Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 51

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 51
Fréttir — Fréttir — Fréttir — Fréttir Á námskeiði austfirskra hjúkrunarfræðinga „14. maí lauk á Eiðum námskeiði er stjórn Austurlandsdeildar Hjúkrunarfélags íslands gekkst fyrir. Þátttakendur og leiðbeinend- ur voru starfandi hjúkrunarfræð- ingar og ljósmæður víðs vegar af Austurlandi. A námskeiðinu var einkum fjallað um hjúkrun hjartasjúklinga, Iyfja- gjafir öldrunarsjúklinga og hjúkrun almennt. Að sögn Þuríðar Back- man, formanns Austurlandsdeildar Hjúkrunarfélags íslands, var einnig fjallað um heimahjúkrun á nám- skeiðinu - svo og heimilishjálp aldraðra. Það var samdóma álit þátttakenda - að sögn Þuríðar - að efla þurfi þá þjónustu til muna enda sé hún víða af skomum skammti og ábótavant. Þá lögðu þátttakendur námskeiðsins þunga áherslu á náið samspil þessara þátta, þ. e. heima- hjúkrunar og heimilishjálpar. Þetta er í þriðja skiptið sem aust- firskir hjúkrunarfræðingar efna til námskeiðahalds á Eiðum - og hafa námskeið þessi þegar sannað gildi sitt. ,,Með þessum hætti kynnast hjúkrunarfræðingar á Austurlandi persónulega og þurfa ekki að sækja kostnaðarsama endurmenntun jafn oft og ella til Reykjavíkur. Að sögn Þuríðar Backman er til- finnanlegur skortur á hjúkrunar- fræðingum á Austurlandi - og eru léleg launakjör sjálfsagt einn or- sakavaldur þess. Stjórn Austurlandsdeildar Hjúkr- unarfélags íslands situr nú á Egils- stöðum en flyst milli staða skv. ákveðnum reglum. Næst mun stjórnin t. d. sitja á Seyðisfirði. For- menn deilda Hjúkrunarfélags Is- lands víðs vegar um land mynda síðan stjórn HFI. r-i Tímarit um félagsráðgjöf og félagsmálastefnur — Nordisk Socialt Arbeid, er fag- tímarit félagsráðgjafa á Norður- löndum. Fagfélagið í hverju Norð- urlandi á sinn fulltrúa í ritstjórn tímaritsins. Ritnefndir starfa síðan í hverju landi, en aðalbækistöð rit- stjórnarstarfsins er í Osló. I ís- lensku ritnefndinni sitja Sævar B. Guðbergsson, Nanna K. Sigurðar- dóttir og Sigrún Júlíusdóttir, sem er ritstjóri. -Tímaritið, sem býður upp á efni varðandi stefnur og strauma á sviði félagsmálaþjónustu á erindi til allra, sem starfa á félagsmálasviði eða láta sig varða félagsstörf og félagsmálastefnur. Einkum eru það félagsráðgjafar og samstarfsstéttir þeirra, stjórnendur stofnana og fé- lagsvísindamenn, stjórnsýslu- og stjórnmálamenn. - Tímaritið kemur út fjórum sinn- um á ári. Það inniheldur greinar um rannsóknarverkefni, yfirlitsgreinar, umræðugreinar og bókakynningar. í hverju hefti er fjallað um sérstakt svið. Öll löndin leggja fram sinn skerf til greiningar á félags- og efnahagsástandi á Norðurlöndum og á framtíðarmöguleikum skjól- stæðinga og félagsmálastarfsfólks. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Júlíusdóttir, Geðdeild Landspítalans, E-1 Landspítalinn, 105 Reykjavík Sími: Vs. 29000, Hs. 21428 Leiðrétting Forsíðumynd 3.-4. tölublaðs 1984 var gjöf frá Bimu Gunnarsdóttur, til starfsfólks gjörgæsludeildar Borg- arspítala en ekki Landsspítala, eins og misritaðist í blaðinu. HJÚKRUN biður velvirðingar á þessum mistökum. Stjórn Austurlandsdeildar Hjúkrunarfélags íslands, frá vinstri: Þuríður Backman, formaður, Margrét Gunnarsdóttir og Anna Guðný Árnadóttir. - MorgunblaðiðlÓlafur. ■ r mÆm þ H mmé v liðv’ ÍM HyjjjQt %■■■ HJÚKRUN ' -2/fo - 61. árgangur 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.