Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 26

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 26
PÁLL SKÚLASON Um siðfræði og siðfræðikennslu Hér er lagt til að helsta kennsluaðferðin í sið- fræði verði umrœða þar sem megináherslan er lögð á kröfuna um samkvœmni: Samkvæmni í orðum og samkvæmni milli orða og breytni. Að ræða eða að tala er margslungin breytni og margar hinar mikilvægustu athafnir fram- kvæmir maðurinn einungis með orðum sínum eins og að lofa og að Ijúga. Að segja eitt og síðan annað, sem brýtur gegn því sem maður hefur áður sagt er frá sjónarhóli kennslu og fræða vítaverð ósamkvæmni. Erindið var fjölritað á vegum Félags áhuga- manna um heimspeki, Reykjavík 1982. ,,Hjúkrun“ þakkar höfundi birtingarleyfið. Almenn atriði Siöfræði hefur til þessa ekki verið sjálfstæð kennslu- grein í grunnskólum eða framhaldsskólum og því er ástæða til að ræða frá ýmsum hliðum þann vanda sem væntanlegum kennurum í greininni er á höndum og freista þess að veita þeim ábendingar um fagið. Almennur skilningur á siðfrœði Þó að siðfræði sé ævagömul fræðigrein, eins og rök- fræði, sálarfræði og stærðfræði, þá hefur viðgangur hennar verið töluvert annar en þessara greina og ber margt til. Einfaldasta skýringin er sú að viðfangsefnið sjálft, siðferði, er svo samofið daglegri reynslu, þekk- ingu og máli að það verður ekki sértekið og rannsakað jafn auðveldlega og tölur og mengi eða náttúrleg fyrir- bæri. Venjulegur skilningur á orðinu siðfrœði er til marks um þetta. Þegar menn taka sér það orð í munn eiga þeir oftast við skoðanir manna á tiltekinni breytni, gjarnan á samskiptum kynjanna. eða þeir eiga við lífs- reglur manna í daglegu lífi. Þessum almenna skilningi tengist algeng skoðun en hún er sú að siðir manna og hugmyndir í siðferðilegum efnum séu afstæðar, þær séu breytilegar frá einum ein- staklingi til annars, frá einu landinu til annars og frá einum tíma til annars. Dæmi þessari skoðun til stuðn- ings eru auðfundin. Það var t. a. m. til forna viður- kenndur siður að bera börn út ef þau voru af einhverj- um ástæðum talin vera til óþurftar. Flesta nútímamenn hryllir við þessum sið og þvkja þeim hugmyndir manna hafa verið grimmilegar í meira lagi. Þá eru orðin siður og siðferði haft um ólíkustu athafnir og breytni. svo sem helgiathafnir og áfengiskaup á föstudögum. Siðfræði gefur forskriftir Samhliða þessum víða skilningi orðanna siður, siðferði og siðfræði, hefur siðfrœði sérstakan hljóm sem mis- jafnlega lætur í eyrum: Siðfræðin segir okkur hvað við eigum að gera, hvernig við ættum að vera, hvað sé rétt eða rangt, hvað sé gott og hvað sé illt. Hún gefur okkur forskriftir um mannlífið, hvernig okkur beri að haga okkur og um leið virkar hún sem tæki til að halda dómstól yfir sjálfum okkur og öðrum. Á bak við sið- fræðina virðist því búa kennivald sem hefur rétt til að segja fyrir um rétt og rangt og sem mönnum ber að hlýða. Samviska fólks nemur þessi boð og bönn, er eins konar tengiliður milli okkar sjálfra og siðfræðinnar. Siðfræði og siðfræðikerfi Öll eiginleg siðfræði er tvímælalaust forskriftarleg, set- ur fólki reglur um líferni og breytni; og þetta einkenni hennar veldur því að oft er hún lögð að jöfnu við til- tölulega fastmótað kerfi siðaboða og banna sem unnt er að ganga að vísu. Því fer þó fjarri að til séu nokkur auðrekjanleg og auðlærð siðfrœðikerfi\ jafnvel svo- nefnd kristileg siðfræði myndar ekki heilsteypt og auð- veldlega sundurgreinanlegt kerfi boða og banna sem 24 HJÚKRUN > -2/Si - 61. árgangur UÓSM.: INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.