Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 36

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 36
hvort og þá hvenær sé siðferðilega heimilt að nýta þetta frelsi. En þó svo að fallist sé á rétt manns til að svipta sig lífi. t. a. m. á þeirri forsendu að valið milli lífs og dauða sé hinsti valkostur mannsins og það að viður- kenna fyllilega mannlegt frelsi sé jafnframt að fallast á rétt manns til að kjósa dauðann. þá fer því fjarri að af því megi ótvírætt draga ályktun um réttmæti líknar- drápa, svo sem ætla mætti við fyrstu sýn. Ef rétturinn til að svipta sig lífi er viðurkenndur sem hinsti möguleiki mannlegs frelsis til að staðfesta sjálft sig sem frelsi, þá virðist erfitt að hugsa sér að einhver annar en maður sjálfur gæti framkvæmt verknaðinn; þessi verknaður virðist eingöngu framkvæmanlegur af manninum sjálfum vegna þess að enginn getur deilt dauða sínum með öðrum: Dauða sinn getur enginn átt sameiginlega með öðrum — fremur en nokkur getur lifað eigin lífi nema maður sjálfur. Af þessu má sjá að það er ókleift að selja öðrum í hendur rétt sinn til að svipta sig lífi; þeim rétti, ef rétt skyldi kalla, geta menn ekki firrt sjálfan sig og selt öðrum í hendur. Líknardráp verður því aldrei lagt að jöfnu við sjálfsmorð, hversu mjótt sem kann að vera á mununum eins og áður er rakið. En víkjum nú að hinum skilningi orðanna „réttur til að deyja". Ég sagði að í þessu gæti falist réttur til að vera ekki sviptur eigin dauðdaga. Pá er í fyrsta lagi átt við skýlausan rétt manns til að vera ekki sviptur lífi áður en dauðastundin rynni upp að öðrum kosti. Eessi réttur bannar á ótvíræðan hátt líknardráp sem á sér stað án vitneskju um vilja mannsins eða að honum forspurð- um. I öðru lagi heimilar þessi réttur manninum að ákveða með hvaða hætti fyrirsjáanlegan dauðdaga ber að, t. a. m. hvort hann kýs að njóta umönnunar á sjúkrahúsi til hinstu stundar eða dvelja í heimahúsum ef þess er kostur. Mönnum ber ótvíræð skylda til þess að virða þennan rétt og gera allt sem á þeirra valdi stendur til að létta mönnum dauðann, hugsanlega með lyfjagjöf til að lina þjáningar, þó að slíkt geti haft í för með sér að dauðastundinni sé flýtt, ef það er gert með vitund og vilja sjúklingsins. Hér getur þó munurinn á líknardauða í þessum skilningi og líknardrópi orðið óljós í einstökum tilfellum. Hinn ólíki skilningur þess sem við er átt er þó ótvíræður. Rétturinn til að deyja í hinum síðari skilningi bannar á ótvíræðan hátt líknardráp sem framið er án vilja mannsins eða að honum forspurðum, slíkt væri beinlín- is morð. Getur slíkur verknaður nokkurn tíma verið siðferðilega réttlætanlegur? Ákvörðun um slíkan verknað geta menn reynt að réttlæta á tveimur gerólík- um forsendum sem menn blanda þó oft saman. Annars vegar geta menn giskað-á eða talið sig vita af einhverj- um ástæðum að maðurinn hefði kosið að vera sviptur lífi. Hins vegar geta menn höfðað til umhverfisins og viljað réttlæta verknaðinn sem varnarráðstöfun þess. Rökin, sem áður hafa verið rakin, gegn því að unnt sé að framselja öðrum rétt sinn til lífs og dauða eiga enn frekar við í fyrra tilfellinu sem hér er nefnt. Síðara tilfellið er hins vegar nátengt spurningunni um réttmæti fóstureyðinga eða nánar sagt þeirri röksemd að fóstur- eyðing sé heimil sem varnarráðstöfun konunnar. Út- burður barna fyrr á tímum var réttlættur sem varnar- ráðstöfun. Hliðstæða þess nú á dögum er það þegar vansköpuð börn eru „látin deyja“ eða eru m. ö. o. svipt lífi. í slíkum tilfellum er hætt við að menn blandi saman tveimur ólíkum forsendum, skírskoti jöfnum höndum til þeirra erfiðleika sem blasi við börnunum sjálfum fái þau að lifa og til þeirra erfiðleika sem blasi við að- standendum eða þjóðfélaginu að taka á móti börnun- um. Fyrri forsendan er alveg af sama tagi og þegar ntenn vilja réttlæta það að maður sé sviptur lífi vegna þess að slíkur mvndi hafa verið vilji hans. Síðari for- sendan er hins vegar algerlega óháð hinni fyrri og teng- ist þeirri skoðun sem margir telja einu réttlætingu fyrir manndrápi. en það er þegar maður er sviptur lífi sökum þess að hann ógnar lífi annarra og engin Ieið virðist vera til að vernda líf þeirra önnur en sú að hann sé drepinn. Hér verða ekki settar fram neinar niðurstöður af þess- um hugleiðingum um réttmæti líknardrápa. enda markmiðið það eitt að gefa sýnishorn af þeirri tegund umræðu sem tíðkast í siðfræði. Og margt er enn órætt um þetta efni. Hvernig getur t. a. m. helgi lífsins, sem er grundvallaratriði í kristnum boðskap. samrýmst hugsanlegum rétti mannsins til að eyða eigin lífi eða annarra? Getum við litið svo á að lífið hafi gildi ísjúlfu sér og sé sem slíkt þess virði að því sé lifað, þegar við höfum fyrir okkur dæmi um það að líf manna er þeim með öllu óbærilegt? Getur manndráp verið hugsanlega réttlætanlegt í líknarskyni eingöngu þegar manninum er bráður bani vís og líður hinar verstu kvalir á meðan hann bíður dauða síns? Eða er helgi lífsins slík að mannslífi megi aldrei eyða nema þá sem síðustu ráð- stöfun til varnar öðru eða öðrum mannslífum? 3. Um frjálslvndi og íhaldssemi í uppeldi Hugum nú að öðru siðferðilegu úrlausnarefni sem virð- ist verulega frábrugðið þeim tveim sem rædd hafa ver- ið. Hvort eiga foreldrar að vera frjálslyndir eða íhalds- samir ef börn þeirra fara að reykja, drekka og stunda næturlíf með félögum sínum? Hér verður horft fram hjá þjóðfélagslegri hlið málsins og þeim margþætta vanda sem óregla unglinga getur valdið; einnig verður horft fram hjá sálrænni eða til- finningalegri hlið málsins sem getur endurspeglast í nánast ósjálfráðum viðbrögðum foreldra eða unglinga hvers í annars garð. Verkefnið er að skýra hinn sið- 30 HJOKRUN ' i/b - 61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.