Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 38

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 38
Oft geta erfiðleikar við lausn í máli sem þessu stafað af því að vandinn hefur ekki verið borinn fram og skýrður nægilega vel; e. t. v. hefur eitthvað gleymst eða ein- hverju slegið saman. Lítum því aftur á málið. Samkvæmt íhaldssemi stafaði vandinn af því að tvær skyldur foreldra virtust stangast á: Skylda til að siða barnið, skyldan til að virða vilja þess. Og hin fyrri ætti að sitja í fyrirrúmi þegar spurt er hvort heimilt sé að Ieyfa unglingum að reykja eða neyta áfengis. Sam- kvæmt frjálslyndu sjónarmiði var vandinn hins vegar fólginn í árekstri milli réttar foreldra til að hafa vit fyrir unglingi og réttar unglings til að ráða sér sjálfur. Og hér ætti réttur unglingsins að ráða. Ef við berum nú þetta tvennt saman þá sjáum við aug- ljósa galla á hvorri framsetningunni um sig. í fyrra til- fellinu er vandamálið bundið við foreldrana og sam- visku þeirra og gengið að því vísu að sjálfsákvörðunar- réttur unglingsins sé takmarkaður við það hvort for- eldrum þóknast að virða hann eða ekki. En nú verður rétturinn til sjálfræðis ekki skammtaður úr hnefa, held- ur tilheyrir hann hverjum manni og verður smám sam- an virkari eftir því sem menn komast til vits og ára. Og sé þessi réttur ekki virtur eða viðurkenndur er raunin sú að menn taka sér hann sjálfir eftir því sem þeir hafa getu og aðstöðu til. Spurningin um það hvort foreldrar eigi að sýna frjálslyndi eða íhaldssemi í afstöðu sinni til unglinga, ef þeir fara að reykja og drekka, skírskotar því ekki aðeins til skyldna foreldra, heldur líka til réttar unglingsins til sjálfræðis, óháðan skyldum foreldra. Ef menn átta sig á þessu virðist vandinn breytast, eins og við lýstum samkvæmt hinu frjálslynda viðhorfi, og verða spurning um rétt foreldra andspænis rétti ung- lingsins. En hér er aftur önnur villa og ekki síður alvar- leg: Ef unglingur hefur sjálfsákvörðunarrétt í viðkom- andi efnum þá hafa foreldrar augljóslega ekki siðferði- legan rétt til að breyta ákvörðun hans; þau yrðu þá að svipta hann þessum rétti, sem þeim er sennilega ókleift í flestum tilfellum, hafi unglingurinn í reynd tekið sér þennan rétt. Við sjáum því að ágreiningurinn er alls ekki milli réttar foreldra og réttar unglings, heldur snýst málið miklu fremur um það hvernig saman megi fara skyldur foreldra og réttur unglinga til sjálfrœðis. Þegar málið er lagt fyrir með þessum hætti sjáum við að ekki er um neinn grundvallarágreining að ræða milli tveggja öndverðra sjónarmiða. Við höfum fyrir okkur í senn höfuð-skyldur foreldra að vernda unglinginn og virða, og réttmæta kröfu unglingsins til sjálfræðis. Vandinn sem við foreldrum blasir er sá að meta skyld- ur sínar í hverju einstöku tilfelli með hliðsjón af vilja og sjálfsákvörðunarrétti unglingsins. Ef vilji unglings get- ur verið augljós, þá gildir ekki hið sama um rétt hans. Hver er nákvæmlega siðferðilegur réttur unglings til sjálfsákvörðunar í málum af því tagi sem hér um ræðir? Þetta er hið siðferðilega vandamál sem foreldrar eða forráðamenn hljóta að glíma við hvort sem þau eru íhaldssöm eða frjálslynd í viðhorfum sínum til uppeldis. Og sé þessi vandi tekinn alvarlega, þá felur það í sér að viðurkennd er ein óskráð meginregla eða viðmiðun, sem verður ljós þegar við lítum á tvö algengustu brotin gegn henni, þ. e. í fyrsta lagi þegar foreldrar ætla sér alfarið að hafa vit fyrir börnum sínum með boðum og bönnum sem börnin skilja e. t. v. ekki eða vilja ekki viðurkenna; í öðru lagi þegar foreldrar varpa ábyrgð- inni yfir á börnin með því að ætla þeim einum að setja sér Iífsreglur þegar þau hafa enga aðstöðu til að meta hvað þeim er fyrir bestu. í báðum þessum tilfellum er brotin sú meginregla, sem foreldrum ber að fylgja í samskiptum við unglinga, að taka mið af erfiðleikum þeirra við að móta líf sitt og taka ákvarðanir sem sið- ferðilega ábyrgar og sjálfstæðar persónur. Ég held að foreldrar almennt hugsi og breyti í anda þessarar reglu og að hún liggi ábyrgðartilfinningu þeirra gagnvart unglingum til grundvallar. III. Um kristilega siðfræði Hér hefur verið rætt um íhaldssemi og frjálslyndi í sið- ferðilegum efnum og því ástæða til að spyrja um helstu forsendur og rök þessara ólíku viðhorfa. Nú er svo- nefnd kristileg siðfræði gjarnan talin vera íhaldssöm, og liggur beinast við að benda á afstöðu kirkjunnar og kirkjunnar manna til umræddra úrlausnarefna þeirri skoðun til stuðnings. Hin opinbera afstaða hefur einatt verið sú að hafna fóstureyðingum sem manndrápum og líknardrápum sem morðum, svo og að berjast gegn allri Iausung í lífi unglinga sem annarra, ekki síst þeirri sem gjarnan fylgir neyslu áfengis og fíkniefna, frjálsu ástar- sambandi eða ótímabæru kynlífi. Margar helstu for- sendur og rök íhaldssamra siðferðissjónarmiða mætti þá finna í kristilegri siðfræði. Hér er ástæða til að staldra við því að leggja má ólíkan skilning í orðin „kristileg siðfræði", einkum hafa menn ólíkar skoðanir á því hvernig skilja beri tengsl siðfræð- innar við boðskap Krists. Ýmist líta menn svo á að kristileg siðfræði sé útlegging á siðferðilegum boðskap Krists og Biblíunnar, gerð í því skyni að innræta mönn- um kristilegan mælikvarða á rétt og rangt og kenna þeim að lifa kristilegu líferni; kristileg siðfræði væri þá ekki annað en liður í því að flytja boðskapinn — hún væri prédikun. Aðrir líta svo á að tengsl hins trúarlega boðskapar og siðfræðinnar séu á allt annan veg; kristi- Ieg siðfræði fjalli um allt mannlegt siðferði í ljósi boð- skaparins en án þess að ganga út frá því að þar sé að finna óumdeilanlegan mælikvarða á siðferði. Hér er síðarnefndu skoðuninni fylgt og hún talin mun æskilegri. í boðskap Krists er ekki unnt að greina neina 32 HJÚKRUN 1 - 61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.