Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Page 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.06.1994, Page 36
Tímarit hj úkrunarfræðinga 2. tbl. 70. drg. 1994 gigtveik og ætti erfitt með að bera þunga hluti. Hún átti nóg með sjálfa sig og að fara í kurteisis- heimsóknir til tengdamóður sinnar. Þar sem hún féltk, þrátt fyrir þrábeiðni sína, enga utanaðkom- andi aðstoð fannst konunni að eina lausnin væri að heimsækja tengdamóðurina aðeins einu sinni í mánuði í staðinn fyrir tvisvar í viku. Hún hringdi einnig sjaldnar en áður því að hún þoldi ekki að heyra hana segja: „Eg er blaut og á engin þurr föt. Komdu og hjálpaðu mér.“ Evrópska könnunin (Walker, 1993) sýnir að aðstoð maka þeirra sem eru 60 - 79 ára vegur þyngra en opinber þjónusta sem þeir fá. Hlutur maka í umönnun þeirra sem eru 80 ára og eldri er eðlilega minni. Því eldra sem fólk verður því líklegra er að það hafi misst maka sinn eða að makinn sé einnig upp á utanaðkomandi hjálp kominn. Af þeim sem oftast voru sagðir veita aðstoð voru fullorðin börn og makar. Sú þjóðsaga að fjölskyldur sinni ekki gamla fólkinu sínu á því elcki við rök að styðjast. Fræðsla Fræðsla er lykilatriði í umönnun aldraðra og fjölskyldna þeirra og fræðsla er einnig þungamiðja endurhæfmgar. Fræðsluefni fyrir gamalt fólk er ábótavant, t.d. er lítið til um notkun heyrnartækja. Sá sem veitir gömlu fólki aðstoð þarf að læra mikið um öldrun, sjúkdóma, meðhöndlun og aðhlynningu. Fræðsla getur aukið skilning og getu fólks til að takast á við langvarandi aðhlynningu. Umönn- unaraðilar þurfa ýtarlega fræðslu og andlegan stuðning, t.d. þegar ljóst er að ekki er völ á lækn- ingu til að bæta ástand skjólstæðingsins. Nauðsynlegt er að fá fleira fólk til starfa við aðhlynningu aldraðra. Með árunum fer hugsanleg- um nýliðum fækkandi. Þessi störf eru illa launuð og lítils metin. Það ásamt nútímaáherslu stjórn- málamanna á fjárhagsleg gildi vegur þiingt á móti samstöðu við aldraða þjóðfélagsþegna. I námi heilbrigðisstétta er of lítil áhersla lögð á aðhlynningu aldraðra og stuðning við aðstandendur (family care). Þetta er áhyggjuefni því að flestir skjólstæðingar sjúkrastofnana er fólk sem er eldra en 65 ára. Það þarf að breyta hugarfari heilbrigð- isstarfsfólks svo að það verði jákvæðara gagnvart gömlu fólki (Lorensen og Rugaard, 1986). Flestir eru þjálfaðir í bráðaþjónustu á spítölum. Þeir sem vinna þar og þeir sem starfa úti í þjóðfélaginu leita svara við mismunandi spurningum. Þessi mismun- ur leiðir til þess að meðferðaráætlanir, t.d. hvað varðar endurhæfingu, verða ósamhljóða. Þó að menntun nýrra aðstoðarmanna sé mikilvæg er end- urmenntun þeirra sem eru starfandi ekki síður mik- ilvæg. Niöurstaöa Hér hefur verið fjallað um heilbrigðis- og félagslega þjónustu sem gömlu fólki á Norðurlöndum stendur til boða. Það er lýðum ljóst að hlutfall aldraðra í þjóðfélaginu fer vaxandi og að 17 - 26% þeirra þurfa á opinberri aðstoð að halda. Nauðsynlegt er að finna leiðir til að mæta vaxandi þörf fyrir fjölbreytta þjónustu. Helstu málefni, sem snúa að hjúkrunarfræðing- um og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem sinnir gömlu fólki og fjölskyldum þeirra, eru: 1. Oflun, viðhald og menntun mannafla; hjúkrun- arfræðinga, umönnunaraðila og starfsfólks sem veitir félagslega þjónustu. 2. Rannsóknir, mótun hugmyndafræði og kerfis- bundin langtíma gagnasöfnun heildrænt frá sjón- arhóli fjölskyldunnar. 3. Að hafa áhrif á stefnumótun og ákvarðanir til að vekja athygli á þörfum aldraðra og fjölskyldna þeirra. 4. Stofnun tilraunadeilda á stofnunum og í heima- hjúkrun svo að hægt sé að gera rannsóknir til að meta árangur mismunandi aðstoðar. Slík viðleitni mun styrkja fjölskylduna og þá sem veita vaxandi fjölda gamals fólks í þjóðfélaginu opinbera þjónustu. Heimildir Achterberg, T.van o.fl. (1991) The Norwegian, Danish and Dutch version of the Appraisal of Self-care Agency Scale; comparing reliability aspects. Scanditiavian Journal of Caring Sciences. (2), 101-108. Arni Böðvarsson (1985). íslensk orðabók handa skólum og almenningi. Reykjavík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Biordi, B., og Oerman, M.H. (1993) The effect og prior exsperience in a rehabilitation setting on students' attitudes toward the disabled. Rehabilitation Nursing, 75(2)95-98. 36

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.