönd hennar og hlúði að henni með alúð. Með snertingunni einni tjáði hún ósk sína og þrá, að geta orðið henni að liði. Snerting gefur líka oft ástand sjúk- Iings til kynna, því stundum lýsir hann því betur á þann hátt en með orðum, samanber það er sjúklingur réttir út höndina til að ná taki á hönd hjúkrunarfræðings eða sjúkraliða og leitar þannig hug- hreystingar og léttis. Snerting getur bæði flutt jákvæðar og neikvæðar tilfinningar. Til þess að snerting verði læknandi (terapeutisk) má aðeins nota hana á réttum tíma, réttum stað og á réttan hátt. f gegnum snertingu skynjum við veröld okkar og gegn- um snertingu skynjum við geðs- hræringu annarra. Fyrr á tímum var snerting álitin svo máttug, að lækn- ingar gerðust með handayfirlagn- ingu. Það er brýn nauðsyn að viðurkenna hina læknandi eiginleika snertingar og þörf fyrir frekari rannsóknir á þessu sviði. □ HJÚKRUN 1 - 61. árgangur 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.