Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 11

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.12.1993, Qupperneq 11
Tímarit hjúkrunarfræðinga 1. tbl. 1. árg. 1993 úr efnaskiptahraða og súrefnisþörf. Næringar- ástand var metið fyrsta dag meðferðar og síðan vikulega (prótein, albúmín og þvagefni í blóði, upphandleggsfita) og tekið mið af líkamshita sjúklings og meðvitundarstigi við útreikninga á hitaeininga- og próteinþörf. Ekki var mögulegt að vigta sjúkling meðan ECLA meðferð var beitt. Fyrstu dagana fékk sjúklingur prótein- og hita- einingaríka næringu um æð (Vamin I4g N/l, glucosa 30%). Hins vegar var fitugjöf í æð álitin geta eyðilagt gervilungað. T alið er að próteingjöf um meltingarveg dragi úr breytingum á þarma- totum, bólgubreytingum í magaslímhúð og meltingarvegi og minnki þannig líkur á magasári hjá sjúklingum sem eru undir miklu líkamlegu og andlegu álagi. Á þann hátt dregur úr hættu á blóðbornum sýkingum (Border o.fl.,1987). í fyrstu vikunni var farið að næra sjúkling um meltingarveg. Notuð var úrgangssnauð, kaloríu- og próteinrík næringarlausn, Biomed MCT©, um 1600 kaloríur að meðaltali á sólarhring meðan á kælingarástandi stóð. Næringarlausnin var gefin í 4 klst. í senn og hvílt í 2 klst. á milli, allan sólarhringinn. Stöðug næringargjöf um magaslöngu án hvíldar er nú talin æskileg vegna minni hættu á þani/offyllingu maga og ásvelg- ingu (Metheny,1993). Þess var gætt að hver skammtur af næringar- lausn væri ekki lengur en 4-6 klst. í stofuhita vegna hættu á bakteríuvexti í lausninni og niður- gangi þar af leiðandi. Hœtta á fylgikvillum rúmlegu s.s. minnkuö- um vöðvamassa, liðstirðnun, liðbandastytt- ingu og fleiðrum á húð á útsettum stöðum (hnakki, rófubein, hælar, herðablöð). Sjúklingur varð að liggja hreyfingarlaus á baki í 39 daga til þess að tryggja það að holæðakerar færðust ekki úr stað. Vegna áhrifa kælingar á blóðrás til húðar og vegna hreyfingarleysis var mikil hætta á myndun fleiðra og legusára. Með fyrirbyggjandi aðgerðum og góðri næringargjöf tókst að koma í veg fyrir slíkt. Sjúklingur var settur á trefjadýnu (fiberdýna). Granuflex® var sett á útsetta staði (rófubein, olnboga) og látið vera kyrrt í 2 daga í senn, síðan tekið af og húðin höfð óvarin í næstu tvo daga. Leguhringur var settur undir hnakka og hæla til að minnka álag (hafður í 2-4 klst. í einu). Á tveggja daga fresti var skipt á lökum og sjúklingi þvegið gætilega að aftan, Granuflex® sett á eða tekið af, húðin nudduð gætilega og borin á mýkjandi og græðandi olía (Edgar Cayce® oH'a). Mjúkur flónelsdúkur var settur undir rass og efri hluta baks. Þess á milli var sjúklingi lyft varlega upp á hliðar og hann nuddaður á tveggja tíma fresti. Plástrar voru notaðir eins lítið og mögulegt var og þess gætt að umbúðir og lín, sem komst í snertingu við sjúkling, væri ávallt þurrt. Við laka- skipi þurfti að sýna ýtrustu aðgát til þess að slöngur færðust ekki úr stað. Þegar skipt var á lökum var burðarramma í tveimur hlutum (burðarrammi frá Mobilet® sjúklingalyftara) smeygt undir sjúkling samtímis frá báðum hlið- um og honum þannig lyft upp. Einn aðili gætti slangna og annar barkaslöngu og höfuðs á meðan hinir lyftu. Við þessar aðgerðir þurfti 6-7 starfsmenn. Liðferlisæfingar (fingur, úlnliðir, olnbogar, ökklar) voru framkvæmdar varlega á 2-4 klst. fresti allan sólarhringinn með sérstakri aðgát á áhrifum þeirra á lífsmörk og meðvitundarstig. Framkvæmd og viðhald kælingar og með- vitundarleysis. Hætta á fylgikvillum lang- varandi kælingar og tilbúins meðvitundar- leysis s.s. skertri blóðrás til húðar og truflana á hjartláttartakti, svo og skaða á taugakerfi. Talið er að þegar kjarnhiti líkamans fer niður fyrir 35 gráður á Celcíus hafi það sjúkleg áhrif á öll kerfi líkamans (multisystem failure). Þar má nefna truflun á starfsemi nýrna, taugakerfis, hjartsláttartruflanir, truflun á vökva- og jónajafn- vægi og á storkukerfi. Líkamshiti sjúklings var lækkaður niður í 34-35 gráður með hitaskipti lungnavélar íþeim tilgangi að draga úr súrefnis- þörf og minnka efnaskipti líkamans. Greint hefur verið frá því að í svipuðu tilfelli hafi verið unnt að minnka efnaskipti um 35-45% við
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.