Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Síða 11

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Síða 11
skemmdarinnar. Áverkinn felur í sér skerta starfsemi eða algjört tap tveggja mikilvægustu varnarþátta húðarinnar, þ. e. varnar gegn sýk- ingum og fvrirbyggingar vökvataps. Þegar sjúklingurinn hefur komist vfir mesta hættutímabilið, þá bætist við álag vegna líkamslýta og tap skynjunar og geta orðið vandamál í aðlögun sjúklings að umhverfi og þjóðfélagi.6 Breytingar á líkamsstarfsemi Sjúklegum áhrifum bruna á líkam- ann má skipta í þrennt. Áhrif á húð. á blóðrás og efnaskiptasvörun líkamans við stórum áverka og sjúkdómum. Svo sem áður hefur verið nefnt. þá er húðin stærsta líf- færi Iíkamans og tvö meginhlutverk hennar eru stjórn útgufunar frá yf- irborði líkamans og vörn gegn inn- rás baktería, þ. e. sýkingum. Heil- brigð húð er mjög góð vörn útguf- unar frá líkamanum og hitataps. Eðlilegur undirhúðarvökvi sem gufar út um húð er 95% minni en væri ef ekki nyti húðarinnar. Þessi eiginleiki húðarinnar tapast stór- lega við brunaskaða, en hversu mikið tapast stendur í beinu hlut- falli við dýpt áverkans. Fullþykkt- arbruni. þ. e. brunasár sem ná nið- ur í neðstu lög húðar, ónýta að mestu vörn húðarinnar gegn sýk- ingum og dauð húð og vefur bjóða upp á góð vaxtarskilyrði fyrir bakteríur. Stífla í æðum til húðar á einnig sinn þátt í erfiðleikum húð- arinnar við að verjast sýkingum.2 Áhrifum á blóðrás má skipta í tvennt, háræðaleka sem er afleiðing af hitanum, og eyðingu rauðra blóðkorna. Háræðaleki er mestur fyrst eftir áverkann. Eftir það minnkar hann í átt til eðlilegs ástands á 24—48 klukkustundum. Mesta tap blóðvökva og utan- frumuvökva verður á fyrstu 12 klst., en minnkar á næstu 12—24 klst. Búast má við tapi á 25% blóð- vökva og 50% utanfrumuvökva hjá meiriháttar bruna á 24 klukku- stundum.1'6 Rauð blóðkorn springa (,.hemolysera“) við hitann. en einnig er oft mikið af rauðum blóð- kornum lokuð inni í stífluðum æð- um. Algengt er að rauðum blóð- kornum fækki um allt að 10% við alvarlegan brunaáverka. Mikil eyð- ing rauðra blóðkorna kemur oft fram í þvagi. en blóð í þvagi er eitt einkennið um djúpan bruna.1 Efnaskiptasvörun við bruna má skipta í þrjú stig. Fyrst lost, sem er fyrstu 48 klst., niðurbrot og að lok- um uppbyggingu eða viðgerð. Það sem greinir brunalost frá blæðing- arlosti er tímalengdin, þ. e. bruna- lost stendur mun Iengur yfir. Þetta er þar eð verulegt tap blóðvökva á sér stað snemma eftir áverkann svo sem fyrr var nefnt. Oft stendur lost- stigið lengi vegna hins mikla álags sem fylgir stórum, opnum bruna- sárum og oft því samfara alvarlegar sýkingar. Niðurbrot og viðgerð fara eftir stærð og dýpt brunans. hversu alvarleg sýking er til staðar, hreyfi- getu, næringarástandi og hversu lengi sár eru meðhöndluð opin.1 Mikilvægasti þátturinn í stjórnun næringar sjúklings er að sjá fyrir nægjanlegri vökvainntekt og orku. Hins vegar er hægt að minnka orkuþörfina, því að verkir, hræðsla, ótti og kuldi auka losun katekola- mína og því ætti að gera það sem hægt er til að draga úr þessum þátt- um. Viðeigandi notkun verkjalyfja og róandi til að auka þægindi sjúk- lings. auk þess að sjá til þess að vel heitt sé inni hjá sjúklingi, 30-32 gráður, eru nauðsynlegir þættir til að draga úr orkunotkun sjúklings. Annar þáttur sem eykur orkuþörf sjúklings er sýking, en hreinsun sára og lokun er einn mikilvægasti þátturinn í að draga úr sýkingum.5 Mat brunasára Meðferð á bruna fer eftir gerð, út- breiðslu, dýpt og staðsetningu áverkans, og byrjunarmeðferð felst í greiningu þessara þátta. Jafnframt þarf að veita athygli aldri viðkom- andi þar eð börn og gamalmenni þola verr stóran áverka og einnig spilar inn í fyrri sjúkrasaga. Alla þessa þætti þarf að meta í sam- hengi.6 Aðalatriði er að meta dýpt og út- breiðslu brunasára og er þar ákvörðun dýptar mikilvægust með tilliti til batahorfa og tegundar meðferðar. Dýpt er ákvörðuð með útliti sára og þekkingu á því með hvaða hætti slysið átti sér stað. Með tilliti til dýptar er brunasárum skipt í þrjú stig. E stig: Nær aðeins til yfirhúðar. Einkenni eru roði, bjúgur og sviði en ekki blöðrur. Grær án sérstakrar með- ferðar. II. stig: Skiptist í grunnan og djúpan. Við grunnan bruna lyftist yfirhúð frá leðurhúð og blöðrur myndast, svip- ar að öðru leyti til I. stigs bruna. Við djúpan bruna verður töluverð örmyndun og hætta á sýkingu. III. stig: ÖII lög húðarinnar skaddast eða eyðileggjast. Húð er skorpin, eða hvít og vaxkennd. Þarf alltaf að flytja húð og græða á, eftir að búið er að hreinsa sárfleti.2-8 Það getur verið erfitt að greina milli djúps II. stigs og III. stigs bruna. í upphafi meðferðar er því betra að ofmeta frekar en vanmeta dýpt áverkans. Útbreiðsla bruna er skilgreind í % yfirborðs sem brennt er. Líkaman- HJÚKRUN '■- 61. árgangur 9

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.