Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 7

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 7
Viðtal vid skurðlijúkruuarfræðing á Borgarspítala Sp.: I hverju er starfsemin á skurð- stofunni fólgin hér á Borgarspítal- anum? Hún er mjög fjölþætt, en er þó fyrst og fremst til að sinna bráðatilfell- um, sem berast víða að. Skurðstofa Borgarspítalans er trúlega sú skurðstofa sem hvað mest mæðir á er varðar öll bráðatilfelli sem berast um slysadeildina. En einnig eru starfræktar ýmsar sérdeildir við spítalann, sem ekki eru starfræktar annars staðar, svo sem heila- og taugaskurðdeild og háls-, nef- og eyrnadeild. Fyrir utan öll bráðatil- fellin sem þurfa aðgerðar við fara hér fram allar almennar skurðlækn- ingar. Sp.: Hvert er í stórum dráttum starfssvið skurðhjúkrunarfræðings- ins hér á skurðdeild Bsp. ? Undirbúa aðgerðir dagsins og skipuleggja vinnuna, standa „steril“ við aðgerðir og vera í kring. Mjög mikil vinna fer í að undirbúa sjúk- lingana fyrir aðgerðir. Síðan eru sólarhringsvaktirnar mjög erfiðar. Sp.: Hvernig er háttað samstarfi starfshópanna (lækna og hjúkrun- arfrœðinga) t. d. hvað varðar niður- röðun aðgerða, séróskir varðandi áhaldatiltekt o. s. frv. ? Yfirleitt er samstarfið ágætt. Ný- lega var sá háttur tekinn upp hér að þeir skurðlæknar sem eiga aðgerð- ardaga mæti á fund kl. 13:00, dag- inn fyrir aðgerð ásamt svæfinga- lækni og deildarstjóra skurðstofu. Þau ákveða síðan í sameiningu nið- urröðun aðgerða á skurðstofur og tímasetningu næsta dags. Sp.: Er mikið um „sérþarfir“ hjá læknunum? Sérþarfir lækna eru alveg ótrúlegar hér á Borgarspítalanum. Ég er þó ekki alveg dómbær um það hvort það sé eins á hinum spítölunum, en ég get varla ímyndað mér að þær séu meiri annars staðar. En á meðan þeir komast upp með sérþarfirnar verður ástandið óbreytt. Kristín Úlfljótsdóttir er skurð- hjúkrunarfrœðingur á skurð- deild Borgarspítalans. Hún svaraði nokkrum spurningum frá okkur. Sp.: Hvernig hefur verið mannað af skurðhjúkrunarfræðingum undan- farið? Mönnun hefur verið í algjöru lág- marki og í sumar sem leið var ástandið mjög erfitt. Oft á tíðum var ekki hægt að manna nema tvær skurðstofur. Þá var ákveðið að ráða sjúkraliða á skurðstofurnar til þess að létta undir með okkur, Áður en það var gert var búið að reyna til þrautar að fá skurðhjúkrunarfræð- inga til starfa við deildina. Þeir eru ekki á lausu og flest allir þegar í vinnu. Skýringarinnar á því er e. t. v. að leita í að ekkert skurð- hjúkrunarnám hefur verið í gangi um nokkurra ára skeið, en það mun standa til bóta, því nú mun fara af stað skurðhjúkrunarnám í Nýja hjúkrunarskólanum. Auglýst var á Norðurlöndunum eft- ir hjúkrunarfræðingum og fengum við þrjá danska hjúkrunarfræðinga. Vegna mikils vinnuálags er erfitt fyrir hjúkrunarfræðinga með börn og heimili að vinna hér nema hluta- vinnu. Sp.: Sumir vilja meina að óþarfi sé að hafa hjúkrunarfræðinga við hlið skurðlœknisins til að rétta áhöldin; nóg væri að hafa tæknimenntaða stétt til þess. Hvert er þitt álit á þessu? Ég hef oft velt þessu fyrir mér sjálf og er nú satt að segja ekki á því að skurðhjúkrun sé bara fólgin í að rétta verkfæri. í skurðhjúkrun felst mikil og ábyrgðarfull hjúkrun, öll umönnun sjúklingsins á meðan á aðgerð stendur. Þar kemur margt til, t. d. sýkingavarnir, legusára- varnir, lyfjameðferð, geislameð- ferð, andleg og líkamleg hjúkrun. Ég veit ekki hvort tæknar eru það sem koma skal en víst er að hjúkrun þarf alltaf. Sp.: Hvað finnst þér til úrbóta hvað varðar skortinn á hjúkrunarfræð- ingum? Launahækkanir númer 1-10. Sp.: Hvernig á „ideal“-skurðstofa að vera, að þínum dómi? Það sem mér er efst í huga eftir að hafa unnið hér er að hafa nóg pláss til þess að vinna og nóg geymslu- pláss; en það hefur skurðstofa Bsp. ekki upp á að bjóða, því hún er sprungin utan af sér fyrir mörgum árum. En „ideal“ skurðstofa er ekki til hér á þessu landi og er spurning hvort hægt er að breyta þeim sem fyrir eru, endaiaust. Mín skoðun er sú að byggja þurfi nýja einingu frá grunni og vanda þar vel til. Ása HJÚKRUN 1 - 61. árgangur 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.