Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 47

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 47
Fréttir — Fréttir — Fréttir — Fréttir Kynningarheimsókn að Droplaugarstöðum Þriðjudaginn 9. júlí kl. 16.30, er hjúkrunarfræðingum boðið í heimsókn til að skoða og kynna sér starfsemi Droplaugarstaða, heimili aldraðra að Snorrabraut 58. Sigrún Oskarsdóttir, forstöðumaður Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Aðalfundur Reykjavíkurdeildar HFÍ var haldinn 12. febrúar sl. í Hjúkrunarskóla íslands og sóttu hann rúmlega 70 manns. Fráfarandi formaður, Jón Karlsson, flutti ársskýrslu deildarinnar. Kom þar m. a. fram að stjórnarfundir urðu 17 og félagsfundir 7, á starfs- árinu. Félagar í deildinni voru í janúar 1985, 1380 og hafði þeim fjölgað um 49 á árinu. Þá var mikill undirbúningur fyrir fulltrúafund inntur af hendi. Trúnaðarmenn á félagssvæði deildarinnar eru nú nálægt 80 og átti stjórnin mikið og gott samstarf við þá. Mikið var haldið af vinnustaðafundum fyrir uppsögn samninganna í september sl. og komið var af stað upplýsinga- vakt HFÍ að Grettisgötu 89 í sam- ráði við stjórn og kjaramálanefnd HFÍ. Tóku fjölmargir félagsmenn þátt í því og stóðu ótrauðir verk- fallsvaktir þrátt fyrir fulla vinnu á meðan á verkfalli stóð. Þá gerði gjaldkeri grein fyrir reikn- ingum deildarinnar, en tekist hefur að reka deildina mjög sparlega. Lögð var og fram og samþykkt fjár- hagsáætlun fyrir 1985. Þá voru gerðar breytingar á lögum deildar- innar. Að því búnu fór fram stjórnarkjör. Jón Karlsson lét af störfum sem formaður, en það starf hefur hon- um farist vel úr hendi sl. 4 ár. Dag- björt Bjarnadóttir var sjálfkjörinn formaður til næstu 2 ára í hans stað. Stjórn deildarinnar er nú þannig skipuð: Dagbjört Bjarnadóttir, formaður, gflnnr mSöiaasæ Dagbjört Bjarnadóttir formaður Hrafnhildur Baldursdóttir, varafor- maður, Lilja Steingrímsdóttir, ritari, Anna Soffía Guðmundsdóttir, gjaldkeri, Ingibjörg Alda Guðmundsdóttir, meðstjórnandi. Til vara voru kosnir: Ingibjörg Hjálmarsdóttir, María Sveinsdóttir, Erna Sigmundsdóttir. Þá voru kosnir fulltrúar á fulltrúa- fund, að þessu sinni 13 nýir, en í ár á deildin 28 fulltrúa á fulltrúafund. Frestur til að skila inn tillögum til fulltrúafundur var síðast í febrúar. Undir liðnum önnur mál, tóku margir til máls og var aðal umræðu- efnið: Léleg launakjör, innflutning- ur erlends vinnuafls og lítil þátttaka í félagsmálum, en mjög illa gekk að fá nýjan formann fyrir deildina. Þá kom enn einu sinni upp sú spurning hvort HFÍ ætti ekki að fara úr BSRB. Að lokum þakkaði Dagbjört Bjarnadóttir, nýkjörinn formaður, traustið og kvaðst hlakka til starfs- ins. Jóni Karlssyni var afhentur blóm- vöndur frá Rvk.deild og þökkuð vel unnin störf. Síðan þakkaði Jón Karlsson félögum og stjórn sam- starfið og óskaði nýkjörnum for- manni velfarnaðar í starfi, og sleit fundi. F. h. stjórnar Rvk.deildar Lilja Steingrímsdóttir, ritari. Fréttir frá Reykjavíkurdeild HFI Reykjavíkurdeild HFÍ óskar öllum hjúkrunarfræðingum gleðilegs sum- ars og þakkar þeim fyrir samstarfið í vetur. Fimm stjórnarfundir hafa verið haldnir frá aðalfundi. Almenn fé- lagsfundur var í deildinni þann 18. apríl sl., þar sem kynntar voru til- lögur til fulltrúafundar HFÍ. Fá- mennt var á fundinum og er stjóm Rvk.deildar að vonum ekki ánægð með það. Því hefur stjórnin ákveðið í samráði við félagsmenn sína að fara af stað með kröftuga félags- málakennslu. í von um að auka virkni hins almenna félagsmanns í félagsstarfinu. Félag er jú ekki virkt nema hinn almenni félagsmaður sé það og veiti stjórninni stuðning og styrk. Var fyrsta félagsmálanám- skeiðið verða haldið 28.-30. maí og 4.-6. júní og stóð frá kl. 20—22^. Leiðbeinendur voru fengnir frá UMFÍ (Ungmennafélagi Islands) meðal annars vegna anna hjá BSRB. UMFÍ hefur mjög gott námsefni á sínum snærum. Þátt- tökugjald var kr. 300,00 og voru námsgögn innifalin. Á námskeiðinu voru kennd fundarsköp og ræðu- mennska. Kennslan fór fram í Mjölnisholti 1, 4. hæð. Góð þátt- taka var á námskeiðinu. \ HJÚKRUN >■-*As - 61. árgangur 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.