Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 3

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 3
FORSlÐA: Gífurleg þrengsli orsaka lélegan aðbúnað starfsfólks skurðdeildar Landakots. - Ljósm.: Ingibjörg Árnadóttir. 1.-2. tölublaö júní 1985 61. árgangur ÚTGEFIÐ AF HJÚKRUNARFÉLAGI ÍSLANDS RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, SlMI 15316 OG 41622 RITSTJÓRN: ÁSA ST. ATLADÓTTIR, SlMI 51126 SIGRlÐUR SKÚLADÓTTIR, SlMI 43908 RANNVEIG SIGURBJÖRNSDÓTTIR, SlMI 40187 AUGLÝSINGAR OG BLAÐDREIFING: INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, SlMI 15316 OG 41622 SIGRlÐUR BJÖRNSDÓTTIR, SlMI 15316 OG 21177 BLAÐIÐ KEMUR ÚT ÁRSFJÓRÐUNGSLEGA. ENDURPRENTUN BÖNNUÐ ÁN LEYFIS RITSTJÓRA. EFNISYFIRLIT Skortur á hjúkrunarfræðingum 2 Brunar 8 Sársauki 14 H ug arástand - J af n væg i 19 Samskipti án orða 22 Um siðfræði og siðfræðikennslu 24 Siðfræðileg viðhorf í heilsugæslu og hjúkrun 36 HvaðerMedic Alert 39 Fréttir 41 Letur: Times 10 pt. á 12 pt. fæti. Millifyrirsagnir 12 pt. Myndatextar 8 pt. á 10 pt. fæti. Pappír: Fincoat 100 gr. Prentun: Prentsmiöjan Hólar hf. Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa — Kjaramál Eftir afdrifaríkt verkfall sl. haust og samninga- gerö í kjölfar þess, hafa kjaramál hjúkrunar- fræðinga og umræöa um þau einkennst af því ástandi er nú ríkir en þaö er skortur á hjúkrun- arfræðingum til starfa, aöallega viö sjúkrahús en einnig við heilsugæslu. í könnun Hjúkrunarfélags íslands er prófessor Þórólfur Þórlindsson gerði og birtist í 1. og 3- 4. tbl. Hjúkrunar 1984, voru hjúkrunarfræðingar spurðir um hver væri ástæðan fyrir því að skortur væri á hjúkrunarfræðingum til starfa, svöruðu þeir eftirfarandi: 1.41 % telja lág laun ástæðuna. 2. 22% nefna óreglulegan vinnutíma. 3. 15% segja að vinnan samræmist illa heimil- isstörfum. 4. 9% nefna mikið vinnuálag. 5. 9% nefna vandamál vegna barnagæslu. Lágum launum, vaktavinnu og miklu vinnuálagi er í öllum tilfellum raðað í forgangsröð. Á undanförnum 12 árum hafa að meðaltali 96 hjúkrunarfræðingar fengið hjúkrunarleyfi ár- lega hér á landi. Á þessu ári verða þeir trúlega eitthvað færri en árið 1986 munu brautskrást um 130 hjúkrunarfræðingar. Óvíst er að þessir hjúkrunarfræðingar fáist til hjúkrunarstarfa. Ástæðan er lág laun. Engin könnun liggur nú fyrir um hversu margir hjúkr- unarfræðingar hafa hætt hjúkrun og farið í önn- ur störf vegna lágra launa. Þó er óhætt að full- yrða að vísbending er í þá átt og einnig að hjúkrunarfræðingar starfandi á sjúkradeildum hyggjast ráða sig í 50% starf en taka síðan 50% aukavaktir. Hér er um launalegan ávinn- ing að ræða fyrir hjúkrunarfræðinga er gæti orðið ca. 10 þúsund kr. á mánuði fyrir einstak- linginn. Við slíkar aðstæður myndu skapast aukin vandamál við stjórnun hjúkrunarmála og skipulag þeirra, auk þess sem samfella í hjúkr- unarþjónustunni er erfiðari og hin tíðu manna- skipti skapa óöryggi fyrir skjólstæðing og hjúkr- unarfræðing. Það sem nú skiptir mestu máli, eigi raunhæfar úrbætur að fást, er að snúa þróun mála við. Slíkt verður ekki gert nema því aðeins að hjúkr- unarfræðingar telji sig geta lifað af launum sín- um og þar með stundað þau störf er þeir hafa menntað sig til og vilja starfa við. í dag er slíkt ekki til staðar. Sigþrúður Ingimundardóttir, formaður HJÚKRUN 1 árgangur 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.