Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 28

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 28
Almenn siðferðileg viðhorf íhaldssemi og frjálslyndi í siðferðilegum efnum eru hinir andstæðu pólar í viðhorfum fólks og daglegri um- ræðu. Ýmist sýna menn fastheldni á ákveðnar og oft gamlar reglur eða þeir leggja áherslu á frelsi hvers og eins til að gera það sem honum sýnist. Og oft ber við að sami maðurinn sé íhaldssamur í vissum siðferðilegum efnum og frjálslyndur í öðrum; eða þá að hann sé íhaldssamur þegar um nákomin skyldmenni eða vini er að ræða en frjálslyndur þegar ókunnugir eiga í hlut - eða þá öfugt. Ef fólk er mjög reikult í afstöðu sinni getur slíkt verið til marks um ósamkvæmni og lausung sem gerir fólki erfitt um vik að horfast í augu við sið- ferðilegan vanda og eykur því á ráðleysi þess í þeim efnum. Siðferðileg úrlausnarefni Osamkvæmni okkar í siðferðilegum efnum gefur vís- bendingu um það hversu óljósar og reikular hugmyndir við kunnum að hafa um eigin siðferðileg viðhorf. Eitt meginhlutverk siðfræði er að skýra siðferðileg við- horf okkar með því að draga fram í dagsljósið þær hugmyndir, skoðanir og reglur, sem hin ýmsu ólíku við- horf eru reist á eða höfða til. Þessu til skýringar verða nú rakin nokkur dæmi um siðferðileg úrlausnarefni og rætt stuttlega um forsendur algengra viðhorfa til þeirra. Fyrsta dæmið verður fóstureyðingar, annað dæmið líknardráp; en þriðja dæmið lýtur hins vegar að upp- eldi: Hvort eiga foreldrar heldur að vera frjálslyndir eða íhaldssamir ef börn þeirra fara að reykja, drekka og stunda „næturlíf" með félögum sínum? Hin tvö fyrstu dæmi eru um einstök mikilvæg vandamál sem eru mikið rædd og umdeild á okkar dögum. Þriðja dæmið er hins vegar eitt helsta áhyggjuefni margra for- eldra og kann að vera afar viðkvæmt og erfitt eins og raunar öll önnur alvarleg siðferðileg vandamál. Öll þessi úrlausnarefni hafa á sér margar hliðar, miklu fleiri en svo að þeim verði gerð skil í einni bók, hvað þá í örstuttri greinargerð sem þessari sem hér verður gerð. 1. Um fóstureyðingar Spurningin um fóstureyðingar hefur valdið og veldur enn deilum meðal foreldra, lækna, lögfræðinga og fleiri sem málið snertir. Raunar varðar þetta mál þjóðfélagið allt eins og löggjöf í þessum efnum ber með sér. Hér verður málið eingöngu rætt sem siðferðilegt úrlausnar- efni: Eiga fóstureyðingar siðferðilegan rétt á sér eða eru þær siðferðilega fordæmanlegar? Skoðanir manna á þessu skiptast gjarnan í tvö horn: Annars vegar eru þeir sem hafa „íhaldssama" afstöðu til fóstureyðingar, telja hana siðferðilega óréttlætanlega og líkja henni jafnvel við manndráp eða morð; hins vegar eru þeir 26 HJÚKRUN ' -2Aj - 61. árgangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.