Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 24

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 24
Samskipti án orða Snening í hjúkrun / y. Síðustu 3 áratugi hafa mannfræð- ingar rannsakað snertingu og áhrif hennar í mannlegum samskiptúm, og því hlutverki sem hún gegnir í hinum ýmsu þjóðfélögum. Notkun snertingar fer mikið eftir fjölskyldum, hvernig og hversu mikið hún er notuð, þar spilar inn í trú, menning, kyn, aldur o. s. frv. Vestur-Evrópuþjóðir nota snert- ingu lítið, miðað við Austurlanda- þjóðir. Það er ekki hvað síst í veik- indum, sem eru af andlegum toga spunnin, sem við getum ekki komið boðum til skila með orðum einum saman. í þeim tilfellum og mörgum öðrum, getur hjúkrunarfræðingur notfært sér áhrifamátt snertingar til að ná sambandi við sjúkling og koma til móts við mikilvægar and- legar þarfir sjúklings, svo sem þörf- ina fyrir ástúð, umhyggju, öryggi, gagnkvæmt traust og sjálfsvirðingu. Því er nauðsynlegt að hjúkrunar- fólk geri sér grein fyrir og kunni að fara með svo mikilvægt tjáningar- tæki sem snerting er. Víst er að snerting getur gert meira illt en gott ef ekki er rétt með farið og hún er sannarlega vandmeðfar- in, vegna þess hve náin samskipti hún hefur í för með sér. í hjúkrun getur snerting verið höfuðatriði í allri hegðun, án orða, Víst er að snerting getur gert meira illt en gott efekki er rétt með farið og hún er sannar- lega vandmeðfarin, vegna þess hve náin samskipti hún hefur í för með sér. Hrönn Jónsdóttir hjúkrunar- kennari þýddi og endursagði kafla úr bókinni ,,Back to the Human Touch“ eftir Marion Nesbitt Blondis og Barbara E. Jackson. sjúklingar eru snertir í öllum athöfnum hjúkrunar. Þú snertir sjúkling er þú mælir hita, tekur blóðþrýsting, baðar o. s. frv. Það er ekki viðlit að hjúkra án snertingar Hvernig þú gerir það, segir sjúk- lingi mjög mikið um það, hvernig tilfinningar þú berð til hans og hans veikinda. Hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði, sem hikar við að taka þétt í hönd málvana sjúklings, hefur e. t. v. enga andúð á sjúklingi, en uppeldi hans gerir kannski snert- ingu erfiða í þannig aðstæðum. Því miður hefur sjúklingur engar að- stæður til að vita það eða skilja, en skynjar aðeins andúðina. Snerting er mest persónubundin af öllum okkar skynjunum, af því að hún kemur tveim mannverum í náið samband. Snertingin er frum- stæðasta skynjunin. Barnið notar snertinguna til að kanna veröldina. Fyrsta snerting okkar eða samband okkar við lífið er gegnum snerting- una. Nýfætt barn finnur hönd ljós- móðurinnar, fær sín viðbrögð þegar því er vaggað, róað, baðað og mat- að. Fyrsta hljóð barnsins þagnar þegar það er lagt á kvið móður sinnar og finnur þar hlýtt athvarf. Fyrstu þægilegheit lífsins koma af snertingu, og einnig oft þau síðustu, þar sem snerting er oft það eina sem hægt er að veita deyjandi sjúk- lingi, þar sem orð komast ekki að. Í húðinni eru móttakarnir fyrir snert- ingu; sumir telja húðina hafa sál, en aðrir að hún sé eins og kufl sem sveipar okkur alla. Hún er elst og 22 HJÚKRUN i '/ij - 61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.