Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 8

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 8
MYND 1. Hluti útbúnaðar við ECLA meðferð á Landspítala. j ! 1 [i » ' 1 K . / jj*- . . ; f *■ [juj J_f|j í U 1 jjf i1 Ká ^ > ir. .ár fr /■ I I U i p M Mi 59 minnkuð með því að lækka líkamshita niður í 34 - 35 gráður á Celcíus, ásamt því að fram- kalla algera vöðvaslökun og djúpt meðvit- undarleysi. Þrátt fyrir þessar aðgerðir voru blóðgasgildi sjúklings í öndunarvél á 100% súrefni óviðun- andi. Innöndunarþrýstingur í lungum fór hækkandi og féll sjúklingur verulega í súrefnis- mettun við allt áreiti, s.s. við sogun frá barka- slöngu og hreyfingu. Á fjórða degi frá slysi var ljóst að einungis full lungnaaðstoð utan líkama gæti bjargað lífi sjúklings. Eftir að ECLA meðferð var hafin var sjúk- dómsgangur áfram stormasamur. Sjúklingur fékk nýrnabilun og þurfti kviðskilun í 2-3 sólar- hringa sem framkvæmd var af hjúkrunarfræð- ingum á gjörgæsludeild. Auk endurtekinna blóðsýkinga fékk sjúklingur tvisvar loftbrjóst svo að setja þurfti inn brjóstholskera. Kalsár komu á tær og hæla beggja fóta vegna lélegrar blóðrásar til húðar en hún var afleiðing lang- varandi kælingar. Loftskiptahæfni lungans batnaði smám saman og var ECLA meðferð hætt á 39. degi. Við tók venjuleg meðferð í öndunarvél og var sjúklingur vaninn af öllum svæfinga- og deyfi- lyfjum. Ströng andleg og likamleg endurhæfing var fram undan. Barkaslanga var fjarlægð á 74. degi frá slysi og útskrifaðist sjúklingur af gjör- gæsludeild fáum dögum síðar. Hvaö er ECLA (extracorporeal lung assistance)? Með tilkomu aðferða til að súrefnismetta blóð utan líkama (extracorporeal oxygenation) urðu fyrstu opnu hjartaaðgerðirnar mögulegar á sjötta áratugnum (Estrada,1992; Roberts og Jones,1990). í kjölfarið þróuðust aðferðir sem beita mátti hjá sjúklingum með læknanlegan lungnasjúkdóm þegar hefðbundnar aðferðir reynast árangurslausar. ECLA meðferð er lungnaaðstoð sem felst í því að blóði er veitt út úr líkama og dælt í gegnum gervilunga sem mettar blóðið súrefni og fjarlægir kol- I

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.