Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 44
Virginia Henderson segir um hiö
sérstaka hlutverk hjúkrunarfræð-
ings aö það sé fólgið í því að hjálpa
einstaklingnum, sjúkum sem heil-
brigðum, í öllu sem stuðlar að heil-
brigði og bata eða friðsælum dauð-
daga. Veita aðstoð við það, sem
hann sjálfur myndi gera, hefði hann
ti! þess nægan vilja, þrótt eða þekk-
ingu. Þetta þarf hún að gera á þann
hátt, að það örvi hann til sjálfs-
bjargar.
Hlutverk hjúkrunarfræðinga og
lækna skarast að hluta hvað með-
ferð viðvíkur. Þó er það svo að ef
litið er á sjúklinga sem við getum
kallað hjúkrunarsjúklinga, að okk-
ar hlutur og sjúkraliða er stærstur.
Má þar nefna króniska geðsjúkl-
inga, langlegusjúklinga og dauð-
vona sjúklinga, þar sem virkri lækn-
ismeðferð er hætt. Hvar stöndum
við gagnvart þessum sjúklingum
sem svo gjörsamlega eru háðir um-
hverfi sínu, margir gleymdir og
varnarlausir, en einnig gagnvart að-
standendum? Hver er þeirra rétt-
ur? Höfum við að leiðarljósi rétt
þeirra til almennra mannréttinda?
Linum við þjáningar? Stuðlum við
að friðsælum dauðdaga? Hér eiga
siðareglur okkar að vera hjáip
ásamt siðgæðisvitund þannig að við
getum sagt: „Allt var gert sem í
mannlegu valdi stóð til að ná fram
þeirri hámarksvellíðan er hægt var
hverju sinni.“?
Skráning upplýsinga er stór liður í
starfi heilbrigðisstétta, og verður æ
umfangsmeiri hvort heldur er við
heilsugæslu eða sjúkrahús. Tölvu-
væðing á þessu sviði sem öðru hefur
rutt sér til rúms og nánast hægt að
fletta upp á öllum persónulegum
upplýsingum. Þetta setur þeim er
skráir skyldur og ábyrgð á herðar,
þannig að ekki sé annað skráð en
það sem hægt er að standa við. Að-
gang að t. d. sjúkraskrám og hjúkr-
unarskýrslum hefur fjöldi manns,
en oft er eins og sá er skýrslan fjall-
ar um, eigi engan aðgang að henni
og oft blátt bann lagt við því.
Hér er mikilvægt atriði er taka þarf
afstöðu til; einnig hvernig þeir er
aðganginn hafa eru sér þess með-
vitaðir að um einkamál sé að ræða.
Það leiðir síðan hugann aftur að
mikilvægu atriði sem er þagnar-
skyldan. Siðareglur hjúkrunarfræð-
inga segja að hjúkrunarfræðingur
gætir trúnaðar í einkamálum og
hagnýtir þess háttar vitneskju með
gát. Margar stofnanir láta nýbyrjað
starfsfólk skrifa undir þagnarheiti,
og er það vel, en því miður virðist
allt sem að baki býr slíkri undir-
skrift oft gleymast. Gildismat fólks
til slíkra hluta er mismunandi, en
fræðsla um hvað þagnarheitið felur
í sér oft takmörkuð. Ekki má held-
ur gleyma þeirri náttúru fólks að
vera forvitið. Því vita meðsjúkling-
ar oft allt um hagi sinna samsjúkl-
inga og láta vitneskjuna góðfúslega
af hendi.
í lögum Hjúkrunarfélags íslands er
samþykkt var á fulltrúafundi 1983
er kveðið á um að siðanefnd skuli
starfa. f henni skulu sitja 3 fulltrúar
sem kosnir eru beinni kosningu á
fulltrúafundi til 2ja ára í senn.
Stjórnarmenn HFÍ eru ekki kjör-
gengir í siðanefnd.
Hér á eftir verður fjallað um störf
siðanefndar lækna og fróðlegt að
heyra hvernig mál berast þangað
inn. Sem betur fer virðast fá mál,
enn sem komið er, berast siða-
nefndinni okkar, hvort það er af því
að fólki er ekki kunnugt um störf
hennar veit ég ekki, en nauðsynlegt
er að hafa nefnd er getur tekið á
slíkum málum. Fyrir nefndinni ligg-
ur nú mál vegna meints brots á
siðareglum hjúkrunarfræðinga
hvað varðar að lina þjáningar.
Hjúkrunarrannsóknir eru enn sem
komið er lítið stundaðar hér á
landi. Þar koma siðfræðileg viðhorf
sterkt inn.
SSN hefur unnið bækling um siða-
reglur þeirra er stunda rannsóknir á
sviði hjúkrunar á Norðurlöndum.
Þar segir í inngangi:
„Ef menn eru notaðir sem rann-
sóknarefni á sviði hjúkrunar skap-
ast vitaskuld ýmis siðfræðileg
vandamál sem oft eru þó hin sömu
og í öðrum vísindagreinum. í slík-
um rannsóknum á hjúkrunarsvið-
inu er lögð rík áhersla á siðfræði-
lega ábyrgð hjúkrunarfræðinganna
og að þeir bera einnig ábyrgð á
umönnun sjúklingsins.
Við rannsóknir af þessu tagi verður
að fara eftir þeim lögum og reglu-
gerðum sem í gildi eru í viðkom-
andi landi."
Þessi bæklingur er til á skrifstofu
Hjúkrunarfélags íslands og öllum
hjúkrunarfræðingum frjálst að
nálgast hann.
Siðanefnd innan heilbrigðisstofn-
ana, viðvíkjandi rannsóknum, eru
komnar í nágrannalöndum okkar
en ekki hér á landi.
Hvernig stöndum við síðan gagn-
vart siðareglum hvers annars,
þekkjum við þær, rekast þær á?
Hvar stöndum við t. d. ef við í nafni
vísindanna erum farin að fram-
kvæma hluti sem stangast á við
okkar siðareglur. Þetta reynir á
sjálfstæði okkar og siðgæðisþroska.
Holl samskipti heilbrigðisstétta í
milli eru mikilvæg, því það er virð-
ing fyrir lífinu og mannhelgi sem á
að vera leiðarljós fyrir okkur sem
teljum okkur heilbrigðisstéttir. □
Spakmæli
Nú ó dögum lifa menn allt af
nema dauðann
o. WILDE
Lygarinn verður
að hafa goft minni
QUINTIIIANUS
Þrír geta þagað yfir
leyndarmdli
ef tveir þeirra eru dauðir
B. FRANKLIN
38 HJÚKRUN 1 '2/4s - 61. árgangur