Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Side 9
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2. tbl. 70. árg. 1994
Anna Elísabet Ólafsdóttir, Gunnhildur Valdimarsdóttir og Svala Karlsdóttir
Megrunarmeðferð á
Heilsustofnun NFLÍ
A Heilsustofnun NLFI eru í boði megrunarnámskeið þar sem
meginmarkmiðið er að kenna fólki aðferðir sem bceta heilbrigði
og efla vilja þess og getu til að ná kjörþyngd. Á fjögurra vikna
námskeiði léttist hver þátttakandi að meðaltali um 6,2 kg.
Niðurstöður könnunar, sem gerð var meðal 37 þátttakenda á
námskeiðum sem haldin voru tímabilið nóvember 1992 til
desember 1993, sýna að 60% þeirra höfðu haldið áfram að
léttast, um allt að 25 kg. 24% höfðu staðið í stað en 16%
höfðu þyngst um 1—5 kg.
Anna Elísabet Ólafsdóttir: B.Sc.
próf í matvælafræði frá HÍ 1987,
framhaldsnám í næringarfræði við
Háskólann í Ósló 1991. Starfandi
næringarfræðingur við
Heilsustofnun NLFÍ frá 1991 til
1994. Rekur Næringarráðgjöfina
sf. og er í hlutastarfi sem fræðslu-
fulltrúi Náttúrulækningafélags
íslands.
Gunnhildur Valdimarsdóttir: Próf
frá Hjúkrunarskóla íslands 1967, í
svæfmgarhjúkrun 1972 og í upp-
eldis- og kennslufræði frá KHÍ
1979. Stundar nám við náms-
braut í hjúkrunarfræði, HÍ og er
hjúkrunarforstjóri Heilsustofnunar
NLFÍ.
Svala Karlsdóttir: Próf frá Hjúkr-
unarskóla íslands 1969 og í
skurðhjúkrun 1971. Hjúkrunar-
fræðingur við Heilsustofnun NLFÍ
frá 1992 til 1994. Nú hjúkrunar-
forstjóri við heilsugæslustöðina í
Hveragerði.
Inngangur
Efling heilbrigðis byggir í grundvallaratriðum á
virkni og framlagi einstaklingsins og þeim lífsstíl
sem hann velur sér. Þetta rýrir þó ekki mikilvægi
almennra heilsuverndandi þátta, en mikilvægt er að
fólk hafi styrk og þekkingu til að tileinka sér
möguleika sem fyrir hendi eru og hugrekki til að
taka á sig ábyrgð á eigin heilbrigði. Ekki er alltaf
auðvelt að koma f veg fyrir sjúkdóma og sjá nýjar
víddir til að auka vellíðan og lífsyndi. Þessir þættir
koma fram í athöfn og hugsun í daglegu lífi og
þeim lífsmáta sem einstaklingurinn fylgir, fjölskylda
hans eða stærri samfélög. Venjur tengdar mataræði,
hvíld, hreyfingu og hvers konar líkamsstyrkingu eru
snar þáttur í menningu hverrar þjóðar og ganga í
arf frá foreldrum til barna og frá þjóðfélagshópum
til þjóðfélagshópa. Ekki er um að ræða líffræðilegan
erfðaþátt heldur arfleifð af lífsmunstri sem getur
verið erfitt að breyta (Edelman og Mandle, 1986).
Þar sem hver einstaklingur tileinkar sér ákveðn-
ar venjur sem í heild mynda ákveðinn lífsmáta
getur hann breytt venjum sínum og skapað sér
nýjar að eigin vild. Út frá athugun á eigin ástandi
setur hann sér markmið varðandi breytingar á
lifnaðarháttum, s.s. mataræði og hreyfingu. Mikil-
vægt er að líta til langs tíma því allar breytingar
verður að gera á löngum tíma. Tími er því lykil-
atriði í lífsstílsbreytingu og er rík áhersla lögð á að
megrunarmeðferðin sé aðeins byrjun á löngu ferli.
Einstaldingurinn lærir hægt og sígandi að laga sig
að nýjum venjum sem hann velur sjálfur og sættir
sig við, með það að markmiði að ná kjörþyngd og
halda henni til frambúðar (Björvell, 1991).
Aðferð
Til að koma til móts við þarfir þeirra sem stöðugt
eru að glíma við offitu var hafist handa við
undirbúning að megrunarnámskeiðum í Heilsu-
stofnun NLFI um mitt ár 1992. Fyrsta námskeið-
ið var haldið í september 1992. Námskeiðstími var
fjórar vikur og fylgdu hóparnir, sem skipaðir voru
5-8 manns, ákveðinni stundaskrá þær fjórar vikur
sem námskeiðin stóðu. Meðferðin var byggð upp
með aðaláherslum á líkamsrækt, fræðslu og stuðn-
ing. I líkamsræktinni felst hreyfing og þjálfun,
slökun, hvíld og almenn styrking. I fræðslunni er
lögð áhersla á aukna þekkingu á heilbrigðu líferni
og aðferðum til að ná árangri í að bæta heilsuna.
Þá er ætíð markvisst stuðlað að viðhorfsbreytingu
þátttakenda. 1 stuðningi felst m.a. eftirlit, viðtöl,
leiðbeiningar, hvatning og mat á úthaldi í þjálfun-
armeðferð. Sérhæfð meðferð hjá sjúkraþjálfara
og/eða sjúkranuddara var einstaklingsbundin og
ekki inni í hefðbundinni dagskrá.
Meðferðarteymi var skipað lækni, hjúkrunar-
fræðingi, næringarfræðingi, sjúkraþjálfara og
9