Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 19

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 19
Meðhöndlun sársauka A. Almenn atriði Frumatriðið í meðferð á sársauka er. að raunveruleiki sársauka ein- staklingsins/sjúklingsins sé aldrei dreginn í efa. Takmark meðhöndl- unar á sársauka er að bæta líkam- lega og andlega Iíðan einstaklings- ins/sjúklingsins. Meðferð sársauka fer eftir því. hvort hann er bráður. langvarandi eða lífsloka sársauki, svo og eftir því hver orsakavaldur hans er. Einnig þarf að hafa í huga líkamlegt og andlegt ástand einstaklingsins/ sjúklingsins. Oft er erfitt að greina, í fljótu bragði, hvers eðlis sársauk- inn er, en slíkt er mikiivægt til þess að geta linað þjáningar einstak- lingsins/sjúklingsins sem fyrst. Sársauka má meðhöndla með ýms- um aðferðum, svo sem lyfjameð- ferð. skurðaðgeröum, geðrænni meðferð, nálarstunguaðferðum, „biofeedback" og jafnvel dáleiðslu. Áhrifamáttur hinna ýmsu aðferða fer eftir eðli sársaukans. Oft þarf að beita fleiri aðferðum en einni sam- tímis, og verður rætt um þær hér á eftir. B. Lyfjameðferð Algengasta meðferð við sársauka er lyfjameðferð. Sársaukastillandi lyf má flokka í tvo aðalflokka: a. Væg verkjalyf, svo sem aspirín. b. Sterk verkjalyf, eins og t. d. morphine. Þau fyrrnefndu eru áhrifaminni, eins og nafnið ber með sér, og virka þau á úttaugakerfið, með því að hamla gegn flutningi taugaboða. Þau síðarnefndu hafa áhrif á mið- taugakerfið og virka þau á þrjá vegu: i) þau breyta sársaukaskynjun ii) þau breyta viðbrögðum líkam- ans við sársauka iii) í stærri skömmtum virka þau svæfandi Séu væg verkjalyf, svo sem aspirín. gefin með sterkum verkjalyfjum. t. d. morphine, hafa þau samverk- andi áhrif. Öll þessi lyf má nota við hinar ýmsu tegundir sársauka. Auk þess eru geðlyf og róandi lyf notuð við langvarandi og lífsloka sárs- auka. Guðni Þorsteinsson telur að lyf gegn þunglyndi reynist gagnleg í meðferð á langvarandi sársauka, ekki einungis vegna þunglyndis margra slíkra sjúklinga, heldur einnig vegna áhrifa á taugahvata í miðtaugakerfinu (á svipaðan hátt og „endorphine"). Þetta veldur umbreytingum á sársaukaboðum.18 Mc Gaugh (1977) og Saunders (1976) benda á mikilvægi þess að fyrirbyggja lífsloka sársauka (terminal pain), eins og mögulegt er, með tíðum. reglubundnum lyfjagjöfum, þar sem verkurinn er sífelldur, og koma þannig í veg fyrir að hinn ógnvekjandi sársauki nái sér upp.:' Við St. Christopher’s Hospice eru viðeigandi verkjalyf gefin á 4ra tíma fresti allan sólarhringinn, og oftar. ef þörf krefur." Sama máli gegnir með Brompton spítalann í London. þar sem hin upprunalega brompton mixtura var fyrst not- uð.28 Ekki má gleyma þætti „placebo" lyfja, en það er staðreynd að þau hafa áhrif, enda þótt þau innihaldi ekki nein virk efni. „Beecher (1959) skýrir frá því, að þegar sjúk- lingar voru mjög kvíðnir, hafi mor- phine slegið á sársauka í 52% til- fella en „placebo" gert sama gagn í 40%. Væri kvíði hins vegar ekki áberandi stilltu þessi lyf sársauka hjá 26%, en morphine hjá 84%. Beecher taldi að „placebo" linaði sársauka um það bil þriðjungs sjúk- linga."6-bls-25 Þar sem kvíði er stór þáttur í skynj- un sársauka er ekki að undra þó að „placebo" hafi áhrif, á óbeinan hátt, með því að draga úr kvíða sjúklingsins. Shapiro (1960) segir: „Það er óhjá- kvæmilegt að komast hjá þeirri nið- urstöðu, að saga lyflækninga sé mestmegnis saga „placebo" áhrifa, þar sem flest lyf hafa verið „place- bo" til skamms tíma.“6 bls-25 önnur meðferð Skurðaðgerðir eru stundum notað- ar, einkum við langvarandi sárs- auka. Margar sársaukastillandi að- gerðir hafa verið þróaðar undanfar- in ár. Þær eru fólgnar í því að rjúfa taugabrautir á einn eða annan hátt, t. d. þegar óskurðtæk æxli eru í brisi, en þau valda miklum sársauka í baki og efri hluta kviðar.21bU 27og28 Nálarstunguaðferðin hefur líklegast átt upptök sín í Kína á steinaldar- tímum, og hefur þróast þar síðan. Það er einungis nýlega að hún hefur hlotið viðurkenningu sem læknis- meðferð í vestrænum löndum. Lítið er vitað hvernig hún virkar, en kenningar hafa komið fram um það, að hún hamli gegn flutningum sársaukaboða eftir sumum tauga- brautum, með því að auka áreitni frá öðrum. Önnur kenning er, að nálarstunguaðferðin auki fram- leiðslu „endorphine" efna í tauga- kerfinu og dragi þannig úr sárs- auka.8 Geðlækningameðferð er oft stór þáttur í bættri líðan sjúklinga/ein- staklinga, er eiga við kvíða og þunglyndi að stríða af völdum sárs- auka. Þar sem kvíðinn eykur sárs- aukann, er oft hægt að draga úr honum, með því að grípa inn í þennan vítahring á viðeigandi hátt. Undir geðlækningameðferð mætti e. t. v. flokka dáleiðslu, en hún hef- ur verið þekkt í yfir 200 ár og er nú stundum notuð til að hamla gegn sársauka. Ýmsar fleiri aðferðir eru notaðar til að draga úr sársauka, þótt ekki verði fjallað um þær hér. Hlutverk hjúkrunarfræðingsins Vellíðan sjúklinga stjórnast fyrst og fremst af því, hvort þeir eru þjáðir af sársauka eða ekki. HJÚKRUN ‘ *yts-6I. árgangur 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.