Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 41

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Blaðsíða 41
er ekki aðeins rangt af þeim ástæðum sem ég hef þegar rakið heldur háskalegt frá uppeldislegu sjónarmiði; frelsisvitund manna er þá samsömuð sektarkennd, en sektarkenndin er vitund um það að hafa brotið gegn betri vitund og vilja og því firrt sig eigin frelsi. Spurningin um helstu forsendur og rök fvrir íhaldssemi eða frjálslyndi höfða til ólíkra kenninga um samband frelsis og siðalögmáls. Annars vegar höfum við kenn- ingar um það að siðalögmál, sem kveður á um skyldur manna. sé til í veruleikanum óháð því hvort manni er það fyllilega ljóst eða hvort maður vill viðurkenna það: Sérhver maður sem kemst til vits og ára uppgötvar lög- mál sem segir honum að gera það sem rétt er. Hins vegar höfum við kenningar um það að siðalögmálið sé sprottið af mannlegu frelsi, búið til af mönnum: Sér- hver maður sem kemst til vits og ára gerir sér ljóst að hann verður sjálfur að setja sér siðareglur. Fvrri kenningarnar má nefna lögmálskenningar en hin- ar síðari sjálfdœmiskenningar.'' V. Krafan um samkvæmni Áður hefur verið vikið að ósamkvæmni og hún talin gefa vísbendingu um það hversu óljósar og reikular hugmyndir við getum haft um eigin siðferðisviðhorf. Osamkvæmni getur verið af ýmsu tagi, t. a. m. þegar menn halda fram í sömu mund fullyrðingum sem ekki geta farið saman eða brjóta í bága hver við aðra, eða þegar ekki fara saman orð og breytni, þ. e. þegar menn vitandi vits eða óafvitandi eru óheilir í afstöðu sinni með því að segja eitt en gera annað. Osamkvæmni eða fals af slíku tagi getur valdið óbætanlegu tjóni fyrir alla umræðu um siðferði: Ef það sem menn segja um sið- ferði sitt er márklaust tal eða yfirbreiðsla, er þá ekki öll umræða um þessi efni háskalegur blekkingarleikur eða í skásta tilfelli tímasóun? Mannlífið væri vissulega allt öðruvísi ef fólk blístraði hvert á annað eins og fuglarnir í stað þess að segja eða segja ekki það sem það hugsar, langar til eða ætlar sér. En hjá orðræðum komast menn ekki og einræða eða samræða er eina leið mannsins til að gera sér grein fyrir þeim vanda sem því fylgir að vera maður og verða að breyta sem siðleg vera. Hér er því lagt til að helsta kennsluaðferðin í siðfræði verði umrœða þar sem megináherslan er lögð á kröfuna um samkvæmni: Samkvæmni í orðum og samkvæmni milli orða og breytni. Að ræða eða að tala er marg- slungin breytni og margar hinar mikilvægustu athafnir framkvæmir maðurinn einungis með orðum sínum eins og að lofa og að ljúga. Að segja eitt og síðan annað, sem brýtur gegn því sem maður hefur áður sagt er frá 1. Gott dæmi um lögmálskenningu er að finna í litlu riti eftir C. S. Lewis. Rétt og rangl (Bókagerðin Lilja 1946), en ágætt dæmi um sjálfdcemiskenninguna er kenning J. P. Sartre í ritinu Tilveru- stefnan er mannhyggja sem er væntanlegt í íslenskri þýðingu. sjónarhóli kennslu og fræða vítaverð ósamkvæmni, hversu saklaust sem ^fnið er, nema að maður hafni vitandi vits því sem fyrr var sagt, helst með einhverjum rökum. Að aga fólk til samkvæmni í orðum er eitt hið mikilvægasta verkefni allrar siðfræðikennslu því að slíkt er helsta leiðin til að þjálfa fólk til að móta heil- steypta hugsun og taka ákvarðanir vitandi vits um eigin afstöðu og viðhorf. Umræða er ekki aðeins vandasöm kennsluaðferð, heldur oft á tíðum óframkvæmanleg, t. a. m. sökum fjölmennis í bekk. Með því að leggja fyrir verkefni þar sem rakinn er raunverulegur siðferðilegur vandi - og nemendum ætlað að búa sig undir tímann skriflega - ætti þó að vera unnt að hafa kennsluna að verulegu leyti í formi umræðna, ekki síst ef jafnframt er kleift að skipta bekknum í nokkra hópa sem kennari getur gengið á milli. Samkvæmnin er að sjálfsögðu ekki eina krafan sem gera þarf í siðfræðikennslu. Það er unnt að móta sið- fræðikenningu af ýtrustu samkvæmni án þess að hún eigi þó við nokkur gild rök að styðjast. Samkvæmnin er einungis nauðsynlegt skilyrði, ekki nægilegt, til þess að vit sé í umræðunni. Þegar kemur að efnisatriðum, ein- stökum mikilvægum skoðunum í siðferðilegum efnum, er kennara hollt að minnast þess að það er ekki í kennslustundum sem siðferði og siðferðisvitund barna og unglinga mótast og þroskast fyrst og fremst. Slíkt á sér miklu fremur stað í fjölskvldu- og félagslífinu utan kennslustunda, umhverfinu sem barnið lifir og hrærist í á hverjum degi. Og eins er við því að búast að þær skoðanir eða hugmyndir sem barnið hefur eða ber fram megi rekja beint til foreldra eða annarra sem barnið hefur tekið mark á. Öll bein gagnrýni á einstakar skoð- anir eða hugmyndir, sem börn kunna að hafa eða halda fram er m. a. af þessum sökum mjög varasöm. Trú barna sem annarra á kennivöld er miklu mikilvægari og rótgrónari en margir vilja halda, ekki síst unglingarnir sjálfir sem vilja vera óháðir og fara eigin leiðir. Miklu vænlegri leið til árangurs er því sú að hvetja börnin til að huga að forsendum og rökum þeirra hugmynda og skoðana sem þau kunna að hafa eða halda fram eða hafa orðið vör við hjá öðrum. Niðurlagsorð Hér hafa verið rakin nokkur atriði og dæmi úr siðfræði, en ekki leitast við að veita fullgildan inngang x greinina. Til þess þyrfti að ræða skipulega um dyggðir og lesti, siðareglur og siðaboð, verðmæti og gildi, réttindi og skyldur. Umræðan hefur þó vonandi dugað til að veita nokkra vísbendingu um sérstöðu siðfræðinnar með til- liti til annarra fræða — svo og þann vanda sem kennur- um í siðfræði er á höndum. □ HJUKRUN ' -2M - 61. árgangur 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.