Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 37

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 37
ferðilega vanda sem við er að fást og setja fram megin- reglu honum til lausnar. Frá íhaldssömu sjónarmiði má segja að vandinn stafi af því að tvær höfuðskyldur foreldra gagnvart barni sínu takist hér á: Annars vegar sú skylda að vernda barnið fyrir öllum skaðlegum áhrifum og siða það svo með boðum og bönnum að það temji sér góðar lífsvenjur, og hins vegar sú skylda að virða frelsi og vilja barnsins eftir því sem kostur er. Og fyrri skyldan á að sitja í fyrirrúmi: Foreldrar geta aldrei virt frelsi barnsins svo að þeir láti ekkert að gert ef barnið er bersýnilega að fara sér að voða. Nú er óregla á borð við reykingar og drykkjuskap greinilega skaðleg börnum og unglingum og því virðist sjálfsögð skylda foreldra að vernda börn sín fyrir slíku eftir því sem þeim er frekast unnt. Slík eru meginrök þeirrar afstöðu sem við kennum hér við íhaldssemi: Foreldrum beri skylda til að ganga gegn frjálsræði unglinganna í þessum efnum og banna þeim að reykja og neyta áfengis vegna þess að slíkt er þeim til tjóns. Lítum nú á það sjónarmið sem við kennum hér við frjálslyndi. Við skulum gefa okkur að samkvæmt því sjónarmiði sé fallist á hinar tvær höfuðskyldur foreldra og að hin fyrrnefnda sitji að öllum jafnaði í fyrirrúmi. Einnig skulum við segja að skaðsemi reykinga og áfengisneyslu sé viðurkennd. Hver geta þá verið rökin fyrir því að sýna frjálslyndi og hafna því að það sé siðferðilega réttmætt að banna reykingar og neyslu áfengis? Meginrökin eru þau að boð og bönn í þessum efnum séu ekki aðeins tilgangslaus, heldur í senn skað- leg og ranglát; skaðsemi þeirra væri fólgin í því að þau hefðu yfirleitt öfug áhrif á unglingana, en ranglæti þeirra í hinu, sem vegur siðferðilega miklu þyngra, að þau brjóta gegn sjálfsákvörðunarrétti sem barnið hefur þegar öðlast siðferðilega þó að það lúti forræði foreldra að lögum. Samkvæmt þessum rökum er hinn siðferðilegi vandi illa borinn fram þegar sagt er að hann sé fólginn í því að tvær skyldur foreldra eða forráðamanni takist á, þ. e. skyldan að vernda unglinginn með boðum og bönnum og skyldan að virða frjálsræði hans. Vandinn væri í raun deila milli réttar foreldra til að hafa afskipti af málefnum unglingsins og réttar unglingsins til að taka ákvarðanir um sín mál. Annars vegar væri réttur foreldra til að hafa vit fyrir unglingnum, hins vegar réttur unglingsins til að ráða sér sjálfur og þá einnig til að gera sín mistök. Unglingi bæri ekki siðferðileg skylda til að fara eftir boðum og bönnum foreldra varðandi reykingar og áfengisneyslu vegna þess að hann hefði öðlast sjálfsákvörðunarrétt og bæri fulla ábyrgð á gerðum sínum hvað þetta varðar frá siðferði- legu sjónarmiði. Er einhver leið til að skera úr þessum ágreiningi eða hljótum við að fallast á að bæði sjónarmiðin séu jafn rétthá frá sjónarhóli siðfræði? Ef við föllumst á að bæði sjónarmiðin séu jafn rétthá, þá viðurkennum við að geðþótti hljóti að ráða úrslitum: Menn eigi þess ein- faldlega kost að velja hvort sjónarmiðið þeir aðhyllist eftir smekk sínum. Slík „lausn“ merkir raunar að við gefumst upp við að leita að niðurstöðu í málinu því að ekki er hægt að viðurkenna geðþótta manns sem sið- ferðilega viðmiðun eða reglu þó að hann ráði vissulega oft í reynd. HJÚKRUN >■■2As - 61. árgangur 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.