Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Qupperneq 51

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands - 01.06.1985, Qupperneq 51
Fréttir — Fréttir — Fréttir — Fréttir Á námskeiði austfirskra hjúkrunarfræðinga „14. maí lauk á Eiðum námskeiði er stjórn Austurlandsdeildar Hjúkrunarfélags íslands gekkst fyrir. Þátttakendur og leiðbeinend- ur voru starfandi hjúkrunarfræð- ingar og ljósmæður víðs vegar af Austurlandi. A námskeiðinu var einkum fjallað um hjúkrun hjartasjúklinga, Iyfja- gjafir öldrunarsjúklinga og hjúkrun almennt. Að sögn Þuríðar Back- man, formanns Austurlandsdeildar Hjúkrunarfélags íslands, var einnig fjallað um heimahjúkrun á nám- skeiðinu - svo og heimilishjálp aldraðra. Það var samdóma álit þátttakenda - að sögn Þuríðar - að efla þurfi þá þjónustu til muna enda sé hún víða af skomum skammti og ábótavant. Þá lögðu þátttakendur námskeiðsins þunga áherslu á náið samspil þessara þátta, þ. e. heima- hjúkrunar og heimilishjálpar. Þetta er í þriðja skiptið sem aust- firskir hjúkrunarfræðingar efna til námskeiðahalds á Eiðum - og hafa námskeið þessi þegar sannað gildi sitt. ,,Með þessum hætti kynnast hjúkrunarfræðingar á Austurlandi persónulega og þurfa ekki að sækja kostnaðarsama endurmenntun jafn oft og ella til Reykjavíkur. Að sögn Þuríðar Backman er til- finnanlegur skortur á hjúkrunar- fræðingum á Austurlandi - og eru léleg launakjör sjálfsagt einn or- sakavaldur þess. Stjórn Austurlandsdeildar Hjúkr- unarfélags íslands situr nú á Egils- stöðum en flyst milli staða skv. ákveðnum reglum. Næst mun stjórnin t. d. sitja á Seyðisfirði. For- menn deilda Hjúkrunarfélags Is- lands víðs vegar um land mynda síðan stjórn HFI. r-i Tímarit um félagsráðgjöf og félagsmálastefnur — Nordisk Socialt Arbeid, er fag- tímarit félagsráðgjafa á Norður- löndum. Fagfélagið í hverju Norð- urlandi á sinn fulltrúa í ritstjórn tímaritsins. Ritnefndir starfa síðan í hverju landi, en aðalbækistöð rit- stjórnarstarfsins er í Osló. I ís- lensku ritnefndinni sitja Sævar B. Guðbergsson, Nanna K. Sigurðar- dóttir og Sigrún Júlíusdóttir, sem er ritstjóri. -Tímaritið, sem býður upp á efni varðandi stefnur og strauma á sviði félagsmálaþjónustu á erindi til allra, sem starfa á félagsmálasviði eða láta sig varða félagsstörf og félagsmálastefnur. Einkum eru það félagsráðgjafar og samstarfsstéttir þeirra, stjórnendur stofnana og fé- lagsvísindamenn, stjórnsýslu- og stjórnmálamenn. - Tímaritið kemur út fjórum sinn- um á ári. Það inniheldur greinar um rannsóknarverkefni, yfirlitsgreinar, umræðugreinar og bókakynningar. í hverju hefti er fjallað um sérstakt svið. Öll löndin leggja fram sinn skerf til greiningar á félags- og efnahagsástandi á Norðurlöndum og á framtíðarmöguleikum skjól- stæðinga og félagsmálastarfsfólks. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Júlíusdóttir, Geðdeild Landspítalans, E-1 Landspítalinn, 105 Reykjavík Sími: Vs. 29000, Hs. 21428 Leiðrétting Forsíðumynd 3.-4. tölublaðs 1984 var gjöf frá Bimu Gunnarsdóttur, til starfsfólks gjörgæsludeildar Borg- arspítala en ekki Landsspítala, eins og misritaðist í blaðinu. HJÚKRUN biður velvirðingar á þessum mistökum. Stjórn Austurlandsdeildar Hjúkrunarfélags íslands, frá vinstri: Þuríður Backman, formaður, Margrét Gunnarsdóttir og Anna Guðný Árnadóttir. - MorgunblaðiðlÓlafur. ■ r mÆm þ H mmé v liðv’ ÍM HyjjjQt %■■■ HJÚKRUN ' -2/fo - 61. árgangur 45

x

Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hjúkrun: tímarit Hjúkrunarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1250

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.