Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Síða 11
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 úr efnaskiptahraða og súrefnisþörf. Næringar- ástand var metið fyrsta dag meðferðar og síðan vikulega (prótein, albúmín og þvagefni í blóði, upphandleggsfita) og tekið mið af líkamshita sjúklings og meðvitundarstigi við útreikninga á hitaeininga- og próteinþörf. Ekki var mögulegt að vigta sjúkling meðan ECLA meðferð var beitt. Fyrstu dagana fékk sjúklingur prótein- og hita- einingaríka næringu um æð (Vamin I4g N/l, glucosa 30%). Hins vegar var fitugjöf í æð álitin geta eyðilagt gervilungað. T alið er að próteingjöf um meltingarveg dragi úr breytingum á þarma- totum, bólgubreytingum í magaslímhúð og meltingarvegi og minnki þannig líkur á magasári hjá sjúklingum sem eru undir miklu líkamlegu og andlegu álagi. Á þann hátt dregur úr hættu á blóðbornum sýkingum (Border o.fl.,1987). í fyrstu vikunni var farið að næra sjúkling um meltingarveg. Notuð var úrgangssnauð, kaloríu- og próteinrík næringarlausn, Biomed MCT©, um 1600 kaloríur að meðaltali á sólarhring meðan á kælingarástandi stóð. Næringarlausnin var gefin í 4 klst. í senn og hvílt í 2 klst. á milli, allan sólarhringinn. Stöðug næringargjöf um magaslöngu án hvíldar er nú talin æskileg vegna minni hættu á þani/offyllingu maga og ásvelg- ingu (Metheny,1993). Þess var gætt að hver skammtur af næringar- lausn væri ekki lengur en 4-6 klst. í stofuhita vegna hættu á bakteríuvexti í lausninni og niður- gangi þar af leiðandi. Hœtta á fylgikvillum rúmlegu s.s. minnkuö- um vöðvamassa, liðstirðnun, liðbandastytt- ingu og fleiðrum á húð á útsettum stöðum (hnakki, rófubein, hælar, herðablöð). Sjúklingur varð að liggja hreyfingarlaus á baki í 39 daga til þess að tryggja það að holæðakerar færðust ekki úr stað. Vegna áhrifa kælingar á blóðrás til húðar og vegna hreyfingarleysis var mikil hætta á myndun fleiðra og legusára. Með fyrirbyggjandi aðgerðum og góðri næringargjöf tókst að koma í veg fyrir slíkt. Sjúklingur var settur á trefjadýnu (fiberdýna). Granuflex® var sett á útsetta staði (rófubein, olnboga) og látið vera kyrrt í 2 daga í senn, síðan tekið af og húðin höfð óvarin í næstu tvo daga. Leguhringur var settur undir hnakka og hæla til að minnka álag (hafður í 2-4 klst. í einu). Á tveggja daga fresti var skipt á lökum og sjúklingi þvegið gætilega að aftan, Granuflex® sett á eða tekið af, húðin nudduð gætilega og borin á mýkjandi og græðandi olía (Edgar Cayce® oH'a). Mjúkur flónelsdúkur var settur undir rass og efri hluta baks. Þess á milli var sjúklingi lyft varlega upp á hliðar og hann nuddaður á tveggja tíma fresti. Plástrar voru notaðir eins lítið og mögulegt var og þess gætt að umbúðir og lín, sem komst í snertingu við sjúkling, væri ávallt þurrt. Við laka- skipi þurfti að sýna ýtrustu aðgát til þess að slöngur færðust ekki úr stað. Þegar skipt var á lökum var burðarramma í tveimur hlutum (burðarrammi frá Mobilet® sjúklingalyftara) smeygt undir sjúkling samtímis frá báðum hlið- um og honum þannig lyft upp. Einn aðili gætti slangna og annar barkaslöngu og höfuðs á meðan hinir lyftu. Við þessar aðgerðir þurfti 6-7 starfsmenn. Liðferlisæfingar (fingur, úlnliðir, olnbogar, ökklar) voru framkvæmdar varlega á 2-4 klst. fresti allan sólarhringinn með sérstakri aðgát á áhrifum þeirra á lífsmörk og meðvitundarstig. Framkvæmd og viðhald kælingar og með- vitundarleysis. Hætta á fylgikvillum lang- varandi kælingar og tilbúins meðvitundar- leysis s.s. skertri blóðrás til húðar og truflana á hjartláttartakti, svo og skaða á taugakerfi. Talið er að þegar kjarnhiti líkamans fer niður fyrir 35 gráður á Celcíus hafi það sjúkleg áhrif á öll kerfi líkamans (multisystem failure). Þar má nefna truflun á starfsemi nýrna, taugakerfis, hjartsláttartruflanir, truflun á vökva- og jónajafn- vægi og á storkukerfi. Líkamshiti sjúklings var lækkaður niður í 34-35 gráður með hitaskipti lungnavélar íþeim tilgangi að draga úr súrefnis- þörf og minnka efnaskipti líkamans. Greint hefur verið frá því að í svipuðu tilfelli hafi verið unnt að minnka efnaskipti um 35-45% við

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.