Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 11

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 11
skemmdarinnar. Áverkinn felur í sér skerta starfsemi eða algjört tap tveggja mikilvægustu varnarþátta húðarinnar, þ. e. varnar gegn sýk- ingum og fvrirbyggingar vökvataps. Þegar sjúklingurinn hefur komist vfir mesta hættutímabilið, þá bætist við álag vegna líkamslýta og tap skynjunar og geta orðið vandamál í aðlögun sjúklings að umhverfi og þjóðfélagi.6 Breytingar á líkamsstarfsemi Sjúklegum áhrifum bruna á líkam- ann má skipta í þrennt. Áhrif á húð. á blóðrás og efnaskiptasvörun líkamans við stórum áverka og sjúkdómum. Svo sem áður hefur verið nefnt. þá er húðin stærsta líf- færi Iíkamans og tvö meginhlutverk hennar eru stjórn útgufunar frá yf- irborði líkamans og vörn gegn inn- rás baktería, þ. e. sýkingum. Heil- brigð húð er mjög góð vörn útguf- unar frá líkamanum og hitataps. Eðlilegur undirhúðarvökvi sem gufar út um húð er 95% minni en væri ef ekki nyti húðarinnar. Þessi eiginleiki húðarinnar tapast stór- lega við brunaskaða, en hversu mikið tapast stendur í beinu hlut- falli við dýpt áverkans. Fullþykkt- arbruni. þ. e. brunasár sem ná nið- ur í neðstu lög húðar, ónýta að mestu vörn húðarinnar gegn sýk- ingum og dauð húð og vefur bjóða upp á góð vaxtarskilyrði fyrir bakteríur. Stífla í æðum til húðar á einnig sinn þátt í erfiðleikum húð- arinnar við að verjast sýkingum.2 Áhrifum á blóðrás má skipta í tvennt, háræðaleka sem er afleiðing af hitanum, og eyðingu rauðra blóðkorna. Háræðaleki er mestur fyrst eftir áverkann. Eftir það minnkar hann í átt til eðlilegs ástands á 24—48 klukkustundum. Mesta tap blóðvökva og utan- frumuvökva verður á fyrstu 12 klst., en minnkar á næstu 12—24 klst. Búast má við tapi á 25% blóð- vökva og 50% utanfrumuvökva hjá meiriháttar bruna á 24 klukku- stundum.1'6 Rauð blóðkorn springa (,.hemolysera“) við hitann. en einnig er oft mikið af rauðum blóð- kornum lokuð inni í stífluðum æð- um. Algengt er að rauðum blóð- kornum fækki um allt að 10% við alvarlegan brunaáverka. Mikil eyð- ing rauðra blóðkorna kemur oft fram í þvagi. en blóð í þvagi er eitt einkennið um djúpan bruna.1 Efnaskiptasvörun við bruna má skipta í þrjú stig. Fyrst lost, sem er fyrstu 48 klst., niðurbrot og að lok- um uppbyggingu eða viðgerð. Það sem greinir brunalost frá blæðing- arlosti er tímalengdin, þ. e. bruna- lost stendur mun Iengur yfir. Þetta er þar eð verulegt tap blóðvökva á sér stað snemma eftir áverkann svo sem fyrr var nefnt. Oft stendur lost- stigið lengi vegna hins mikla álags sem fylgir stórum, opnum bruna- sárum og oft því samfara alvarlegar sýkingar. Niðurbrot og viðgerð fara eftir stærð og dýpt brunans. hversu alvarleg sýking er til staðar, hreyfi- getu, næringarástandi og hversu lengi sár eru meðhöndluð opin.1 Mikilvægasti þátturinn í stjórnun næringar sjúklings er að sjá fyrir nægjanlegri vökvainntekt og orku. Hins vegar er hægt að minnka orkuþörfina, því að verkir, hræðsla, ótti og kuldi auka losun katekola- mína og því ætti að gera það sem hægt er til að draga úr þessum þátt- um. Viðeigandi notkun verkjalyfja og róandi til að auka þægindi sjúk- lings. auk þess að sjá til þess að vel heitt sé inni hjá sjúklingi, 30-32 gráður, eru nauðsynlegir þættir til að draga úr orkunotkun sjúklings. Annar þáttur sem eykur orkuþörf sjúklings er sýking, en hreinsun sára og lokun er einn mikilvægasti þátturinn í að draga úr sýkingum.5 Mat brunasára Meðferð á bruna fer eftir gerð, út- breiðslu, dýpt og staðsetningu áverkans, og byrjunarmeðferð felst í greiningu þessara þátta. Jafnframt þarf að veita athygli aldri viðkom- andi þar eð börn og gamalmenni þola verr stóran áverka og einnig spilar inn í fyrri sjúkrasaga. Alla þessa þætti þarf að meta í sam- hengi.6 Aðalatriði er að meta dýpt og út- breiðslu brunasára og er þar ákvörðun dýptar mikilvægust með tilliti til batahorfa og tegundar meðferðar. Dýpt er ákvörðuð með útliti sára og þekkingu á því með hvaða hætti slysið átti sér stað. Með tilliti til dýptar er brunasárum skipt í þrjú stig. E stig: Nær aðeins til yfirhúðar. Einkenni eru roði, bjúgur og sviði en ekki blöðrur. Grær án sérstakrar með- ferðar. II. stig: Skiptist í grunnan og djúpan. Við grunnan bruna lyftist yfirhúð frá leðurhúð og blöðrur myndast, svip- ar að öðru leyti til I. stigs bruna. Við djúpan bruna verður töluverð örmyndun og hætta á sýkingu. III. stig: ÖII lög húðarinnar skaddast eða eyðileggjast. Húð er skorpin, eða hvít og vaxkennd. Þarf alltaf að flytja húð og græða á, eftir að búið er að hreinsa sárfleti.2-8 Það getur verið erfitt að greina milli djúps II. stigs og III. stigs bruna. í upphafi meðferðar er því betra að ofmeta frekar en vanmeta dýpt áverkans. Útbreiðsla bruna er skilgreind í % yfirborðs sem brennt er. Líkaman- HJÚKRUN '■- 61. árgangur 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.