Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 23
• Haltu bol í sömu stellingu. Láttu
höfuðið síga út á hægri öxl. lyftu
því aftur og láttu það síga á
vinstri öxl og lyftu því aftur.
• Láttu höfuðið síga niður á
bringu og hreyfðu það hægt til
hægri eins langt og það kemst,
hreyfðu það síðan eins til vinstri.
Gerðu þetta í takt við andar-
dráttinn.
• Athugaðu hvort spenna sé enn-
þá í höfði eða hnakka. ímynd-
aðu þér spennuna eins og hnút á
reipi. Hugsaðu þér að þú leysir
hnútinn einn af öðrum og losir
spennuna. Vegna þess að höfuð
og hnakki eru eins og straum-
breytir fyrir margar taugar og
vöðva, verður afslöppun þar til
þess að afslöppunin dreifist á
fleiri hluta Iíkamans.
Einbeiting hugans er þriðja und-
irstaða afslöppunar. Hún færir
þér tilfinningu um ákveðni og
stjórn á hugsun og athöfnum.
Til þess að æfa einbeitni er eftirfar-
andi:
• Horfðu stíft á einhvern lítinn
hlut (t. d. títuprjón) og hugsaðu
einungis um þennan hlut, útlit,
lit, lögun o. s. frv. Án æfingar
gætum við flest ekki haldið hug-
anum við þetta lengur en í tæpa
mínútu. Aðrar hugsanir troða
sér inn á milli. Ýttu þeim hugs-
unum til hliðar og haltu áfram
að einbeita þér að hlutnum.
• Teldu andardrátt þinn og teldu
upp að 4 við innöndun og segðu
hægt: „Slappaðu af,“ við útönd-
un.
• Reyndu að vera afskiptalaus
gagnvart þessum óboðnu hugs-
unum en notaðu ekki kraft til að
flæma þær í burtu.
Eins og annað tekur það sinn tíma
og þolinmæði að læra afslöppun.
Eftirfarandi gæti hjálpað þér við
þann lærdóm:
Taktu þér ákveðinn tíma til þagnar,
þó að ekki væri nema 10 mínútur
dag hvern. Þögnin hjálpar til að róa
hugann og gefur um leið afslöppun.
Finndu þér vin til að æfa með þér.
Finndu þér bækur um afslöppun
eða farðu á námskeið.
Reyndu að nota öll tækifæri til af-
slöppunar, þó að þú eigir annríkt,
t. d. þegar þú stoppar á rauðu ljósi,
í baði o. s. frv. Þegar afslöppun er
orðin þér töm finnur þú að hún
hjálpar þér við öll þín störf. Hún
hjálpar til við að annast sjúka og
einnig getur þú kennt þeim að
slappa af þegar þess er þörf, þeim
líður betur í návist þinni og öll
snerting við þá er markvissari og
þægilegri.
Til að styrkja afslöppun þína not-
aðu 5—10 sekúndur til afslöppunar
áður en þú ferð inn á sjúkrastofu.
Lokaðu þá augunum og láttu
spennu hverfa, andaðu djúpt með
kviðnum. Til eru margar mismun-
andi aðferðir til að læra slökun, en
þær stefna allar að sama marki. □
HJÚKRUN 1 ;Ai - 61 árgangur21